Ágúst: Mikilvægt fyrir okkur að komast áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 06:00 Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti