Rafíþróttir

Dusty í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends

Samúel Karl Ólason skrifar
Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi.
Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi.

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty er komið í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends. Tvö þúsund manns fylgdust með liðinu sigra sænska stórliðið Singularity í síðasta leik deildarkeppninnar.

Norðurlandamótið í League of Legends er haldið tvisvar á ári en til þess að komast í mótið þarf liðið að vinna sig upp úr undankeppninni sem saman stendur af hundruðum liða. Þetta er annað tímabilið í röð sem Dusty kemst í undanúrslit í keppninni og getur ekkert lið á Norðurlöndunum státað sig af sambærilegum árangri. Það er til mikils að vinna í mótinu því efstu tvö liðin geta tryggt sér væn peningaverðlaun ásamt því að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, EU Masters.

Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi. Nánari upplýsingar um leikinn er hægt að finna á samfélagsmiðlum liðsins.

Lið Dusty samanstendur af Íslendingunum Aroni Gabríel Guðmundssyni, Páli Minh Phuong og Garðari Snæ Björnssyni ásamt Tyrkjanum Emin Aydin, Svíanum Markus Tobin og Dananum Tobias Bryder.






×