Guðjón Daníel snýr aftur og fær Hafþór Júlíus í streymi í kvöld Aron Ólafsson skrifar 16. maí 2020 16:00 Guðjón Daníel rafíþróttir. Guðjón Daníel er nafn sem ekki allir kannast við, en hann er einn af þeim Íslendingum sem hafa gert garðinn frægan erlendis og hjá unga fólkinu fyrir nokkrum árum. Hann byrjaði snemma að búa til efni fyrir YouTube og gekk mjög vel. Guðjón Daníel ætlar að byrja aftur að streyma á Twitch rásinni sinni twitch.tv/gudjondaniel í kvöld klukkan 20. Guðjón Daníel mun spila með þungavigtarliði en með honum verða Eggert Unnar liðsfélagi hans, Axel Guðmundsson (besti Call of Duty spilari landsins) og Hafþór Júlíus, nýkrýndur heimsmetshafi í réttstöðulyftu. Seinna um kvöldið ætlar Guðjón Daníel að skora á Róbert Daða, Íslandsmeistarann í efótbolta, í FIFA. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan en streymið byrjar klukkan 20. Watch live video from gudjondaniel on www.twitch.tv Við tókum Guðjón Daníel í smá spjall og ræddum um ferilinn og endurkomuna. „Ég byrjaði að gera myndbönd fyrir YouTube árið 2010 eftir að hafa legið sjálfur yfir YouTube myndböndum frá Hjerpseth sem var einfaldlega að skora flott mörk í FIFA og klippti þau saman í eitt vídeó og ég reyndi svo að herma eftir mörkunum sjálfur. Svo fór ég bara að hugsa, þetta virkar skemmtilegt, ég ætla líka að gera vídeó og keypti mér upptöku tæki fyrir Xbox tölvuna mína, það var enginn innbyggð tækni eins og er í dag. þetta var einhver algjör maskína.“ Verður að hafa gaman af þessu „Fyrstu myndböndin mín voru samt ekki í FIFA þó ég spilaði hann mikið heldur í Call of Duty, það var vegna þess að það var eini leikurinn sem ég gat eitthvað í. Ef maður vill gera gott myndband þá þarf maður að hafa gaman af því sem maður er að gera, ekki bara eltast við það sem er vinsælt á hverjum tíma. Svo kynnist maður bara mörgum mismunandi Youtuberum þegar maður byrjar sjálfur þetta var ekkert jafn stórt samfélag eins og það er í dag. Menn voru að peppa hvorn annan og ég tengdist rosa mikið FIFA Youtuberum og við vorum alltaf að skora á hvorn annan að reyna að skora sirkus mörk og þá fór maður að gera samantektar myndbönd fyrir mörkin sín, þetta var bara í FIFA 11. Það er mjög langt síðan!“ Vinsældir á Youtube Eftir að Guðjón Daníel fór að gera myndbönd í FIFA jukust vinsældir hans til muna og hundruðir þúsunda horfðu á myndböndin. „Það var ótrúlega skemmtilegt en samt skrýtið að vera bara heima að leika sér og að fólk hafði bullandi áhuga á þessu efni. Það er sérstakt að hugsa til þess að efni frá mér hefur verið streymt yfir 82 milljón sinnum. Ég var fyrst og fremst að gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt og ég kynntist frábærum vinum á þessum tíma og þetta var algjört ævintýri. Mér var boðið til útlanda á vegum EA sem framleiðir FIFA leikina og hafði ágætis tekjur af þessu öllu saman. Þetta var frekar óraunverulegt ef ég á að vera alveg heiðarlegur.“ Það komst í heimspressuna á sínum tíma þegar þú og KSI, ein stærsta stjarnan á YouTube, lentuð í opinberu rifrildi. Hafði það mikil áhrif á þig? „Nei alls ekki, við KSI vorum mjög nánir vinir og hann var búinn að búa hjá mér um tíma og við höfðum gert mjög mörg myndbönd saman. Svo eins og gerist hjá vinum þá bara rífast þeir, við vorum ungir og frægir og vissum ekkert um það hvernig við ættum að díla við tilfinningarnar okkar. Ásamt því þá var ég farinn að vlogga líka og mjög mikið af því sem þú ert að hugsa og spá fer beint á netið, oft án ritskoðunar. Ég myndi alltaf mæla með því að aðeins að hugsa um hvað þú ert að setja á netið í dag. Í dag erum við KSI auðvitað löngu búnir að sættast og við erum í góðu bandi. En stuttu eftir þetta þá fann ég líka fyrir leiða, ég var að gera sömu hlutina aftur og aftur, vantaði gleðina sem fylgdi því að búa til efni. Ég ákvað að taka pásu og fara í Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist af leiklistarbraut. Svo eignaðist ég stelpu. Það var kominn tími til að zena sig aðeins og taka pásu frá opinbera lífinu á YouTube.“ Samningur við Fylki „Þetta var 2017 og núna þrem árum seinna get ég ekki beðið eftir að byrja aftur, en það verður með öðru sniði. Ég ætla að byrja á Twitch og streyma efni, mig langar að vera í meira sambandi við áhorfendur, á YouTube þá setur þú inn myndband og ert ekkert að spjalla við þá sem eru að horfa á þau.“ Þú skrifaðir undir samning við Fylki og ert að streyma í samstarfi við þá. Hvað þýðir það fyrir þig að vera í samstarfi við Fylki? „Ég er mjög spenntur fyrir samstarfinu við Fylki. Fylkir eru orðnir svo stórir í rafíþróttum á Íslandi og mér finnst æskulýðsstarfið þeirra flott. Mínar pælingar og þeirra eru mjög svipaðar. Markmiðið er að gera tölvuleikjaspilun „mainstream“ og sýna ungum krökkum að það er hægt að eiga feril sem youtuber eða streamer. Eggert Unnar, streamer hjá Fylki, hefur hjálpað mér fullt við að setja upp tæknilegu hlutina og við sem erum að keppa fyrir Fylki erum allir á sömu blaðsíðunni að vera góðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk. Þetta snýst allt um að hafa gaman!“ Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti
Guðjón Daníel er nafn sem ekki allir kannast við, en hann er einn af þeim Íslendingum sem hafa gert garðinn frægan erlendis og hjá unga fólkinu fyrir nokkrum árum. Hann byrjaði snemma að búa til efni fyrir YouTube og gekk mjög vel. Guðjón Daníel ætlar að byrja aftur að streyma á Twitch rásinni sinni twitch.tv/gudjondaniel í kvöld klukkan 20. Guðjón Daníel mun spila með þungavigtarliði en með honum verða Eggert Unnar liðsfélagi hans, Axel Guðmundsson (besti Call of Duty spilari landsins) og Hafþór Júlíus, nýkrýndur heimsmetshafi í réttstöðulyftu. Seinna um kvöldið ætlar Guðjón Daníel að skora á Róbert Daða, Íslandsmeistarann í efótbolta, í FIFA. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan en streymið byrjar klukkan 20. Watch live video from gudjondaniel on www.twitch.tv Við tókum Guðjón Daníel í smá spjall og ræddum um ferilinn og endurkomuna. „Ég byrjaði að gera myndbönd fyrir YouTube árið 2010 eftir að hafa legið sjálfur yfir YouTube myndböndum frá Hjerpseth sem var einfaldlega að skora flott mörk í FIFA og klippti þau saman í eitt vídeó og ég reyndi svo að herma eftir mörkunum sjálfur. Svo fór ég bara að hugsa, þetta virkar skemmtilegt, ég ætla líka að gera vídeó og keypti mér upptöku tæki fyrir Xbox tölvuna mína, það var enginn innbyggð tækni eins og er í dag. þetta var einhver algjör maskína.“ Verður að hafa gaman af þessu „Fyrstu myndböndin mín voru samt ekki í FIFA þó ég spilaði hann mikið heldur í Call of Duty, það var vegna þess að það var eini leikurinn sem ég gat eitthvað í. Ef maður vill gera gott myndband þá þarf maður að hafa gaman af því sem maður er að gera, ekki bara eltast við það sem er vinsælt á hverjum tíma. Svo kynnist maður bara mörgum mismunandi Youtuberum þegar maður byrjar sjálfur þetta var ekkert jafn stórt samfélag eins og það er í dag. Menn voru að peppa hvorn annan og ég tengdist rosa mikið FIFA Youtuberum og við vorum alltaf að skora á hvorn annan að reyna að skora sirkus mörk og þá fór maður að gera samantektar myndbönd fyrir mörkin sín, þetta var bara í FIFA 11. Það er mjög langt síðan!“ Vinsældir á Youtube Eftir að Guðjón Daníel fór að gera myndbönd í FIFA jukust vinsældir hans til muna og hundruðir þúsunda horfðu á myndböndin. „Það var ótrúlega skemmtilegt en samt skrýtið að vera bara heima að leika sér og að fólk hafði bullandi áhuga á þessu efni. Það er sérstakt að hugsa til þess að efni frá mér hefur verið streymt yfir 82 milljón sinnum. Ég var fyrst og fremst að gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt og ég kynntist frábærum vinum á þessum tíma og þetta var algjört ævintýri. Mér var boðið til útlanda á vegum EA sem framleiðir FIFA leikina og hafði ágætis tekjur af þessu öllu saman. Þetta var frekar óraunverulegt ef ég á að vera alveg heiðarlegur.“ Það komst í heimspressuna á sínum tíma þegar þú og KSI, ein stærsta stjarnan á YouTube, lentuð í opinberu rifrildi. Hafði það mikil áhrif á þig? „Nei alls ekki, við KSI vorum mjög nánir vinir og hann var búinn að búa hjá mér um tíma og við höfðum gert mjög mörg myndbönd saman. Svo eins og gerist hjá vinum þá bara rífast þeir, við vorum ungir og frægir og vissum ekkert um það hvernig við ættum að díla við tilfinningarnar okkar. Ásamt því þá var ég farinn að vlogga líka og mjög mikið af því sem þú ert að hugsa og spá fer beint á netið, oft án ritskoðunar. Ég myndi alltaf mæla með því að aðeins að hugsa um hvað þú ert að setja á netið í dag. Í dag erum við KSI auðvitað löngu búnir að sættast og við erum í góðu bandi. En stuttu eftir þetta þá fann ég líka fyrir leiða, ég var að gera sömu hlutina aftur og aftur, vantaði gleðina sem fylgdi því að búa til efni. Ég ákvað að taka pásu og fara í Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist af leiklistarbraut. Svo eignaðist ég stelpu. Það var kominn tími til að zena sig aðeins og taka pásu frá opinbera lífinu á YouTube.“ Samningur við Fylki „Þetta var 2017 og núna þrem árum seinna get ég ekki beðið eftir að byrja aftur, en það verður með öðru sniði. Ég ætla að byrja á Twitch og streyma efni, mig langar að vera í meira sambandi við áhorfendur, á YouTube þá setur þú inn myndband og ert ekkert að spjalla við þá sem eru að horfa á þau.“ Þú skrifaðir undir samning við Fylki og ert að streyma í samstarfi við þá. Hvað þýðir það fyrir þig að vera í samstarfi við Fylki? „Ég er mjög spenntur fyrir samstarfinu við Fylki. Fylkir eru orðnir svo stórir í rafíþróttum á Íslandi og mér finnst æskulýðsstarfið þeirra flott. Mínar pælingar og þeirra eru mjög svipaðar. Markmiðið er að gera tölvuleikjaspilun „mainstream“ og sýna ungum krökkum að það er hægt að eiga feril sem youtuber eða streamer. Eggert Unnar, streamer hjá Fylki, hefur hjálpað mér fullt við að setja upp tæknilegu hlutina og við sem erum að keppa fyrir Fylki erum allir á sömu blaðsíðunni að vera góðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk. Þetta snýst allt um að hafa gaman!“
Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti