Rafíþróttir

Hafið Lenovodeildarmeistarar í Counter Strike

Andri Eysteinsson skrifar
Fyrsta tímabili Lenovodeildarinnar er nú formlega lokið en úrslitum í Counter Strike hluta deildarinnar lauk í kvöld með sigri Hafsins sem sigraði alla leiki sína í deildinni.

Hafið endar því með 16 sigra úr 16 viðureignum og gátu Fylkismenn, sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar, ekki stöðvað Hafs-eimreiðina sem hefur keyrt yfir andstæðinga sína í vor.

Lenovodeildarmeistarar í Counter Strike 2019 eru því Hafið og munu þeir væntanlega gera harða atlögu að titlinum að ári.






×