Kelly fór holu í höggi á Heritage mótinu 15. apríl 2007 15:20 Jerry Kelly sló draumahöggið í gær NordicPhotos/GettyImages Bandaríkjamaðurinn Jerry Kelly fór holu í höggi í gær og hefur forystu fyrir lokahringinn á Heritage golfmótinu á PGA mótaröðinni. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els hafði þriggja högga forystu fyrir þriðja hring en sú staða var ekki lengi að breytast eftir að kylfingar hófu leik í gær. Els byrjaði illa og fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu. Kelly sem hafði forystu eftir fyrsta hringinn byrjaði vel í gær. Högg hans á fjórðu braut sem er par þrjú hola, fór beint ofan í, glæsileg hola í höggi hjá Kelly sem náði með því höggi að komast upp að hlið Els á samtals 11 höggum undir pari. Kelly náði svo forystunni strax á næstu holu en hann lék hringinn í gær 4 höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á landa sinn Kevin Na og Ernie Els. Sýnt verður beint frá lokadegi mótsins á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan sjö. Golf Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jerry Kelly fór holu í höggi í gær og hefur forystu fyrir lokahringinn á Heritage golfmótinu á PGA mótaröðinni. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els hafði þriggja högga forystu fyrir þriðja hring en sú staða var ekki lengi að breytast eftir að kylfingar hófu leik í gær. Els byrjaði illa og fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu. Kelly sem hafði forystu eftir fyrsta hringinn byrjaði vel í gær. Högg hans á fjórðu braut sem er par þrjú hola, fór beint ofan í, glæsileg hola í höggi hjá Kelly sem náði með því höggi að komast upp að hlið Els á samtals 11 höggum undir pari. Kelly náði svo forystunni strax á næstu holu en hann lék hringinn í gær 4 höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á landa sinn Kevin Na og Ernie Els. Sýnt verður beint frá lokadegi mótsins á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan sjö.
Golf Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti