Vill fá Tiger Woods með sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 10:30 Tiger Woods missir af öllu þessu tímabili vegna afleiðinga bílslyssins og óvíst er með framhaldið eftir það. Getty/Ben Jared/ Steve Stricker, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, hefur verið í sambandi við Tiger Woods um að vera varafyrirliði liðsins í haust. Það er ekki enn ljóst hvort að Tiger geti verið á staðnum en það er augljóst að fyrirliðinn vill hafa hann með sér. Steve Stricker ræddi Tiger Woods og hlutverk hans í haust á blaðamannafundi fyrir PGA meistaramótið í golfi sem hefst í dag. „Ég hef talað við hann. Ég veit samt ekki hvort við séum komnir svo langt að hann sé tilbúinn að staðfesta að hann verði þar,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods could be involved with Ryder Cup, US captain claims https://t.co/DJj2mprVEc— The Independent (@Independent) May 19, 2021 „Það er enn mikið í gangi hjá honum en hann var léttur í lundu þegar ég ræddi við hann síðast. Við ræddum saman á Zoom í síðustu viku og það er eins og hann sé á betri stað. Hann á samt langa leið fyrir höndum,“ sagði Stricker. „Ég myndi elska það að hafa hann þarna. Hver vildi það ekki? Strákarnir bera mikla virðingu fyrir honum og hann stóð sig frábærlega sem fyrirliði Forsetabikarsliðsins árið 2019. Hann var líka aðstoðarmaður minn á Forsetabikarnum 2017 og stóð sig þá ótrúlega vel,“ sagði Stricker. „Hann er tilbúinn að gera allt fyrir þig og hann er í þessu af fullum hug. Svo mikið að oftast er hann mættur of snemma og farinn of seint. Þá þarf maður stundum að segja við hann. Heyrðu við eigum eftir nokkra mánuði í þessu,“ sagði Stricker. U.S. Ryder Cup captain Steve Stricker offered an update Wednesday on Tiger Woods and where he stands as a vice captain for Whistling Straits. https://t.co/42fB4UwvvX pic.twitter.com/LA97OEFZF9— Golf Central (@GolfCentral) May 19, 2021 „Tiger er mjög góður aðstoðarmaður og ég væri heldur betur til í að hafa hann með mér ef það væri mögulegt,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods er eins og flestir vita að jafna sig eftir bílslys 23. febrúar síðastliðinn þar sem hann mölbraut á sér hægri fótinn og fór illa með ökklann. Það hefur lítið heyrst um endurhæfingu Tigers nema þá helst í gegnum kylfingana Rory McIlroy, Justin Thomas og Rickie Fowler sem hafa allir fengið að heimsækja hann. Woods hefur einnig birt eina mynd af sér á hækjum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það er ekki enn ljóst hvort að Tiger geti verið á staðnum en það er augljóst að fyrirliðinn vill hafa hann með sér. Steve Stricker ræddi Tiger Woods og hlutverk hans í haust á blaðamannafundi fyrir PGA meistaramótið í golfi sem hefst í dag. „Ég hef talað við hann. Ég veit samt ekki hvort við séum komnir svo langt að hann sé tilbúinn að staðfesta að hann verði þar,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods could be involved with Ryder Cup, US captain claims https://t.co/DJj2mprVEc— The Independent (@Independent) May 19, 2021 „Það er enn mikið í gangi hjá honum en hann var léttur í lundu þegar ég ræddi við hann síðast. Við ræddum saman á Zoom í síðustu viku og það er eins og hann sé á betri stað. Hann á samt langa leið fyrir höndum,“ sagði Stricker. „Ég myndi elska það að hafa hann þarna. Hver vildi það ekki? Strákarnir bera mikla virðingu fyrir honum og hann stóð sig frábærlega sem fyrirliði Forsetabikarsliðsins árið 2019. Hann var líka aðstoðarmaður minn á Forsetabikarnum 2017 og stóð sig þá ótrúlega vel,“ sagði Stricker. „Hann er tilbúinn að gera allt fyrir þig og hann er í þessu af fullum hug. Svo mikið að oftast er hann mættur of snemma og farinn of seint. Þá þarf maður stundum að segja við hann. Heyrðu við eigum eftir nokkra mánuði í þessu,“ sagði Stricker. U.S. Ryder Cup captain Steve Stricker offered an update Wednesday on Tiger Woods and where he stands as a vice captain for Whistling Straits. https://t.co/42fB4UwvvX pic.twitter.com/LA97OEFZF9— Golf Central (@GolfCentral) May 19, 2021 „Tiger er mjög góður aðstoðarmaður og ég væri heldur betur til í að hafa hann með mér ef það væri mögulegt,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods er eins og flestir vita að jafna sig eftir bílslys 23. febrúar síðastliðinn þar sem hann mölbraut á sér hægri fótinn og fór illa með ökklann. Það hefur lítið heyrst um endurhæfingu Tigers nema þá helst í gegnum kylfingana Rory McIlroy, Justin Thomas og Rickie Fowler sem hafa allir fengið að heimsækja hann. Woods hefur einnig birt eina mynd af sér á hækjum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti