Jólafréttir

Fréttamynd

Leika bókatitla á aðfangadagskvöld

Á heimili Aldísar Guðmundsdóttur, sálfæðikennara við MH, hefur sá siður komist á að leika Actionary við opnun pakkanna á aðfangadagskvöld. Sá getspakasti má svo opna einn pakka.

Jólin
Fréttamynd

Krónhjartar-carpaccio með brómberjasósu

200 g krónhjartar-fillet eða lund salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía Kryddið krónhjartar-fillet með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum, þangað til kjötið er orðið fallega brúnt. Breiðið plastfilmu yfir og frystið í a.m.k. 4 klst.

Jólin
Fréttamynd

Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum

Það er jólalegt í umferðinni þessa dagana, því strætisvagnar Strætó bs. skarta nú skrautlegum jólamyndum að utan og innan. Óhætt er að segja að listamennirnir séu ungir og upprennandi, því það voru leikskólabörn hvaðanæva að af höfuðborgarsvæðinu sem hönnuðu skreytingarnar. Með þessu verkefni vill Strætó leggja sitt af mörkum til að færa borgina í hátíðarbúning um leið og ungviðið er hvatt til að virkja sköpunargleðina.

Jólin
Fréttamynd

Hjá tengdó á aðfangadagskvöld

„Ég er aðeins byrjaður að undirbúa jólin með fjölskyldunni, skreyta og þess háttar. Svo er ég að gíra mig upp í að fara út og skreyta trén fyrir utan húsið," segir Sjonni Brink tónlistarmaður sem gefur út plötu fyrir þessi jól, 10 ný íslensk lög eftir hann sjálfan og Guðmund Jónsson. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir þessi jól, hlakka mikið til." Þegar talið berst að aðfangadagskvöldi segir Sjonni: „Ég verð heima hjá tengdamömmu minni á aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Það verður margrétta eins og alltaf, sumir borða rjúpur og aðrir hamborgarahrygg. Jólin eru frekar hefðbundin og heimilsleg hjá okkur. Við reynum að hitta fjölskyldumeðlimi og spila."

Jól
Fréttamynd

Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum

„Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega en að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel". Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir brosandi aðspurð um eftirminnileg jól sem hún gleymir ekki.

Jól
Fréttamynd

Með sínum heittelskaða á jólunum

„Það er allur gangur á því. Ég er voða lítið með einhverjar hefðir. En maður skreytir alltaf og gerir kósý heima. Ég, Reynir og Una, fósturdóttir mín, skreytum jólatréð saman. Ég bakaði í fyrra og það var gaman og gefandi," segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona aðspurð um jólahefðirnar á hennar heimili. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Nú til dæmis að baka og finna ilminn og hlusta á klassísk jólalög. Fara í göngutúr með sínum heittelskaða og vera með Unu, - hún er svo skemmtileg." „Við ætlum að vera tvö saman heima hjá okkur þar sem að Una okkar er í útlöndum," segir Elma Lísa spurð með hverjum og hvar hún verður á aðfangadagskvöld. „Góða bók eða gott ilmkerti og ást og hlýju," segir hún að lokum spurð hvaða hana langar í jólagjöf. [email protected]

Jól
Fréttamynd

Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum

„Þegar ég var yngri var það um leið og jólaserían var sett á svalirnar heima og það er ein af þeim hefðum sem ég hef haldið eftir að við konan fórum að búa að setja jólaseríu á svalahandriðið og konan býr alltaf til aðventukrans. Fyrsti í aðventu er því svona sá tímapunktur þar sem jólaundirbúningurinn hefst."

Jól
Fréttamynd

Búin að setja seríur í gluggana

„Þegar ég hugsa um eftirminnileg jól dettur mér fyrst í hug þegar ég var sirka 11 ára og við bjuggum í Los Angeles þá fékk ég alltaf svo mikla heimþrá á jólunum af því fyrir utan ljós og skreytingar er ekki mjög jólalegt þar," segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.

Jól
Fréttamynd

Réttu kvikmyndirnar fyrir jólaskapið

Margir nýta jólin til kvikmyndaáhorfs og oftar en ekki verða fyrir valinu myndir sem hverfast með einum eða öðrum hætti um jólin þótt þau séu ekki endilega meginviðfangsefnið. Hér fer listi yfir nokkrar slíkar sem ættu að koma manni í rétta jólaskapið:

Jól
Fréttamynd

Salan á jólaöli Carlsberg slær met

Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra

Jól
Fréttamynd

Litlar jólakringlur

Smjör og hveiti hrært saman. Sykur og sítrónubörkur settur í og síðan rjóminn. Hnoðað.

Jól
Fréttamynd

Brotið blað um jól

Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Ísland segir einfalt að útbúa fallegt jólaskraut og jólakort með origami. Fjölskyldan geti hjálpast að og átt notalega föndurstund á aðventunni.

Jólin
Fréttamynd

Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum

„Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis."

Jól
Fréttamynd

Jólakransinn er ómissandi um jólin

Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma.

Jól
Fréttamynd

Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum

Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum.

Jól
Fréttamynd

Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól

„Það er eins og hjá svo mörgum. Við tökum fram skrautið. Húsið hreinsað hátt og lágt. Hjá mér persónulega undanfarið hefur undirbúningurinn verið í að smíða tónleikana, Jólagesti Björgvins og fylgja eftir plötunum mínum sem ég gef út á hverju ár," svarar Björgvin Halldórsson aðspurður hvernig hann undirbýr jólin.

Jól
Fréttamynd

Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum

„Ég get ekki sagt að ég sé sérstakt jólabarn, þó svo að sjálfsagt sé að taka til, baka og mála stundum og láta klippa sig hjá Jolla," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvort hann er jólabarn. „Jólin eru fyrir mér hátíð kærleikans og mikilvægt að reyna að finna þann frið sem þessir dagar færa okkur," segir Gulli. „Mér finnst gaman að skrifa jólakort og reyni þá að skrifa eitthvað sem mér finnst skipta máli og eitthvað uppbyggilegt svona meira á persónulegum nótum."

Jólin
Fréttamynd

Jólakonfekt: Allir taka þátt

Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun hefur þróað einfaldar uppskriftir að ljúffengu jólakonfekti sem fjölskyldan útbýr í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól.

Jólin
Fréttamynd

Jólabollar sem ylja og gleðja

Allir ættu að geta fundið fallegan jólabolla sem gleður og kætir í skammdeginu, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, krúttlegir eða fágaðir.

Jólin
Fréttamynd

Logi: Þakklátur að geta haldið jólin

„Blanda af snjó, jólatónlist, góðri lykt, skemmtilegu fólki, góðum mat og góðri stemningu kemur mér í gírinn," svarar Logi Geirsson handboltakappi spurður hvað kemur honum í jólagír. „Þessi hátíð er svo sannarlega fallegasta hátíð ársins. Bestu gjarfirnar í kringum tréð eru sameining og tengsl fjölskyldunnar. En eins og einhver snillingurinn sagði ; „At Christmas, all roads lead home."

Jólin
Fréttamynd

Söngbók jólasveinanna

„Það má segja að bæði atvinnu- og frístundatónlistarmenn hafa alltaf verið í vandræðum með að útvega laglínur og hljómagang jólasöngva," svarar Gylfi Garðarsson þegar við forvitnumst um um tilurð bókanna Jólasöngvar-Nótur og Jólasöngvar-Textar og heldur áfram: „Það voru sömu vandræðin fyrir hver einustu jól."

Jólin
Fréttamynd

Lax í jólaskapi

Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Hún býður hér upp á framandi en jólavæna uppskrift að laxi í sparifötunum, sem heitir líka Coulibiac á erlendum tungum.

Jólin
Fréttamynd

Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum

Jólin eru að koma, þar sem allir eiga gleðjast, eiga góðar stundir saman sem fjölskylda og sinna þörfum hvors annars. Því miður er raunveruleikinn ekki einungis þessi um jólahátíðirnar. Það er kvíði í börnum og foreldrarnir eru pirraðir og stressaðir. Jólin eru nefnilega ekki bara ánægjulegur tími heldur líka streitumesti tími ársins.

Jól
Fréttamynd

Edda Björgvins: Jólatrénu hent á aðfangadag

„Tréð sem ég hafði keypt óvenju snemma og hélt að væri vel geymt í kuldanum undir útidyratröppunum fram á aðfangadag. Við tókum það ansi seint inn á aðfangadag, eftir klukkan fimm, og það stinkaði svo hræðilega, þrátt fyrir marga lítra af rakspíra og ilmvatni, að við hentum því í tunnuna eftir miðnætti."

Jól
Fréttamynd

Gáfu eina jólagjöf

Fósturmamma Snædísar Ylfu Ólafsdóttur í Ekvador táraðist þegar Snædís bakaði fyrir hana jólasmákökur. Hún dvaldi sem skiptinemi þar árin 2005-2006.

Jól