Sveitarfélögin færri og stærri 30. september 2004 00:01 Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga. Tillögurnar voru kynntar á fundi Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra, með sveitarstjórnarmönnum í gær. Þeir hafa nú tvo mánuði til að koma á framfæri athugasemdum áður en nefndin leggur fram endanlegar tillögur í desember. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að Suðurnes verði eitt sveitarfélag, einnig Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirðir og Vestur Skaftafellssýsla. Á höfuðborgarsvæðinu er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps annars vegar og Garðabæjar og Álftaness hins vegar. Tillögur sameiningarnefndarinnar miða að því að hvert sveitarfélag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og var miðað við að þau næðu ekki yfir stærra landsvæði en svo að níutíu prósent íbúanna væru innan þrjátíu mínútna akstursvegalengdar frá þjónustukjarna sveitarfélagsins eða grunnskóla. Þá eiga þau ekki að spanna stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt samfélag og að samgöngur innan sveitarfélagsins séu greiðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir að markmið með sameiningu sveitarfélaganna sé meðal annars að gera þau nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Einnig geri breytingarnar sveitarfélögin reiðubúin til að taka við nýjum velferðarverkefnum. Hefur í þeim efnum verið rætt um málefni fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og vinnumiðlanir. Þá eru uppi tillögur um að sveitarfélögin taki að sér rekstur framhaldsskólanna, framkvæmd atvinnustefnu og samgöngumál, þar á meðal rekstur flugvalla. Árni segir það sameiginlegan skilning ríkis og sveitarfélaga að ekki verði gengið til þessara breyttu verkaskiptingar nema að samkomulag liggi fyrir um breytta tekjuskiptingu. Tillögur um hana verði að liggja fyrir áður en gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameininguna í apríl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira