Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 20:01 Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira