Rafíþróttir

Ljóst hvaða þjóðir mætast í 8-liða úrslitum EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Italy eFootball Pro Evolution Soccer 2020 Team Selection
VÍSIR/GETTY

16-liða úrslitum EM í eFótbolta lauk nú undir kvöld og er ljóst hvaða þjóðir munu etja kappi í 8-liða úrslitunum á morgun en þá verður jafnframt fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta krýndur.

Spánn og Rúmenía fóru áfram úr A-riðli og Ítalía og Serbía úr B-riðli. Í C-riðli var mikil dramatík en Holland og Króatía komust áfram þar. Í D-riðli reyndust Frakkar hlutskarpastir en Ísraelar fylgja þeim í 8-liða úrslitin.

Mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending morgundagsins klukkan 09:50.


Tengdar fréttir






×