Ekki aðeins kennarar óánægðir 6. nóvember 2004 00:01 Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira