Stj.mál

Fréttamynd

Gunnar G. Schram látinn

Gunnar G. Schram lagaprófessor er látinn. Hann var 73 ára að aldri. Gunnar kvæntist Elísu Steinunni Jónsdóttur árið 1957 og eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti Gunnar eitt barn.

Innlent
Fréttamynd

Kerry meiri hetja segir Bush

George Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ekki væri hægt að bera saman herþjónustu sína og andstæðings hans í forsetakjörinu, Johns Kerrys; Kerry hefði sýnt meiri hetjuskap.

Erlent
Fréttamynd

Ragnhildur sótti um í blálokin

Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, sótti um starfið eftir að umsóknarfrestur hafði tvisvar sinnum verið framlengdur. Umsókn hennar var forystumönnum Framsóknar sem himnasending, því þeir voru komnir í bullandi jafnréttisvandræði einn ganginn enn. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Krefst aðgangs að öllum gögnum

Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum félagsmálaráðherra vegna skipanar hans í stöðu ráðuneytisstjóra. Hún fer einnig fram á rökstuðning fyrir valinu. Undrun og hneykslun er innan raða framsóknarmanna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Árni segir Ragnhildi hæfasta

"Ábyrgðin er mín og það er mitt mat að Ragnhildur hafi staðið fremst af þeim þremur umsækjendum sem kallaðir voru til viðtals vegna starfs ráðuneytisstjóra," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um val sitt í starfið.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra sigldi gámaskipi

"Hún lék á alls oddi og náði að sigla skipinu í höfn eftir að hafa lent í þrumuveðri á leiðinni," sagði Jón B. Stefánsson, skólameistari Vélskólans og Stýrimannaskólans, um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra eftir að hún tók véla- og siglingaherma skólans í notkun á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur hagnast segir SUF

Samband ungra framsóknarmanna fagnar því að bankakerfið bæti þjónustu sína við almenning í landinu með því að bjóða húsnæðislán fyrir allt að 80% af kaupverði og á vöxtum sem eru sambærilegir við lánskjör Íbúðalánasjóðs. Í ályktun SUF segist sambandið telja löngu tímabært að bankakerfið taki á þennan hátt þátt í fjármögnun íbúðarhúsnæðis landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Bæta má stöðu jafnréttis á Íslandi

Cherie Booth, lögmaður og eiginkona Tony Blair, sagði á málþingi í gær að staða kvenna á Íslandi mætti vera betri, samkvæmt tölulegum upplýsingum væri enn langt í land í jafnréttisbaráttunni </font /></b /></font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fagnar framtaki viðskiptabanka

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér ályktun í dag þar sem hún fagnar framtaki viðskiptabankanna að bjóða hagstæð húsnæðislán og þeirri samkeppni sem nú hefur myndast á þessum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Minnst fimm sækja um

Umsóknarfrestur um stöðu hæstaréttardómara rann út á miðnætti en fimm hafa staðfest við Fréttablaðið að hafa sent inn umsókn sína.

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekki umbeðin gögn

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mættu ekki til fundar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í gær, þar sem afgreidd var viljayfirlýsing um samningaviðræður Orkuveitunnar og Ogvodafone um kaup á Línu.net sem er í eigu Orkuveitunnar.

Innlent
Fréttamynd

Tekjuskattur lækkar um 1 %

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar.

Innlent
Fréttamynd

Ragnhildur skipuð ráðuneytisstjóri

Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu til fimm ára frá og með 15. september. Sjö sóttu um stöðuna en þrír voru taldir hæfastir; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir borgarritari, og Hermann Sæmundsson settur ráðuneytisstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar

Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að Halldór hlusti ekki

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir hafa verið áhugavert að fylgjast með hvernig konurnar í Framsóknarflokknum hafi tekið karlana í flokknum á hné sér og rassskellt þá fyrir að vanvirða konur í flokknum og brjóta jafnréttisáætlanir hans. Jóhanna spyr í nýjasta pistlinum á heimasíðu sinni hvort konurnar ætli að fylgja málnu eftir.

Innlent
Fréttamynd

Borgarfyrirtæki í samkeppni seld

Samstaða er um það innan R-listans að selja borgarfyrirtækin Vélamiðstöðina og Malbikunarstöðina. Hafa loks fallist á okkar sjónarmið, segir oddviti D-listans. Tilboð Vélamiðstöðvarinnar í verkefni fyrir Sorpu óheppilegt, segir forseti borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Stórfundur Framsóknarkvenna

Framsóknarkonur krefjast aðgerða til að rétta hlut kvenna í flokknum. Um hundrað Framsóknarmenn funda nú um stöðu kvenna í flokknum. Fundurinn ber yfirskriftina, Aftur til fortíðar, við mótmælum allar. Framsóknarkonur boðuðu til þessa fundar eftir að Halldór Ásgrímsson ákvað að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn frá og með 15. september.

Innlent
Fréttamynd

Málfundur um 26. grein

Málskotsréttur forseta Íslands, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, verður til umræðu á fundi Málfundarfélags Lögréttu í Háskóla Íslands í dag. Frummælendur verða hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, auk Lúðvíks Bergvinssonar, alþingismanns.

Innlent
Fréttamynd

Búist við hörðum umræðum

Búist er við hörðum umræðum á opnum fundi Landssambands Framsóknarkvenna í dag, en tilefni fundarins er að mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarmanna að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur til að gagnrýni verði hætt

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvetur Framsóknarkonur til að láta af gagnrýni sinni á forystu flokksins. Eðlilegt sé að gagnrýna forystuna einu sinni en ekki í heila viku.

Innlent
Fréttamynd

Framalausar framsóknarkonur?

Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. 

Innlent
Fréttamynd

Varnarliðið verði áfram

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain telur að Bandaríkin eigi að halda uppi trúverðugum vörnum hér á landi. Hann á sæti í hermáladeild þingsins og er mikill áhrifamaður í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin deilir um skattalækkun

Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Flokksþing repúblikana nálgast

Flokksþing rebúblikana hefst eftir viku í New York. Talið er að yfir fimmtíu þúsund fulltrúar frá öllum Bandaríkjunum muni taka þátt. Yfirvöld telja að andstæðingar Bush-stjórnarinnar muni fjölmenna og að fjöldi þeirra geti farið allt upp í tvö hundruð og fimmtíu þúsund.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Siv haldi áfram

Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins falli frá þeirri ákvörðun að láta Siv Friðleifsdóttur hætta í ríkisstjórn og tryggi henni áframhaldandi ráðherraembætti eftir að flokkurinn tekur við forsætisráðuneytinu 15. september.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðuninni ekki breytt

Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins falli frá þeirri ákvörðun að láta Siv Friðleifsdóttur hætta í ríkisstjórn og tryggi henni áframhaldandi ráðherraembætti eftir að flokkurinn tekur við forsætisráðuneytinu 15. september.

Innlent
Fréttamynd

Bush fordæmir auglýsingar hermanna

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær auglýsingar hóps fyrrverandi hermanna í Víetnam þar sem því er haldið fram að John Kerry hafi logið til um framgöngu sína í stríðinu. Bush sagði auglýsingarnar vondar fyrir kerfið en demókratar segja orð hans ekki ganga nógu langt og koma of seint.

Erlent
Fréttamynd

Óvissa um skattalækkanir

Ekki liggur endanlega fyrir hvernig staðið verður að skattalækkunum sem kveðið er á um í stjórnarsá<font size="2"></font>ttmála. Fyrstu drög að fjárlögum fyrir næsta ár voru kynnt á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem enn stóðu yfir rétt fyrir fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Guðni vildi ekki víkja Siv

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þá ákvörðun þingflokksins að Siv Friðleifsdóttir skyldi víkja úr ríkisstjórn hafa valdið mikilli ólgu innan flokksins. Hann leggur áherslu á að þetta hafi ekki verið sú leið sem hann vildi fara.

Innlent
Fréttamynd

Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar

Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan.

Innlent