Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-4 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika Andri Már Eggertsson skrifar 6. september 2020 21:05 Agla María Albertsdóttir skoraði tvívegis í kvöld. VÍSIR/VILHELM Breiðablik vann nýliða Þróttar Reykjavíkur örugglega í Laugardalnum í Pepsi Max deild kvenna í kvöld, lokatölur 4-0 Blikum í vil. Breiðablik kom inn í leikinn með tap á bakinu eftir síðustu umferð og var því mikilvægt fyrir þær að vinna þar sem búið er að opna topp baráttuna upp á gátt. Gangur leiksins Það vantaði ekki færin fyrstu 45 mínútur leiksins. Þróttur byrjaði leikinn af miklum krafti og fékk Stephanie Riberio tvö hörku færi í upphafi leiks sem henni tókst ekki að nýta sér. Sóknir Þróttar héldu áfram þar sem Kristín Dís bjargaði sínu liði frá því að Stephanie Riberio kæmi Þrótti yfir eftir miklan dans í teig Blika. Eftir tæpan 35 mínútna leik braut Alexandra Jóhannsdóttir ísinn fyrir Breiðablik þar sem Sveindís Jane kom með góða sendingu fyrir markið þar skallaði Alexandra boltann af stuttu færi í markið. Sonný Lára Þráinsdóttir átti eina af markvörslum sumarsins þegar hún varði stórkostlega frá Morgan Goff sem átti gott skot rétt fyrir utan teig. Breiðablik var með öll völd í seinni hálfleik þar sem liðið hljóp yfir Þróttarana á öllum stundum. Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Blika eftir góðan undirbúning frá Karólínu sem kom botlanum inn í teiginn sen Agla María nýtti sér með góðu skoti. Frábær sókn Blika leit dagsins ljós þegar Agla María kom með frábæra sendingu frá miðjunni á hægri kantinn þar sem Karólína var ein á auðum sjó þar sem hún renndi boltanum á Alexöndru Jóhannsdóttur sem skoraði annað mark sitt. Agla María Albertsdóttir skoraði síðan annað mark sitt eftir að Sveindís Jane átti allan undirbúninginn þar sem hún splundraði vörn Þróttar en hrasaði þegar hún var kominn ein í gegn og boltinn fór þar á Öglu Maríu sem afgreiddi færið. Af hverju vann Breiðablik? Gæði Blika eru talsvert meiri en hjá Þrótti. Þær sýndu þolinmæði þó þær voru ekki að ná að skapa sér mörg færi í upphafi leiks. Eftir að Breiðablik skoraði fyrsta markið hlupu þær yfir Þróttarana og rúlluðu yfir seinni hálfleikinn þar sem þær skoruðu 3 frábær mörk og gáfu enginn færi á sig, Hverjar stóðu upp úr? Sveindís Jane skoraði ekki í leiknum en var frábær hún lagði upp tvö mörk og átti alveg síðasta mark Blika sem Agla María skoraði eftir að hafa splundrað vörn Þróttar. Fremstu fjórar hjá Blikum voru allar á deginum sínum í dag, tríóið fyrir aftan Sveindísi, Karólína, Alexandra og Agla María komu allar að mörkum Blika og áttu þær seinni hálfleikinn þar sem þær hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þróttar í seinni hálfleik var ekki til útflutnings þar sem þær gáfu Blikunum alltof mikinn tíma til að stilla sig af í sóknarleiknum. Þróttur voru alveg meðvitaðar um getu muninn á liðunum sem kom í ljós eftir að Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins sem virtist slökkva á allri trú Þróttar um að ná úrslitum í þessum leik. Hvað er framundan? Mótið er þétt um þessar mundir og eru bæði lið að spila í miðri viku. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli og á sama degi koma stelpurnar frá Þór/KA í heimsókn á Eimskipsvöllinn. Nik Chamberlain vældi yfir dómgæslu að leik loknum.Mynd/Þróttur Nik Chamberlain: Öll vafaatriði voru dæmt í hag Blika „Mér fannst fyrri hálfleikurinn hjá okkur stórkostlegur við fengum fullt af færum til að skora sem hefur verið saga sumarsins að okkur tekst ekki að nýta færin,” sagði Nik sem var mjög svekktur með að liðið nýtti ekki færin sín á móti eins sterku liði og Breiðablik er. Nik var hundfúll með að liðið náði ekki að skora allavega eitt mark í leiknum því þær voru líka óheppnar í seinni hálfleik þar sem boltinn fór í stöngina og út, Nik trúir því að leikurinn myndi enda öðruvísi hefði hans stelpur skorað 1-2 mörk úr öllum þessum færum sem þær fengu. „Mér fannst við alveg vera í leiknum í seinni hálfleik en annað markið hjá Blikum gerði okkur erfitt fyrir, ég er ánægður með að stelpurnar gáfust aldrei upp. Að lenda 2-0 undir á móti Breiðablik er alltaf mjög erfitt.” Nik Anthony var ekki ánægður með dómara leiksins og uppskar gult spjald í leiknum fyrir mótmæli. „Öll 50/50 dómgæsla var í hag Breiðabliks það hjálpaði okkur ekki og er það orðið mjög pirrandi fyrir leikmennina mína. Í fyrri hálfleik þá var augljóslega stoppuð skyndisókn okkar sem er gult spjald en dómarinn sagði að hann sleppti sambærilegu atviki hjá Blikum síðan fáum við gult fyrir eitt lítið brot sem hefur verið saga sumarsins dómaranir dæma gult eftir hentugleika,” sagði Nik sem var mjög ósáttur út í dómgæslu leiksins. Næsti leikur Þróttar er mjög mikilvægur í þeirra barráttu þar sem þær fá heimaleik á móti Þór/KA Nik var bjartsýnn á framhaldið þar sem næstu leikir Þróttar eru á móti liðum í kringum þær. Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Steini Halldórs: Það finnst öllum skemmtilegra að spila heldur en að æfa Síðasti leikur 13. umferðar í Pepsi Max deild kvenna var leikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Lauk honum með 4-0 sigri gestanna úr Kópavogi. 6. september 2020 22:00
Breiðablik vann nýliða Þróttar Reykjavíkur örugglega í Laugardalnum í Pepsi Max deild kvenna í kvöld, lokatölur 4-0 Blikum í vil. Breiðablik kom inn í leikinn með tap á bakinu eftir síðustu umferð og var því mikilvægt fyrir þær að vinna þar sem búið er að opna topp baráttuna upp á gátt. Gangur leiksins Það vantaði ekki færin fyrstu 45 mínútur leiksins. Þróttur byrjaði leikinn af miklum krafti og fékk Stephanie Riberio tvö hörku færi í upphafi leiks sem henni tókst ekki að nýta sér. Sóknir Þróttar héldu áfram þar sem Kristín Dís bjargaði sínu liði frá því að Stephanie Riberio kæmi Þrótti yfir eftir miklan dans í teig Blika. Eftir tæpan 35 mínútna leik braut Alexandra Jóhannsdóttir ísinn fyrir Breiðablik þar sem Sveindís Jane kom með góða sendingu fyrir markið þar skallaði Alexandra boltann af stuttu færi í markið. Sonný Lára Þráinsdóttir átti eina af markvörslum sumarsins þegar hún varði stórkostlega frá Morgan Goff sem átti gott skot rétt fyrir utan teig. Breiðablik var með öll völd í seinni hálfleik þar sem liðið hljóp yfir Þróttarana á öllum stundum. Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Blika eftir góðan undirbúning frá Karólínu sem kom botlanum inn í teiginn sen Agla María nýtti sér með góðu skoti. Frábær sókn Blika leit dagsins ljós þegar Agla María kom með frábæra sendingu frá miðjunni á hægri kantinn þar sem Karólína var ein á auðum sjó þar sem hún renndi boltanum á Alexöndru Jóhannsdóttur sem skoraði annað mark sitt. Agla María Albertsdóttir skoraði síðan annað mark sitt eftir að Sveindís Jane átti allan undirbúninginn þar sem hún splundraði vörn Þróttar en hrasaði þegar hún var kominn ein í gegn og boltinn fór þar á Öglu Maríu sem afgreiddi færið. Af hverju vann Breiðablik? Gæði Blika eru talsvert meiri en hjá Þrótti. Þær sýndu þolinmæði þó þær voru ekki að ná að skapa sér mörg færi í upphafi leiks. Eftir að Breiðablik skoraði fyrsta markið hlupu þær yfir Þróttarana og rúlluðu yfir seinni hálfleikinn þar sem þær skoruðu 3 frábær mörk og gáfu enginn færi á sig, Hverjar stóðu upp úr? Sveindís Jane skoraði ekki í leiknum en var frábær hún lagði upp tvö mörk og átti alveg síðasta mark Blika sem Agla María skoraði eftir að hafa splundrað vörn Þróttar. Fremstu fjórar hjá Blikum voru allar á deginum sínum í dag, tríóið fyrir aftan Sveindísi, Karólína, Alexandra og Agla María komu allar að mörkum Blika og áttu þær seinni hálfleikinn þar sem þær hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þróttar í seinni hálfleik var ekki til útflutnings þar sem þær gáfu Blikunum alltof mikinn tíma til að stilla sig af í sóknarleiknum. Þróttur voru alveg meðvitaðar um getu muninn á liðunum sem kom í ljós eftir að Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins sem virtist slökkva á allri trú Þróttar um að ná úrslitum í þessum leik. Hvað er framundan? Mótið er þétt um þessar mundir og eru bæði lið að spila í miðri viku. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli og á sama degi koma stelpurnar frá Þór/KA í heimsókn á Eimskipsvöllinn. Nik Chamberlain vældi yfir dómgæslu að leik loknum.Mynd/Þróttur Nik Chamberlain: Öll vafaatriði voru dæmt í hag Blika „Mér fannst fyrri hálfleikurinn hjá okkur stórkostlegur við fengum fullt af færum til að skora sem hefur verið saga sumarsins að okkur tekst ekki að nýta færin,” sagði Nik sem var mjög svekktur með að liðið nýtti ekki færin sín á móti eins sterku liði og Breiðablik er. Nik var hundfúll með að liðið náði ekki að skora allavega eitt mark í leiknum því þær voru líka óheppnar í seinni hálfleik þar sem boltinn fór í stöngina og út, Nik trúir því að leikurinn myndi enda öðruvísi hefði hans stelpur skorað 1-2 mörk úr öllum þessum færum sem þær fengu. „Mér fannst við alveg vera í leiknum í seinni hálfleik en annað markið hjá Blikum gerði okkur erfitt fyrir, ég er ánægður með að stelpurnar gáfust aldrei upp. Að lenda 2-0 undir á móti Breiðablik er alltaf mjög erfitt.” Nik Anthony var ekki ánægður með dómara leiksins og uppskar gult spjald í leiknum fyrir mótmæli. „Öll 50/50 dómgæsla var í hag Breiðabliks það hjálpaði okkur ekki og er það orðið mjög pirrandi fyrir leikmennina mína. Í fyrri hálfleik þá var augljóslega stoppuð skyndisókn okkar sem er gult spjald en dómarinn sagði að hann sleppti sambærilegu atviki hjá Blikum síðan fáum við gult fyrir eitt lítið brot sem hefur verið saga sumarsins dómaranir dæma gult eftir hentugleika,” sagði Nik sem var mjög ósáttur út í dómgæslu leiksins. Næsti leikur Þróttar er mjög mikilvægur í þeirra barráttu þar sem þær fá heimaleik á móti Þór/KA Nik var bjartsýnn á framhaldið þar sem næstu leikir Þróttar eru á móti liðum í kringum þær.
Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Steini Halldórs: Það finnst öllum skemmtilegra að spila heldur en að æfa Síðasti leikur 13. umferðar í Pepsi Max deild kvenna var leikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Lauk honum með 4-0 sigri gestanna úr Kópavogi. 6. september 2020 22:00
Steini Halldórs: Það finnst öllum skemmtilegra að spila heldur en að æfa Síðasti leikur 13. umferðar í Pepsi Max deild kvenna var leikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Lauk honum með 4-0 sigri gestanna úr Kópavogi. 6. september 2020 22:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti