Kosningar 2013 Skoðun

Fréttamynd

Auðveldari mánaðamót

Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Útópía Sigmundar Davíðs og ESB

28. febrúar, 1998: Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækni sem heldur því fram að samband sé milli bólusetningar við mislingum og einhverfu hjá börnum. Í Bretlandi grípur um sig skelfing. Foreldrar neita að láta bólusetja börn sín. Niðurstöður rannsóknarinnar reynast falsaðar. Enn halda sig þó margir frá hvers konar bólusetningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byggðin sem gleymdist

Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast.

Skoðun
Fréttamynd

Menn ofar málefnum

Kosningar eru í aðsigi og það er sem við manninn mælt að hver klisjusvolinn á fætur öðrum er byrjaður að kappjórtra gömlu tugguna um að við eigum "að fara í boltann en ekki í manninn“ – annað sé svo ómálefnalegt. Hvílíkt bull.

Bakþankar
Fréttamynd

Afnemum verðtryggingu

Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segja jafnaðarmenn: burt með verðtrygginguna og lækkum vextina. En af hverju er verðbólga?

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan gegn aðgreiningu

Íslenskir leik- og grunnskólar starfa eftir hugmyndinni um skóla án aðgreiningar, eins og skólar í velflestum löndum hins vestræna heims. Hugmyndin er einfaldlega að finna sem allra flestum börnum stað í almenna skólakerfinu og nýta mátt þess stóra samfélags til að koma þeim öllum til þess þroska sem þau hafa burði til.

Skoðun
Fréttamynd

Á súkkulaði treystum vér!

Ekki eru allir sammála um hvað gera þurfi í gjaldmiðilsmálum hérna á Íslandi. Flestir flokkar virðast þó stefna að því að endurskoða þau og íhuga jafnvel að kasta krónunni og taka upp utanaðkomandi gjaldmiðil.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópa á dagskrá!

Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar.

Skoðun
Fréttamynd

Á Alþingi er vald

Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: "Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.“ Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfsákvarðanatökuréttur og borgararéttindi

Það sem hefur ábyggilega hreyft við taugum mínum sem mest á vettvangi þeirra stjórnmála sem maður hefur fengið að fylgjast með á síðustu árum, er hversu sjálfsagt það virðist vera fyrir fólki sem þar starfar að fikta í sjálfsákvarðanatökurétti einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

"Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín“

Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú lykilorð Framsóknar

Metsölubókin síðustu jól var um Gísla á Uppsölum og ég þekki mann sem segir að nú ætli sagan að endurtaka sig: "Framsókn er Gísli á Uppsölum,“ segir hann og sér fyrir sér þjóðina halda inn í sinn afdal og afneita heiminum, talandi hrognamál sem enginn skilur. Undanfarið hefur farið fram markviss leit að hinum þjóðlegu gildum með tilheyrandi

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri menn og atvinnulífið

Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur

Skoðun
Fréttamynd

Val um draumóra eða kaldan veruleika

Margir vænta snarprar málefnabaráttu þær þrjár vikur sem eftir lifa af kjörtímabilinu. Aðrir líta á þær sem biðtíma þar sem þeirri spurningu sé helst ósvarað hverja Framsóknarflokkurinn velur með sér í stjórn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er Sigmundur Davíð lærdómur okkar af hruninu?

Jóhanna Sigurðardóttir er brennuvargur. Hún stendur bráðlega upp úr stól forsætisráðherra og skilur allt eftir í rúst, við skulum kasta fúleggjum á eftir henni og formæla þeim sem kusu hana fyrir fjórum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn er nýi Besti flokkurinn

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 ætlar nærri annar hver Íslendingur að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann er langstærsti flokkurinn. Framsókn er nýi Besti flokkurinn en nokkru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fékk Besti flokkurinn hreinan meirihluta í skoðanakönnunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt Ísland þarfnast nýrra flokka

Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn.

Skoðun
Fréttamynd

Er Ísland eyland?

Bankakreppan núna einkennist, eins og alltaf, af miklu magni lána sem að lokum er ekki hægt að endurgreiða og bankarnir lenda í vandræðum. Orsökin gæti verið oftrú en er mun fremur glæfraleg lánastarfsemi í trausti væntanlegrar ríkisábyrgðar. Í Evrópu er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu sem neyðir ríkisstjórnir til að greiða tap bankanna á kostnað almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Verkin vinnast með Lýðræðisvaktinni

Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Ljúkum aðildarviðræðunum

Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópumálin eru eitt stærsta hagsmunamál Íslands til framtíðar. Aðild að ESB snýst um að koma á traustari umgjörð um efnahagslífið þannig að verðbólga og vextir geti lækkað og stöðugleiki komist á. Varanlega. Í dag nemur Íslandsálagið á krónuna um 130-230 milljörðum á hverju ári og íslenskar fjölskyldur borga 117 milljörðum meira á ári af húsnæðislánum en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að aðskilja skuldamálin frá gjaldmiðilsmálunum. Þess vegna eru Evrópumálin svona brýn.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla framboðin að rétta hlut öryrkja?

Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið.

Skoðun
Fréttamynd

Hentistefna Evrópusambandsins

Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Evrópusambandið veitti ekki bönkum og fjármagnseigendum á Kýpur sömu fyrirgreiðslu og það hefur veitt bönkum í öðrum Miðjarðarhafslöndum sínum. Menn velta mjög vöngum yfir þessu.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningaloforðin eru rétt að byrja

Í dag eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stærstur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst minni og stjórnarflokkarnir tveir, Vinstri græn og Samfylking, bíða afhroð. Stærsta nýja framboðið er Björt framtíð, afleggjari frá Besta flokknum sem vann stórsigur í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar stjórnmálamaður þegir

Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem "andstæðingurinn“ hefur að segja.

Skoðun
Fréttamynd

Skynsöm þjóð

Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárfesting til framtíðar

Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland er ekki Kýpur norðursins

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar sl. var samþykkt tillaga þess efnis að hætta beri viðræðum við Evrópusambandið og ekki taka aftur upp viðræður fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Á landsfundi þar á undan hafði verið samþykkt að gera hlé á viðræðunum og að þær færu ekki aftur af stað fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill munur er á því að hætta viðræðum og gera hlé á þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Að skapa sátt

Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu.

Skoðun