Stj.mál

Fréttamynd

Davíð líklega útskrifaður á morgun

Búist er við að forsætisráðherra verði útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun. Hann þarf ekki að undirgangast geisla- eða lyfjameðferð vegna þeirra illkynja æxla sem fjarlægð voru. Líklegast er talið að hann taki sæti í ríkisstjórn á ný.

Innlent
Fréttamynd

Bitist um formannssæti Heimdallar

Tveir ætla að bítast um formannsstólinn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Helga Árnadóttir gæti verið annar kvenkynsformaðurinn í sögu félagsins, en Bolli Thoroddsen segir Heimdall klíku örfárra sem breyti reglum eins og hentar

Innlent
Fréttamynd

Ræddi Evrópumál við Halldór

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða ráðherra kveður?

Staða Jóns Kristjánssonar innan ríkisstjórnarinnar þykir síst sterkari en Sivjar Friðleifsdóttur. Enn mega þau þó bíða þess að Halldór Ásgrímsson deili ákvörðun sinni því ólíklegt er að hún verði tilkynnt þennan mánuðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Bush mismælir sig

George Bush Bandaríkjaforseta varð heldur betur á í messunni í gær í ræðu sem hann flutti í Pentagon við undirskrift á fjárveitingu til varnarmála. Bush mætti til leiks í Pentagonið, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, í toppformi - ef svo má að orði komast.

Erlent
Fréttamynd

Kerry ekki stríðshetja?

Hópur hermanna úr Víetnam-stríðinu hefur keypt auglýsingapláss í fjölmiðlum til að koma höggi á John Kerry, forsetaframbjóðanda úr flokki Demókrata. Hermennirnir segja Kerry ljúga um hetjudáð sína í Víetnam-stríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Afstýri deilum við stjórnarkjör

Nýjar reglur hafa verið settar um inntöku nýrra félaga í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hluti Heimdellinga kærði meðferð stjórnar á inntökubeiðnum nýrra félaga í aðdraganda aðalfundar og kosninga í stjórn félagsins í fyrra. </font />

Innlent
Fréttamynd

Stöðugleiki forsenda alls

Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra 15. september. Hann boðar ekki miklar breytingar heldur segist ætla að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum. Mikilvægt að endurskoðun stjórnarskrár fari ekki fram í ljósi ákveðins máls. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn í Tékklandi

Forseti Tékklands, Vaclav Klaus, skipaði í morgun hina nýju ríkisstjórn landsins formlega í embætti undir forystu forsætisráðherrans, Stanislavs Gross, sem er aðeins 34 ára gamall og yngsti forsætisráðherra í Evrópu. Þrjátíu og níu dagar eru liðnir síðan fráfarandi forsætisráðherra Tékklands, Vladimir Spidla, sagði af sér.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherrar Norðurlandanna funda

Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu hittast á fundi í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð næstkomandi sunnudag, 8. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Á fundinum verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál.

Innlent
Fréttamynd

Rökin eingöngu pólitísk

Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða mest til landbúnaðar. Helstu rök gegn því að hætta stuðningi við íslenskan landbúnað eru pólitísk og ástæðurnar huglægar, segir Gylfi Magnússon hagfræðingur. Formaður landbúnaðarnefndar vill halda stuðningi áfram. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Lýðræðisandi er leiðarljósið

Ólafur Ragnar Grímsson var settur forseti Íslands í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og á Alþingi á sunnudag. Í innsetningarræðu sinni sagði forsetinn meðal annars: "Þjóðin hefur nú í þriðja sinn falið mér að gegna embætti forseta Íslands og bera ábyrgð og skyldur sem traustinu fylgja." </font /></font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óvíst um áhrif á verð hér

Ísland er í flokki ríkja sem búa við erfið framleiðsluskilyrði í landbúnaði. Verður þeim veitt svigrúm vegna tollalækkana sem Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur lokið rammasamkomulagi um. Ekki er enn ljóst hver áhrifin verða á verð á varningi hér á landi. Samningurinn verður útfærður á næstu þrem til fjórum árum. </font /></font /></b /></b />

Innlent
Fréttamynd

Forseti í þriðja sinn

Innsetningarathöfn forseta Íslands fór fram á sunnudag við hátíðlega athöfn í dómkirkju og alþingishúsi í viðurvist fjölda gesta. Í ávarpi sínu þakkaði forsetinn stuðning fólks um landið allt. Dorrit Moussaieff klæddist mesta viðhafnarbúningi íslenskra kvenna, skautbúningnum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ólafur settur inn í embætti

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var settur inn í embætti við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu laust eftir klukkan fjögur að lokinni helgistund í dómkirkjunni. Eiginkona forsetans, Dorrit Moussaieff, var íklædd íslenskum skautbúningi sem Jakobína Thorarensen saumaði árið 1938.

Innlent
Fréttamynd

Þriðji hver fjarverandi

Þriðji hver alþingismaður var fjarverandi þegar forseti Íslands sór embættiseið í dag. Nær allir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru viðstaddir en meira en helmingur stjórnarþingmanna sá sér ekki fært að mæta. Einn af hverjum þremur þingmönnum hafði öðrum hnöppum að hneppa þegar forseti Íslands sór embættiseiða í dag

Innlent
Fréttamynd

Fylgi ríkisstjórnar dalar

Fylgi við ríkisstjórnina dalar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Eftir því sem fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun eru 62 prósent landsmanna andvíg ríkisstjórn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks og hefur stuðningur við hana minnkað um fjögur prósentustig í júlí frá júnímánuði.

Innlent
Fréttamynd

Innsetning forseta á morgun

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sver embættiseiða í þriðja sinn á morgun. Athöfnin fer fram á meðan á endurbótum á Alþingishúsinu stendur og var fjölmiðlum af þeim sökum synjað um leyfi til að sýna frá undirbúningi fyrir innsetningarathöfnina. Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi við athöfnina.

Innlent
Fréttamynd

Þjarkað um fríverslun í Genf

Hörð samningalota um fríverslun stendur nú yfir í Genf. Fátæku löndin og ríku löndin gæta ólíkra hagsmuna. Landbúnaðarmálin eru viðkvæmust eins og venjulega. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Helmingur fjarverandi embættistöku

Átta af hverjum tíu þingmönnum sem ekki geta mætt við embættistöku forseta Íslands eru þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Helmingur þingmanna ríkisstjórnarflokkanna verður fjarverandi og helmingur ráðherra. Fjórir stjórnarandstöðuþingmenn mæta ekki. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bann andstætt EES-reglum

Rannsóknir benda til að bann við auglýsingum á áfengi hafi engin áhrif á neyslu. Sérfræðingar telja ennfremur ólíklegt að bannið standist EES-reglur. Örlög bannsins ráðast væntanlega í dómsmálum innan tíðar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Reagan talaði hjá demókrötum

Ræða Ron Reagans á flokksþingi demókrata í fyrradag hefur vakið mikla athygli. Ron er sonur Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem er afar dáður af repúblikönum vestra.

Erlent
Fréttamynd

Ekki sannfærðir um auglýsingabann

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis er ekki viss um að rétt sé að viðhalda banni við áfengisauglýsingum.

Innlent
Fréttamynd

Clinton fagnað gríðarlega

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu.

Erlent
Fréttamynd

Norðurlöndin verði útundan í ESB

Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag.</font />

Innlent
Fréttamynd

Arafat og Qureia sættast

Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag ríkra og fátækra fjarri

Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti.

Erlent
Fréttamynd

Popptónleikar eða flokksþing?

Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“.

Erlent
Fréttamynd

Clinton harðorður í garð Bush

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var harðorður í garð George Bush forseta í ræðu sinni við setningu flokksþings Demókrataflokksins í Boston í gærkvöldi og sagði stefnu hans sundra þjóðinni.

Erlent