Sport

Dag­skráin í dag: Lög­mál leiksins, lands­leikur í fót­bolta og NHL

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þýskaland og Ítalía eigast við í æfingaleik í kvöld.
Þýskaland og Ítalía eigast við í æfingaleik í kvöld. Alex Grimm/Getty Images

Sportið hefur heldur hægt um sig á þessum fyrsta mánudegi desembermánaðar, en þó eru þrjár útsendingar á dagskrá sem vert er að fylgjast með.

Eins og alla mánudaga verður Lögmál leiksins á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 þar sem helstu körfuboltasérfræðingar landsins fara yfir allt það helsta úr heimi NBA-deildarinnar. 

Þá mætast Þýskaland og Ítalía í æfingaleik kvenna í knattspyrnu og Rangers og Devils eigast við í NHL-deildinni í íshokkí.

Stöð 2 Sport 2

20:00 Lögmál leiksins (NBA)

Vodafone Sport

19:20 Þýskaland - Ítalía (Æfingaleikur)

00:05 Rangers - Devils (NHL)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×