Rafíþróttir

Bein útsending: Langur dagur í Lenovodeildinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Átta lið keppa í Lenovo-deildinni.
Átta lið keppa í Lenovo-deildinni. Fréttablaðið/ernir
Lenovodeildin heldur áfram göngu sinni í dag og er dagurinn í dag nokkuð langur þar sem fyrstu umferð deildarinnar lýkur í kvöld. Í deildinni eigast við nokkur lið í tveimur leikjum. Annars vegar Counter Strike: Global Offensive og hins vegar League of Legends.

Leikar hefjast klukkan fimm í dag þegar Frozt og Kings etja kappi í leiknum League of Legends. Eftir það, klukkan sex, spila Old Dogs og Dusty LOL.

Klukkan 19:30 keppa fjögur lið í Counter Strike. Viðureignirnar hefjast á KR og Dux Bellorum og klukkan 20:30 keppa Tropadeleet og Hafið.

Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






×