Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Fylkir 2-1 | Öflugur sigur nýliðanna Atli Arason skrifar 29. ágúst 2020 18:02 Fylkiskonur hafa verið í efri hluta deildarinnar í sumar. VÍSIR/BÁRA Nýliðar Þróttar nældu sér í mikilvæg þrjú stig í Laugardalnum í dag er þær unnu Fylki 2-1. Fylkiskonur byrjuðu leikinn betur. Á 14 mínútu skoraði Fylkir fyrsta mark leiksins og var það vægast sagt afar skrítið mark þegar það kemur hár bolti inn í vítateig Þróttar og Morgan Goff, framherji Þróttar, hefur tíma til að hreinsa en virðist ætla að skilja boltann eftir fyrir Friðriku markvörð en einhvern veginn skoppar knötturinn yfir þær báðar og berst hann á Guðrúnu Karítas, leikmann Fylkis sem potar knettinum í autt netið og kemur Fylki í 0-1. Eftir mark Fylkis tóku Þróttarar öll völd á vellinum. Hápressa Þróttar á vörn Fylkis skilaði miklum árangri og gaf Þrótturum nokkur hættuleg tækifæri. Á 36. mínútu skoraði Þróttur jöfnunarmark eftir að hafa unnið boltann af Fylkisvörninni sem var að reyna að spila boltanum upp. Stephanie Riberio fær boltann og á gott skot á markið sem Cecilía í marki Fylkis ver vel en nær ekki að halda og boltinn fellur fyrir Ólöfu Kristinsdóttur sem setur boltann í netið áður en Cecilía nær að koma sér aftur í stöðu. Við jöfnunarmarkið tók stúkan við sér, en 90 áhorfendur voru á leiknum í dag eftir að yfirvöld gáfu leyfi fyrir áhorfendum á íþróttaleikjum seint í gærkvöldi. Voru Þróttarar vel studdar af sínu fólki í dag og virtust þær tvíeflast við stuðninginn þar sem að einungis 5 mínútum eftir jöfnunarmarkið voru Þróttarar komnar 2-1 yfir. Andrea Rut á þá skemmtilega stoðsendingu á Stephanie Riberio sem tekur eina snertingu áður hún neglir boltanum með fram jörðinni í fjærhornið. Þróttur fór því með 2-1 forystu í hálfleikinn. Fylkiskonur komu svo mun hvassari til leiks í seinni hálfleik og yfirspiluðu þær Þróttara á stórum köflum í upphafi seinni hálfleiksins án þess þó að skapa sér einhver almennileg marktækifæri. Á 69. mínútu dróg til tíðinda þegar Fylkir vildi fá vítaspyrnu en fékk ekki. Var þetta fyrsta tilkall Fylkis til vítaspyrnu af þremur sem áttu sér stað næstu fimm mínúturnar. Í fyrsta atvikinu virðist eins og brotið sé á Bryndísi Níelsdóttur, leikmanni Fylkis sem lág lengi eftir í vítateig Þróttar. Á 73 vildu einhverjir árbæingar meina að boltinn hefði farið í hönd varnarmanns Þróttar innan vítateigs, en aftur var ekkert dæmt. Í sömu sókn fellur Margrét Ástvaldsdóttir innan vítateigs en Ásmundur dómari hafði engan áhuga að flauta á þetta. Þróttur átti svo svör við öllum sóknaraðgerðum Fylkis þar sem eftir lifði leiks og fengu þær því bráðnauðsynleg 3 stig sem munu hjálpa þeim í baráttunni að halda sér áfram í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Af hverju vann Þróttur? Þær voru mun ákveðnari og töluvert meiri kraftur í þeim í dag. Það má eiginlega skrifa að Þróttur hafi viljað þetta meira í dag. Hverjir stóðu upp úr? Stephanie Riberio skoraði sigurmarkið í dag og lagði eiginlega upp fyrra markið með föstu skoti sínu sem Cecilía markvörður Fylkis gat ekki haldið. Jelena og Ólöf í liði Þróttar áttu einnig góða leiki. Fylkisliðið hefur oft átt betri daga en í dag. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var oft ekki upp á marga fiska og náðu nýliðar Þróttar að spila þær í sundur oftar en einu sinni í dag. Cecilía Rán, sem hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðuna sína á þessu tímabili hefði getað gert betur í fyrra marki Þróttar. Friðrika Arnardóttir sem stóð í markinu hinu megin er þó stál heppinn að mistökin hennar í marki Fylkis spili ekki stærra hlutverk í úrslitum þessa leiks. Hvað gerist næst? Þar sem að FH tapaði gegn Selfoss á sama tíma og þessi leikur fram þýða þessi úrslit að Þróttur stekkur upp úr fallsæti og í það áttunda með 10 stig. KR er í níunda sæti með 7 stig en á þó þrjá leiki til góða á Þrótt. Þrótti bíður erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð er þær mæta Breiðabliki á heimavelli. Fyrir Fylki þýðir tapið að Selfoss hefur stokkið upp fyrir þær með betri markatölu, eftir sigur Selfoss á FH. Fylkir spilar svo við Þór/KA á sunnudaginn næsta. Friðrika Arnardóttir: Ekki samkvæmt þeim standard sem ég vil hafa á sjálfri mér Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, var glöð en þreytt eftir leik. „Þetta var rosalegur leikur. Ég er frekar búinn á því andlega og líkamlega,“ sagði Friðrika glöð við fréttaritara eftir leik sem spurði til baka hvort þessi þrjú stig í dag hefðu ekki verið mikilvæg fyrir Þrótt fyrir þá vegferð sem liðið er á. „Þetta keyrir okkur í gang. Við eigum þetta svo skilið þar sem við erum búnar að fá allt of fá stig undanfarið miðað við baráttuna í okkur þannig að ég held að þetta sé bara byrjunin á þremur stigum út restina,“ sagði Friðrika ansi kokhraust. Þróttur lenti eins og áður sagði marki undir í leiknum, en markið sem Fylkir skoraði var vægast sagt skrítið fótboltamark. „Þetta var mjög klaufalegt og ekki samkvæmt þeim standard sem ég vil hafa á sjálfri mér en þetta kemur fyrir eins og hjá flest öllum og ég verð bara að læra af þessu, taka þetta með í næsta leik og gera betur,“ sagði Friðrika að lokum. Guðrún Karítas Sigurðardóttir: Við vorum miklu betri í seinni hálfleik Það var Guðrún sem skoraði þetta skrítna mark Fylkis í fyrri hálfleik. Aðspurð hvernig þetta mark kom við henni sagði Guðrún: „Markmaðurinn nær einhvern veginn ekki að grípa boltann og missir hann yfir sig og ég næ að pota honum í autt markið“ Guðrún var afar svekkt eins og allt Fylkisliðið í leikslok en þær ætluðu sér meira úr þessum leik. „Þetta var frekar súrt. Við ætluðum að koma og taka þrjú stig en það gekk ekki í dag. Við spiluðum fyrri hálfleikinn ekki vel en við vorum miklu betri í seinni hálfleik en við þurfum bara að nýta færin eða koma okkur í betri færi,“ sagði Guðrún eftir leik. Guðrún er samt kokhraust á framhaldið hjá Fylki og markmið Fylkiskvenna eru skýr. „Við tökum bara næsta leik og stefnum á þrjú stig þar sem að markmiðið er alltaf að vinna leikina okkar. Markmið liðsins er að halda þriðja sætinu og við stefnum að því að gera betur en í fyrra,“ sagði Guðrún Karítas Sigurðardóttir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Þróttur Reykjavík
Nýliðar Þróttar nældu sér í mikilvæg þrjú stig í Laugardalnum í dag er þær unnu Fylki 2-1. Fylkiskonur byrjuðu leikinn betur. Á 14 mínútu skoraði Fylkir fyrsta mark leiksins og var það vægast sagt afar skrítið mark þegar það kemur hár bolti inn í vítateig Þróttar og Morgan Goff, framherji Þróttar, hefur tíma til að hreinsa en virðist ætla að skilja boltann eftir fyrir Friðriku markvörð en einhvern veginn skoppar knötturinn yfir þær báðar og berst hann á Guðrúnu Karítas, leikmann Fylkis sem potar knettinum í autt netið og kemur Fylki í 0-1. Eftir mark Fylkis tóku Þróttarar öll völd á vellinum. Hápressa Þróttar á vörn Fylkis skilaði miklum árangri og gaf Þrótturum nokkur hættuleg tækifæri. Á 36. mínútu skoraði Þróttur jöfnunarmark eftir að hafa unnið boltann af Fylkisvörninni sem var að reyna að spila boltanum upp. Stephanie Riberio fær boltann og á gott skot á markið sem Cecilía í marki Fylkis ver vel en nær ekki að halda og boltinn fellur fyrir Ólöfu Kristinsdóttur sem setur boltann í netið áður en Cecilía nær að koma sér aftur í stöðu. Við jöfnunarmarkið tók stúkan við sér, en 90 áhorfendur voru á leiknum í dag eftir að yfirvöld gáfu leyfi fyrir áhorfendum á íþróttaleikjum seint í gærkvöldi. Voru Þróttarar vel studdar af sínu fólki í dag og virtust þær tvíeflast við stuðninginn þar sem að einungis 5 mínútum eftir jöfnunarmarkið voru Þróttarar komnar 2-1 yfir. Andrea Rut á þá skemmtilega stoðsendingu á Stephanie Riberio sem tekur eina snertingu áður hún neglir boltanum með fram jörðinni í fjærhornið. Þróttur fór því með 2-1 forystu í hálfleikinn. Fylkiskonur komu svo mun hvassari til leiks í seinni hálfleik og yfirspiluðu þær Þróttara á stórum köflum í upphafi seinni hálfleiksins án þess þó að skapa sér einhver almennileg marktækifæri. Á 69. mínútu dróg til tíðinda þegar Fylkir vildi fá vítaspyrnu en fékk ekki. Var þetta fyrsta tilkall Fylkis til vítaspyrnu af þremur sem áttu sér stað næstu fimm mínúturnar. Í fyrsta atvikinu virðist eins og brotið sé á Bryndísi Níelsdóttur, leikmanni Fylkis sem lág lengi eftir í vítateig Þróttar. Á 73 vildu einhverjir árbæingar meina að boltinn hefði farið í hönd varnarmanns Þróttar innan vítateigs, en aftur var ekkert dæmt. Í sömu sókn fellur Margrét Ástvaldsdóttir innan vítateigs en Ásmundur dómari hafði engan áhuga að flauta á þetta. Þróttur átti svo svör við öllum sóknaraðgerðum Fylkis þar sem eftir lifði leiks og fengu þær því bráðnauðsynleg 3 stig sem munu hjálpa þeim í baráttunni að halda sér áfram í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Af hverju vann Þróttur? Þær voru mun ákveðnari og töluvert meiri kraftur í þeim í dag. Það má eiginlega skrifa að Þróttur hafi viljað þetta meira í dag. Hverjir stóðu upp úr? Stephanie Riberio skoraði sigurmarkið í dag og lagði eiginlega upp fyrra markið með föstu skoti sínu sem Cecilía markvörður Fylkis gat ekki haldið. Jelena og Ólöf í liði Þróttar áttu einnig góða leiki. Fylkisliðið hefur oft átt betri daga en í dag. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var oft ekki upp á marga fiska og náðu nýliðar Þróttar að spila þær í sundur oftar en einu sinni í dag. Cecilía Rán, sem hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðuna sína á þessu tímabili hefði getað gert betur í fyrra marki Þróttar. Friðrika Arnardóttir sem stóð í markinu hinu megin er þó stál heppinn að mistökin hennar í marki Fylkis spili ekki stærra hlutverk í úrslitum þessa leiks. Hvað gerist næst? Þar sem að FH tapaði gegn Selfoss á sama tíma og þessi leikur fram þýða þessi úrslit að Þróttur stekkur upp úr fallsæti og í það áttunda með 10 stig. KR er í níunda sæti með 7 stig en á þó þrjá leiki til góða á Þrótt. Þrótti bíður erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð er þær mæta Breiðabliki á heimavelli. Fyrir Fylki þýðir tapið að Selfoss hefur stokkið upp fyrir þær með betri markatölu, eftir sigur Selfoss á FH. Fylkir spilar svo við Þór/KA á sunnudaginn næsta. Friðrika Arnardóttir: Ekki samkvæmt þeim standard sem ég vil hafa á sjálfri mér Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, var glöð en þreytt eftir leik. „Þetta var rosalegur leikur. Ég er frekar búinn á því andlega og líkamlega,“ sagði Friðrika glöð við fréttaritara eftir leik sem spurði til baka hvort þessi þrjú stig í dag hefðu ekki verið mikilvæg fyrir Þrótt fyrir þá vegferð sem liðið er á. „Þetta keyrir okkur í gang. Við eigum þetta svo skilið þar sem við erum búnar að fá allt of fá stig undanfarið miðað við baráttuna í okkur þannig að ég held að þetta sé bara byrjunin á þremur stigum út restina,“ sagði Friðrika ansi kokhraust. Þróttur lenti eins og áður sagði marki undir í leiknum, en markið sem Fylkir skoraði var vægast sagt skrítið fótboltamark. „Þetta var mjög klaufalegt og ekki samkvæmt þeim standard sem ég vil hafa á sjálfri mér en þetta kemur fyrir eins og hjá flest öllum og ég verð bara að læra af þessu, taka þetta með í næsta leik og gera betur,“ sagði Friðrika að lokum. Guðrún Karítas Sigurðardóttir: Við vorum miklu betri í seinni hálfleik Það var Guðrún sem skoraði þetta skrítna mark Fylkis í fyrri hálfleik. Aðspurð hvernig þetta mark kom við henni sagði Guðrún: „Markmaðurinn nær einhvern veginn ekki að grípa boltann og missir hann yfir sig og ég næ að pota honum í autt markið“ Guðrún var afar svekkt eins og allt Fylkisliðið í leikslok en þær ætluðu sér meira úr þessum leik. „Þetta var frekar súrt. Við ætluðum að koma og taka þrjú stig en það gekk ekki í dag. Við spiluðum fyrri hálfleikinn ekki vel en við vorum miklu betri í seinni hálfleik en við þurfum bara að nýta færin eða koma okkur í betri færi,“ sagði Guðrún eftir leik. Guðrún er samt kokhraust á framhaldið hjá Fylki og markmið Fylkiskvenna eru skýr. „Við tökum bara næsta leik og stefnum á þrjú stig þar sem að markmiðið er alltaf að vinna leikina okkar. Markmið liðsins er að halda þriðja sætinu og við stefnum að því að gera betur en í fyrra,“ sagði Guðrún Karítas Sigurðardóttir að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti