Arnar: Væri til í að ættleiða Óttar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2019 21:45 Arnar er fyrsti maðurinn í 48 ár sem kemur Víkingi R. í bikarúrslit. vísir/daníel „Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti