Sveitastjórnarmenn í málið 28. september 2004 00:01 Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira