Ásmundur nýtur trausts hjá Fjölni: „Stöndum við bakið á okkar manni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 12:04 Úr leik Fylkis og Fjölnis í gær. Árbæingar unnu 2-0 sigur með mörkum Ásgeirs Eyþórssonar og Valdimars Þór Ingimundarsonar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04