Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 14:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins um langt árabil og ver einnig mark Vals sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/VILHELM Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af. Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af.
Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti