Norðvesturkjördæmi

Fréttamynd

Við­búið að talning tefjist í ein­hverjum kjör­dæmum

Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar.

Innlent
Fréttamynd

Það er komið að þér

Flokkur fólksins berst fyrir því að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, og að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna. Það segir okkur nokkuð um samfélag okkar og kerfi þegar í einu ríkasta samfélagi heims að stofna þurfi nýja stjórnmálaflokk til að berjast gegn fátækt, Flokk fólksins.

Skoðun
Fréttamynd

Á ferð um Norðvestur­kjör­dæmi

Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Niðurgreiðum raf­orku til grænmetisræktar

Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ég styð Sam­fylkinguna – og Hannes Sigur­björn Jóns­son

Þegar ég hugsa um hvað gerir samfélag sterkt og öflugt, þá horfi ég ekki bara á leiðtogana sjálfa, heldur hvernig þeir nálgast hlutverk sitt. Góðir leiðtogar – eða í þessu tilfelli, góðir þingmenn – eiga ekki að einblína á eigin völd eða áhrif. Þeir eiga að spyrja: „Hvernig get ég gert lífið betra fyrir fólkið sem ég vinn fyrir?“ Þetta er hugmyndafræði sem ég hef mikinn áhuga á – að þingmennska snúist fyrst og fremst um að hlusta, styðja og hjálpa samfélaginu að ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Börn á Ís­landi, best í heimi!

Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Vegurinn heim

Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitíska um­hverfið í dag – svið­sett leik­sýning

Pólitíska umhverfið í dag – bæði hér á Íslandi og víða um heim – er eins og sviðsett leiksýning. Valdhafar beita okkur stöðugt sömu gömlu brellunum. Þeir magna upp tilfinningar, skapa ótta og sundra okkur í hópa til að styrkja eigin stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Greiðar sam­göngur í Norðvesturkjördæmi

Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Tekist á um sam­göngur í Norðvesturkjördæmi

Oddvitar í Norðvesturkjördæmi koma saman á opnum fundi á Ísafirði í dag þar sem meðal annars verður rætt um samgönguinnviði og Vestfjarðarlínu. Innviðafélag Vestfjarða heldur fundinn þar sem farið verður yfir hvernig forsvarsmenn flokka bregðast við ákalli um stórátak í uppbyggingu samgönguinnviða.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um árangur í at­vinnu- og sam­göngumálum

Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi.

Skoðun
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Lýðræðis­flokksins

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. 

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Pírata í kosningunum

Píratar hafa sent frá sér samþykkta framboðslista fyrir þingkosningarnar sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Flokkurinn stóð fyrir prófkjöri fyrr í mánuðinum þar ljóst var hverjir myndi skipa efstu sætin á listum flokksins.  

Innlent
Fréttamynd

Þau eru í fram­boði fyrir Sósíal­ista­flokkinn

Sósíalistaflokkurinn birti í gærkvöldi framboðslista sína í öllum kjördæmum. Búið var að tilkynna um flesta oddvita áður. Sanna Magdalena Mörtudóttir er pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokkurinn bauð fyrst fram til Alþingis á landsvísu í síðustu kosningum 2021 en náði ekki manni inn. Flokkurinn á tvo menn í borgarstjórn og hefur boðið þar fram tvisvar og náð manni inn. 

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg kemur í stað Berg­þórs

Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra í leyfi, mun leiða lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður. Bergþór hefur þegar tilkynnt að hann ætli ser að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi. 

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg leiði Mið­flokkinn í Norðvesturkjördæmi

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista flokksins í kosningunum í næsta mánuði. Ingibjörg er 53 ára Borgfirðingur, frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Hún er stjórnmálafræðingur (BA) frá HÍ og með MA í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Kantaraborg í Bretlandi.

Innlent
Fréttamynd

Arna Lára leiðir lista Sam­fylkingar í Norð­vestur

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­okun að ei­lífu, amen

Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

Ugla og Eldur mætast í Norð­vestur

Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega.

Innlent
Fréttamynd

María Rut leiðir lista Við­reisnar í Norð­vestur

María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Þau leiða Vinstri græn í Norðvesturkjördæmi

Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur kynnt framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningarnar. Listann leiðir Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG í Skagafirði. Bjarki Hjörleifsson frá Stykkishólmi er í öðru sæti og Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir í þriðja.

Innlent