Ragnhildur sótti um í blálokin 29. ágúst 2004 00:01 "Ég hafði lengi hugleitt að sækja um þetta starf. Það var þó ekki fyrr en það hafði verið auglýst þrisvar að ég lét til skarar skríða," segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hún kveðst hafa fengið auglýsingarnar þrjár, sem birst höfðu, sendar út til Brussel, þar sem hún starfar, og sent síðan inn umsókn. Hún hafi beðið Lögbirtingablaðið um að senda sér þær, en einungis þar var ráðuneytisstjórastaðan auglýst. "Ég kem því algjörlega að borðinu hreinu, eins og hver annar einstaklingur sem hefur hugleitt lengi að sækja um," segir hún og svarar aðspurð að enginn af nánustu samstarfsmönnum félagsmálaráðherra né aðrir slíkir hafi hvatt sig til að sækja um. Ljóst er að Árna Magnússyni félagsmálaráðherra hefur verið vandi á höndum þegar hann réð í starfið. Þrír umsækjenda; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir og Hermann Sæmundsson, voru talin hæfust til starfsins. Árni Magnússon félagsmálaráðherra fékk ráðningastofuna Mannafl til aðstoðar við ráðninguna. Margþætt reynsla Hermann, sem starfað hafði sem settur ráðuneytisstjóri um skeið, er gagnkunnugur starfi ráðuneytisins, því hann var skrifstofustjóri þess áður en hann settist tímabundið í stól ráðuneytisstjóra. Telja ýmsir að í raun og veru hefði hann átt að fá starfið. Helga hefur hins vegar langa og margþætta reynslu að baki í stjórnsýslustörfum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Í ferilskrá sem hún sendi með umsókn sinni kemur meðal annars fram að hún hefur starfað sem aðstoðarmaður ráðherra tveggja ráðuneyta, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, átt sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðabankastofnananna í Washington og svo mætti áfram telja. Nú gegnir hún starfi borgarritara, sem kunnugt er, og er þar með staðgengill borgarstjóra og yfirmaður stjórnsýslu og fjármála borgarinnar. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur að auki sótt margháttuð námskeið og endurmenntunarnámskeið um stjórnun, fjármál, lögfræði, ársreikninga, tölvunotkun og svo mætti áfram telja. Hún þykir hafa verið "klæðskerasniðin" í starf ráðuneytisstjóra félagsmála. En svo var sprengjunni varpað. Hún og Hermann, sem höfðu verið talin langlíklegustu kandídatarnir, voru sett til hliðar en Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur ráðin. Þessi ákvörðun félagsmálaráðherra olli fjaðrafoki. Menn spurðu hvers vegna. Eflaust eru nokkrar ástæður sem liggja að baki ákvörðunar Árna Magnússonar. Helga Jónsdóttir starfaði í stjórnarráðinu við hlið Steingríms Hermannssonar. Hann og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, eru ekki jábræður í dag. Að minnsta kosti hefur Steingrímur verið ósmeykur að segja Halldóri opinberlega til syndanna, hafi honum fundist formaðurinn vera á villigötum. Fyrir Samfylkinguna Þá var það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem réð Helgu í starf borgarritara. Raunar vakti það athygli, að Ingibjörg Sólrún gekk fram fyir skjöldu og gagnrýndi þá ákvörðun félagsmálaráðherra harðlega í fjölmiðlum, að ráða ekki Helgu. Innlegg Ingibjargar Sólrúnar í umræðuna þótti á skjön við málið því það er fyrst og fremst framsóknarsápa, segja þeir sem gerst til þekkja. Raunin er sú að framsóknarmenn hafa átt í óttalegu basli með yfirlýsta jafnréttisstefnu sína. Það lá í loftinu að Siv Friðleifsdóttur yrði skákað út af ráðherraborðinu. Það lá einnig ljóst fyrir, að sá gjörningur myndi gera allt vitlaust í flokknum, eins og raunin varð. Það hefði því verið að bera í bakkafullan lækinn að ráða Hermann. Sú ráðstöfun hefði farið beinustu leið fyrir kærunefnd jafnréttismála, auk þess sem valkyrjurnar í Framsókn, með Sigrúnu Magnúsdóttur í fararbroddi, hefðu tvíeflst í baráttunni við karlaveldið, sem var hreint ekki fýsilegt fyrir formanninn og "strákhvolpana" í flokknum. Þrautalendingin var því sú að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fundin yrði kona forystunni þóknanleg sem uppfyllti fullkomlega öll skilyrði til starfsins, en væri jafnframt laus við alla "fortíðardrauga." Það átti að öllu leyti við um Ragnhildi. Mannleg samskipti Helga hefur alla tíð þótt afar ákveðin kona og fylgin sér og sínum sjónarmiðum. Sumir segja "frek". Kannski að það hafi einnig átt sinn þátt í því að hún var ekki skipuð. Að minnsta kosti stöldruðu margir við ummæli félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu, þegar hann skilgreindi hvað fælist í hugtakinu að vera "hæfastur" til starfsins. Þá sagði hann: "Þegar ég var búinn að fara yfir það sem fólk hefur skrifað, gert og sagt í viðtölum, auk hliðsjónar af þeim verkefnum sem framundan eru í ráðuneytinu, svo og mannlegum samskiptum og öðru sem hafa þarf í huga og taka með inn í svona ákvörðun, þá er það mín niðurstaða að Ragnhildur standi fremst." Nú bíða menn eftir rökstuðningi ráðherra fyrir því að hafa gengið fram hjá Helgu, svo og öðrum gögnum varðandi ráðninguna sem hún hefur kallað eftir. Hún á rétt á ofangreindu samkvæmt lögum og ráðherra hefur rúma viku til að svara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
"Ég hafði lengi hugleitt að sækja um þetta starf. Það var þó ekki fyrr en það hafði verið auglýst þrisvar að ég lét til skarar skríða," segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hún kveðst hafa fengið auglýsingarnar þrjár, sem birst höfðu, sendar út til Brussel, þar sem hún starfar, og sent síðan inn umsókn. Hún hafi beðið Lögbirtingablaðið um að senda sér þær, en einungis þar var ráðuneytisstjórastaðan auglýst. "Ég kem því algjörlega að borðinu hreinu, eins og hver annar einstaklingur sem hefur hugleitt lengi að sækja um," segir hún og svarar aðspurð að enginn af nánustu samstarfsmönnum félagsmálaráðherra né aðrir slíkir hafi hvatt sig til að sækja um. Ljóst er að Árna Magnússyni félagsmálaráðherra hefur verið vandi á höndum þegar hann réð í starfið. Þrír umsækjenda; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir og Hermann Sæmundsson, voru talin hæfust til starfsins. Árni Magnússon félagsmálaráðherra fékk ráðningastofuna Mannafl til aðstoðar við ráðninguna. Margþætt reynsla Hermann, sem starfað hafði sem settur ráðuneytisstjóri um skeið, er gagnkunnugur starfi ráðuneytisins, því hann var skrifstofustjóri þess áður en hann settist tímabundið í stól ráðuneytisstjóra. Telja ýmsir að í raun og veru hefði hann átt að fá starfið. Helga hefur hins vegar langa og margþætta reynslu að baki í stjórnsýslustörfum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Í ferilskrá sem hún sendi með umsókn sinni kemur meðal annars fram að hún hefur starfað sem aðstoðarmaður ráðherra tveggja ráðuneyta, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, átt sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðabankastofnananna í Washington og svo mætti áfram telja. Nú gegnir hún starfi borgarritara, sem kunnugt er, og er þar með staðgengill borgarstjóra og yfirmaður stjórnsýslu og fjármála borgarinnar. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur að auki sótt margháttuð námskeið og endurmenntunarnámskeið um stjórnun, fjármál, lögfræði, ársreikninga, tölvunotkun og svo mætti áfram telja. Hún þykir hafa verið "klæðskerasniðin" í starf ráðuneytisstjóra félagsmála. En svo var sprengjunni varpað. Hún og Hermann, sem höfðu verið talin langlíklegustu kandídatarnir, voru sett til hliðar en Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur ráðin. Þessi ákvörðun félagsmálaráðherra olli fjaðrafoki. Menn spurðu hvers vegna. Eflaust eru nokkrar ástæður sem liggja að baki ákvörðunar Árna Magnússonar. Helga Jónsdóttir starfaði í stjórnarráðinu við hlið Steingríms Hermannssonar. Hann og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, eru ekki jábræður í dag. Að minnsta kosti hefur Steingrímur verið ósmeykur að segja Halldóri opinberlega til syndanna, hafi honum fundist formaðurinn vera á villigötum. Fyrir Samfylkinguna Þá var það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem réð Helgu í starf borgarritara. Raunar vakti það athygli, að Ingibjörg Sólrún gekk fram fyir skjöldu og gagnrýndi þá ákvörðun félagsmálaráðherra harðlega í fjölmiðlum, að ráða ekki Helgu. Innlegg Ingibjargar Sólrúnar í umræðuna þótti á skjön við málið því það er fyrst og fremst framsóknarsápa, segja þeir sem gerst til þekkja. Raunin er sú að framsóknarmenn hafa átt í óttalegu basli með yfirlýsta jafnréttisstefnu sína. Það lá í loftinu að Siv Friðleifsdóttur yrði skákað út af ráðherraborðinu. Það lá einnig ljóst fyrir, að sá gjörningur myndi gera allt vitlaust í flokknum, eins og raunin varð. Það hefði því verið að bera í bakkafullan lækinn að ráða Hermann. Sú ráðstöfun hefði farið beinustu leið fyrir kærunefnd jafnréttismála, auk þess sem valkyrjurnar í Framsókn, með Sigrúnu Magnúsdóttur í fararbroddi, hefðu tvíeflst í baráttunni við karlaveldið, sem var hreint ekki fýsilegt fyrir formanninn og "strákhvolpana" í flokknum. Þrautalendingin var því sú að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fundin yrði kona forystunni þóknanleg sem uppfyllti fullkomlega öll skilyrði til starfsins, en væri jafnframt laus við alla "fortíðardrauga." Það átti að öllu leyti við um Ragnhildi. Mannleg samskipti Helga hefur alla tíð þótt afar ákveðin kona og fylgin sér og sínum sjónarmiðum. Sumir segja "frek". Kannski að það hafi einnig átt sinn þátt í því að hún var ekki skipuð. Að minnsta kosti stöldruðu margir við ummæli félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu, þegar hann skilgreindi hvað fælist í hugtakinu að vera "hæfastur" til starfsins. Þá sagði hann: "Þegar ég var búinn að fara yfir það sem fólk hefur skrifað, gert og sagt í viðtölum, auk hliðsjónar af þeim verkefnum sem framundan eru í ráðuneytinu, svo og mannlegum samskiptum og öðru sem hafa þarf í huga og taka með inn í svona ákvörðun, þá er það mín niðurstaða að Ragnhildur standi fremst." Nú bíða menn eftir rökstuðningi ráðherra fyrir því að hafa gengið fram hjá Helgu, svo og öðrum gögnum varðandi ráðninguna sem hún hefur kallað eftir. Hún á rétt á ofangreindu samkvæmt lögum og ráðherra hefur rúma viku til að svara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira