Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 3-0 | Ragna Guðrún með tvö og Afturelding í 2. umferð Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 21:50 Anna Hedda Björnsdóttir Haaker, Ragna Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Rut Kvaran komu að láni til Aftureldingar frá Val fyrir tímabilið. MYND/AFTURELDING Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. HK byrjaði leikinn af krafti og átti nokkur ágætis skot á fyrsta korterinu. Það var þó ekki nóg til að koma boltanum framhjá Evu í markinu hjá Aftureldingu. Afturelding tók síðan yfir leikinn og komst í fleiri og fleiri færi. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir kom Aftureldingu yfir á 25. mínútu með laglegu slútti eftir gott uppspil hjá Aftureldingu. Nokkrum mínum síðar var Alda Ólafsdóttir næstum því búin að bæta í forystu Aftureldingar eftir að komast ein í gegn eftir laglega sendingu frá Rögnu Guðrúnu en Hrafnhildur varði meistaralega í markinu hjá HK. Ragna Guðrún bætti við sínu öðru marki í upphafi seinni hálfleiks eftir frábæra takta. Afturelding héldu áfram að sækja á fullu og Alda Ólafsdóttir bætti við þriðja markinu fyrir Aftureldingu á 80. mínútu. Af hverju vann Afturelding? Afturelding voru miklu betri í kringum teiginn og náði að skapa sér miklu betri færi í leiknum. Afturelding eru deild fyrir ofan HK og það sýndi sig alveg í dag. Hverjar stóðu upp úr? Ragna Guðrún var allt í öllu í sóknarleik Mosfellinga. Hún skoraði fyrstu tvö mörkin og hefði alveg getað náð sér í nokkrar stoðsendingar ef ekki fyrir flottum vörslum hjá Hrafnhildi í markinu hjá HK. Katrín Kvaran var spræk á hægri kantinum hjá Aftureldingu og bjó til eitthvað af færum. Sara Lissy stýrði leiknum vel af miðjunni hjá Aftureldingu og var dugleg að brjóta upp sóknir hjá HK. Hvað gerist næst? HK undirbúa sig fyrir tímabilið í 2. deild á meðan Afturelding fara til Keflavíkur á sunnudaginn til að spila í næstu umferð af Mjólkurbikarnum. Júlíus Ármann: Við ætlum að vera í toppbaráttu „Ég er bara virkilega ánægður með mitt lið. Þetta var bara flottur sigur og við héldum hreinu sem er það sem við ætluðum að gera, ” sagði Júlíus Ármann Júlíusson þjálfari Aftureldingar sáttur eftir leikinn en hann þurfti ekkert að svitna á hliðarlínunni yfir þessum leik. Afturelding stýrðu leiknum eiginlega allan tímann og fengu fleiri færi. Þær náðu að tengja saman mikið af sendingum og náðu oft upp góðri hápressu. „Ég er mjög sáttur með spilamennskuna í dag.” Afturelding fer til Keflavíkur í næstu umferð í bikarum. Sá leikur ætti að vera hörkuleikur og Júlíus er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Við ætlum okkur bara að gera góða hluti í þessum bikar. Þetta er bara bónus fyrir okkur.” Júlíus er bjartsýnn fyrir sumrinu en hann ætlar ekki að hlusta á einhverjar spár sem spá sínu liði ekki toppbaráttu. „Við ætlum bara að vera í toppbaráttu. Okkur var spáð 8. sæti en við teljum okkur vera með lið sem er betra en það og ætlum að vera ofarlega í þessu móti.” Ragna Guðrún: Þetta var bara liðssigur „Þetta var bara mjög góður sigur hjá liðinu. Við erum búnar að vera að spila okkur vel saman og þetta var bara góður leikur,” sagði Ragna Guðrún Guðmundsdóttir leikmaður Aftureldingar ánægð eftir leikinn. Ragna skoraði fyrstu tvö mörk Aftureldingar í leiknum eftir glæsileg tilþrif þar sem hún sólaði í bæði skiptin varnarmenn HK upp úr skónum. Hún var þó ansi hógvær þegar hún var spurð út í mörkin eftir leik. „Ég hefði ekki skorað þessi mörk ef ég hefði ekki fengið hjálp frá liðinu. Þetta var bara liðssigur.” Afturelding spila á móti Keflavík í næstu umferð í Mjólkurbikarnum. Ragna er spennt fyrir því að spila á móti Keflavík og að geta mögulega spilað á móti liðum úr efstu deild ef þær vinna Keflavík „Það er mjög spennandi. Það eru margir mjög góðir leikmenn og það er bara spennandi að sjá hvað við getum gert. ” Mjólkurbikarinn Afturelding HK
Afturelding sló í kvöld HK út úr Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Leikurinn fór 3-0 en hann fór fram á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ. Afturelding komst yfir í fyrri hálfleik og var aldrei nálægt því að missa forystuna frá sér. HK byrjaði leikinn af krafti og átti nokkur ágætis skot á fyrsta korterinu. Það var þó ekki nóg til að koma boltanum framhjá Evu í markinu hjá Aftureldingu. Afturelding tók síðan yfir leikinn og komst í fleiri og fleiri færi. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir kom Aftureldingu yfir á 25. mínútu með laglegu slútti eftir gott uppspil hjá Aftureldingu. Nokkrum mínum síðar var Alda Ólafsdóttir næstum því búin að bæta í forystu Aftureldingar eftir að komast ein í gegn eftir laglega sendingu frá Rögnu Guðrúnu en Hrafnhildur varði meistaralega í markinu hjá HK. Ragna Guðrún bætti við sínu öðru marki í upphafi seinni hálfleiks eftir frábæra takta. Afturelding héldu áfram að sækja á fullu og Alda Ólafsdóttir bætti við þriðja markinu fyrir Aftureldingu á 80. mínútu. Af hverju vann Afturelding? Afturelding voru miklu betri í kringum teiginn og náði að skapa sér miklu betri færi í leiknum. Afturelding eru deild fyrir ofan HK og það sýndi sig alveg í dag. Hverjar stóðu upp úr? Ragna Guðrún var allt í öllu í sóknarleik Mosfellinga. Hún skoraði fyrstu tvö mörkin og hefði alveg getað náð sér í nokkrar stoðsendingar ef ekki fyrir flottum vörslum hjá Hrafnhildi í markinu hjá HK. Katrín Kvaran var spræk á hægri kantinum hjá Aftureldingu og bjó til eitthvað af færum. Sara Lissy stýrði leiknum vel af miðjunni hjá Aftureldingu og var dugleg að brjóta upp sóknir hjá HK. Hvað gerist næst? HK undirbúa sig fyrir tímabilið í 2. deild á meðan Afturelding fara til Keflavíkur á sunnudaginn til að spila í næstu umferð af Mjólkurbikarnum. Júlíus Ármann: Við ætlum að vera í toppbaráttu „Ég er bara virkilega ánægður með mitt lið. Þetta var bara flottur sigur og við héldum hreinu sem er það sem við ætluðum að gera, ” sagði Júlíus Ármann Júlíusson þjálfari Aftureldingar sáttur eftir leikinn en hann þurfti ekkert að svitna á hliðarlínunni yfir þessum leik. Afturelding stýrðu leiknum eiginlega allan tímann og fengu fleiri færi. Þær náðu að tengja saman mikið af sendingum og náðu oft upp góðri hápressu. „Ég er mjög sáttur með spilamennskuna í dag.” Afturelding fer til Keflavíkur í næstu umferð í bikarum. Sá leikur ætti að vera hörkuleikur og Júlíus er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Við ætlum okkur bara að gera góða hluti í þessum bikar. Þetta er bara bónus fyrir okkur.” Júlíus er bjartsýnn fyrir sumrinu en hann ætlar ekki að hlusta á einhverjar spár sem spá sínu liði ekki toppbaráttu. „Við ætlum bara að vera í toppbaráttu. Okkur var spáð 8. sæti en við teljum okkur vera með lið sem er betra en það og ætlum að vera ofarlega í þessu móti.” Ragna Guðrún: Þetta var bara liðssigur „Þetta var bara mjög góður sigur hjá liðinu. Við erum búnar að vera að spila okkur vel saman og þetta var bara góður leikur,” sagði Ragna Guðrún Guðmundsdóttir leikmaður Aftureldingar ánægð eftir leikinn. Ragna skoraði fyrstu tvö mörk Aftureldingar í leiknum eftir glæsileg tilþrif þar sem hún sólaði í bæði skiptin varnarmenn HK upp úr skónum. Hún var þó ansi hógvær þegar hún var spurð út í mörkin eftir leik. „Ég hefði ekki skorað þessi mörk ef ég hefði ekki fengið hjálp frá liðinu. Þetta var bara liðssigur.” Afturelding spila á móti Keflavík í næstu umferð í Mjólkurbikarnum. Ragna er spennt fyrir því að spila á móti Keflavík og að geta mögulega spilað á móti liðum úr efstu deild ef þær vinna Keflavík „Það er mjög spennandi. Það eru margir mjög góðir leikmenn og það er bara spennandi að sjá hvað við getum gert. ”
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti