„Heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu í æfingahóp sinn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 15:55 Hákon Rafn Valdimarsson þótti standa sig vel í marki Gróttu en samherjar hans heilluðu menn ekki í leiknum við Breiðablik. VÍSIR/DANÍEL Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05