Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 16:50 Þinghald í málinu var lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá. Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá.
Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17
Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32