Schumacher haldið sofandi | Berst fyrir lífi sínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2013 10:19 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti