Fjárlögin samþykkt á Alþingi 4. desember 2004 00:01 Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira