Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2021 21:11 Fjölnismönnum mistókst að komast í átta liða úrslit bikarsins. Vísir/Vilhelm Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. Leikurinn byrjaði með látum en strax á fimmtu mínútu komst Lúkas Logi Heimisson einn á móti markverði en náði einungis að hitta slána með skoti sínu. Boltanum var hreinsað í horn en úr hornspyrnunni kom fyrsta markið. Í textalýsingunni var það skráð að Arnór Breki Ásþórsson hefði skorað beint úr hornspyrnunni en að betur athuguðu máli átti hornspyrna hans viðkomu í Bergvini Fannari Helgasyni og þaðan fór boltinn í markið. Sjálfsmark var það og Fjölnismenn komnir með forskotið. Leikurinn einkenndist svo af því að liðin skiptust á að hafa boltann og áttu fínar sóknaraðgerðir án þess þó að skapa sér almennileg færi. Fjölnismenn tvöfölduðu forskot sitt á 27. mínútu þegar Lúkas Logi Heimisson fékk boltann vinstra megin í teignum og náði að mynda sér pláss þannig að hann gat náð skoti og lagt boltann í nærhornið framhjá markverðinum. Leikurinn var síðan í fínu jafnvægi en hægt var að færa rök fyrir því að forskot Fjölnismanna væri verðskuldað en að sama skapi hefðu ÍR-ingar getað verið nær þeim en þeir fengu nokkur hálffæri í fyrri hálfleik. Þar á meðal var bjargað á marklínu þegar Bergvin Fannar fékk fínt færi eftir hornspyrnu. Flautað var til hálfleiks en engan gat grunað hvað átti eftir að gerast í seinni hálfleik. ÍR-ingar komu ákveðnari út í seinni hálfleikinn og var það þannig að það var ekki spurning hvort heldur hvenær þeir myndu ná að setja mark á Fjölni. Þeir þurftu þó ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu sem kom á 56. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Reynir Haraldsson fékk þá boltann utarlega í vítateignum og bjó sér til pláss til að ná skoti með hægri fæti á markið. Sendi hann boltann í flottum boga fram hjá markverði heimamanna og forskot þeirra helmingað. Þremur mínútum síðar fékk Reynir boltann á vinstri kantinum og tók hann á rás. Hann, að eigin sögn, sá að markvörðurinn stæði nokkuð utarlega í teignum og ákvað að taka skotið og vona það besta. Það var góð ákvörðun því markvörðurinn náði ekki að komast betur í boltann en svo að hann sló hann í netið. Líklega var boltinn þó kominn yfir línuna. Þar með var staðan jöfn en fjörið var ekki búið því tveimur mínútum seinna, á þeirri 61., fengu ÍR-ingar vítaspyrnu. Það var pínu darraðadans inn í teig Fjölnis og féll ÍR-ingur við og dæmd var vítaspyrna. Reynir fór á vítapunktinn og átti ekki í miklum vandræðum með að skora, koma gestunum yfir og fullkomna þrennuna sína. Fjölnismenn voru skiljanlega slegnir út af laginu við þennan atgang en þeir mættu ekki nógu ákafir út í seinni hálfleikinn og því miður þá supu þeir seyðið af því á þessum fimm mínútna kafla. Þeir rönkuðu þó við sér skömmu síðar og fóru að herja á vörn ÍR. Gestirnir voru þó tilbúnir í þá baráttu sem þurfti til að klára leikinn en varnarleikur þeirra var með miklum ágætum þar sem menn renndu sér í allar tæklingar og markvörður þeirra sá um að halda sínu búri hreinu í seinni hálfleik. Þeir uppskáru því sigurinn og voru fagnaðarlæti þeirra mikil og ósvikin. Lokatölur 2-3 og ÍR verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Afhverju vann ÍR? Þjálfari þeirra notaði orðið stálvilji þegar hann lýsti því hvernig hans menn unnu leikinn. Þeir létu það lítið á sig fá að vera tveimur mörkum undir og mættu út í seinni hálfleikinn ákveðnir og tilbúnir að gera það sem þurfti til að vinna leikinn. Fjölnismenn aftur á móti mættu ekki til leiks í seinni hálfleik fyrr en skaðinn var skeður og súpa seyðið af því. Bestur á vellinum? Það er enginn spurningu um það. Reynir Haraldsson er sá sem hlýtur nafnbótina maður leiksins. Hann átti nokkrar góðar hornspyrnur og fyrirgjafir í fyrri hálfleik sem næstum því sköpuðu usla í vörn heimamanna en fann svo heldur betur fjöl sína í þeim seinni. Mörkin voru góð og vel tekin og hann sýndi að það eru gæði í fótunum hans. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk illa að skapa færi en Fjölnir nýtti tvö af sínum færum. Í seinni hálfleik gekk Fjölni síðan illa að verjast þegar ÍR fór að skapa sér færi. Hvað næst? ÍR verður með í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en Fjölnir þarf að sleikja sárin og undirbúa sig undir að klára Lengjudeildina. Þeir ná líklegast ekki að gera atlögu að því að komast upp úr þessu en það þarf að klára þetta með sóma. ÍR-ingum getur farið að hlakka til til áframhaldandi þátttöku í bikarnum og því að reyna að færa stemmninguna sem myndast í bikarleikjum þeirra inn í deildarleikina. Ásmundur Arnarsson: Gjörsamlega óásættanlegt og óskiljanlegt Þjálfari Fjölnis var skiljanlega hissa og svo ósáttur við sína menn eftir leik kvöldsins en þeir virtust hafa fín tök á leiknum í hálfleik en svo glötuðu þeir honum úr höndunum. Hann var spurður að því hvað hefði gerst. „Frábær spurning. Þetta er eiginlega ótrúlegt afrek að glopra þessu niður á þetta stuttum tíma. Svona leikur þróast eins og þú vilt að leikurinn þróist, við náum marki snemma og förum í stöðunni 2-0 inn í hálfleik og eigum að geta siglt þessu tiltölulega þægilega heim. Byrjum svo bara mjúkir í seinni hálfleiknum og það eru, hvað, fimm mínútur liðnar af seinni þegar þessi herlegheit byrja og ég veit ekki hvað þetta tekur stuttan tíma. Það er bara eins og það sé slökkt á mannskapnum í þessar mínútur og þeir ná þremur mörkum á okkur. Ég er eiginlega bara orðlaus yfir þessari frammistöðu. Ég sá ekki vítið almennilega, kannski var það ekki rétt en það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að það slökknaði á okkur þarnar í 5-10 mínútur og það dugði þeim til að komast yfir. Það er gjörsamlega óásættanlegt og óskiljanlegt.“ Ási var spurður þá að því hvort honum finndist að þetta væri meira hans mönnum að kenna frekar en eitthvað sem ÍR gerði í leiknum. „Beggja blands. Allt hrós á ÍR-ingana. Þeir voru allan tímann grimmir og duglegir og höfðu allan tímann trú á verkefninu og virtust jafnvel eins og að þeir vildu þetta aðeins meira. Við vissum það samt alveg að þeir yrðu baráttuglaðir og duglegir. Fullt hrós á ÍR liðið, þeir stóðu sig vel og eiga sigurinn skilið.“ Að lokum var Ási spurður hvernig hann gæti nýtt sér það sem gerðist í kvöld til að bæta sína menn. „Við þurfum bara að brýna menn fyrir framhaldið. Það er erfiður leikur gegn Aftureldingu um helgina og við þurfum að rífa okkur í gang fyrir það. Svona frammistaða dugir ekki í Lengjudeildinni.“ Reynir Haraldsson: Þetta var ekki fyrirgjöf. Ég myndi viðurkenna það Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. „Bara góðar tilfinngar eftir leik“, sagði hetjar ÍR-inga eftir leik þegar hann var spurður að því hvernig honum liði eftir þetta afrek. „Í hálfleik vorum við svolítið vera orðnir svolítið pirraðir og farnir að haga okkur barnalega út af einhverjum dómum sem voru ekki að falla fyrir okkur. Töldum aldrei að þessi leikur væri búinn. Þetta er bara geggjað sérstaklega út af stöðunni í deildinni því okkur hefur ekki gengið eins vel og okkur finnst að okkur ætti að ganga. Við lítum á þetta sem okkar gulrót fyrir tímabilið.“ Reynir var spurður að því hvort ÍR hefði breytt einhverju í hálfleik en það er hægt að færa rök fyrir því að þeir hafi ekki endilega átt skilið að vera tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleik. „Í rauninni ekki. Okkur fannst við hafa yfirhöndina á mörgum svæðum og ákváðum bara að þurrka neikvæðnina út og þá small þetta hjá okkur.“ Eins og hefur komið fram áður þá skoraði Reynir þrennu í leiknum en hann var spurður sérstaklega út í annað markið og svo vítið en í öðru markinu leit það fyrst út eins og að hann hafi ekki endilega ætlað að skjóta heldur að gefa boltann fyrir. „Þetta var ekki fyrirgjöf. Ég myndi viðurkenna það“, sagði Reynir hlægjandi og hélt áfram: „Ég fæ boltann frá Rees [Greenwood], lít upp og sé að strákurinn í markinu þeirra stendur dálítið utarlega og ég bara ákvað að skjóta og hann lak inn. Ég sá svo ekki hvort þetta var réttilega dæmt víti en það var bara gargað á mig að ég ætti að taka vítið og ég gerði það að sjálfsögðu og við fögnum því bara“ Reyni var svo ekki sleppt fyrr en búið væri að spyrja hann að þeirri klassísku spurningu um óskamótherja. „Mig langar að fá KR. Fá minn mann Emil Ásmundss. og jafnvel bjóða þeim heim og fá heimaleik. Það er óskamótherjinn.“ Mjólkurbikarinn Fjölnir ÍR
Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. Leikurinn byrjaði með látum en strax á fimmtu mínútu komst Lúkas Logi Heimisson einn á móti markverði en náði einungis að hitta slána með skoti sínu. Boltanum var hreinsað í horn en úr hornspyrnunni kom fyrsta markið. Í textalýsingunni var það skráð að Arnór Breki Ásþórsson hefði skorað beint úr hornspyrnunni en að betur athuguðu máli átti hornspyrna hans viðkomu í Bergvini Fannari Helgasyni og þaðan fór boltinn í markið. Sjálfsmark var það og Fjölnismenn komnir með forskotið. Leikurinn einkenndist svo af því að liðin skiptust á að hafa boltann og áttu fínar sóknaraðgerðir án þess þó að skapa sér almennileg færi. Fjölnismenn tvöfölduðu forskot sitt á 27. mínútu þegar Lúkas Logi Heimisson fékk boltann vinstra megin í teignum og náði að mynda sér pláss þannig að hann gat náð skoti og lagt boltann í nærhornið framhjá markverðinum. Leikurinn var síðan í fínu jafnvægi en hægt var að færa rök fyrir því að forskot Fjölnismanna væri verðskuldað en að sama skapi hefðu ÍR-ingar getað verið nær þeim en þeir fengu nokkur hálffæri í fyrri hálfleik. Þar á meðal var bjargað á marklínu þegar Bergvin Fannar fékk fínt færi eftir hornspyrnu. Flautað var til hálfleiks en engan gat grunað hvað átti eftir að gerast í seinni hálfleik. ÍR-ingar komu ákveðnari út í seinni hálfleikinn og var það þannig að það var ekki spurning hvort heldur hvenær þeir myndu ná að setja mark á Fjölni. Þeir þurftu þó ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu sem kom á 56. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Reynir Haraldsson fékk þá boltann utarlega í vítateignum og bjó sér til pláss til að ná skoti með hægri fæti á markið. Sendi hann boltann í flottum boga fram hjá markverði heimamanna og forskot þeirra helmingað. Þremur mínútum síðar fékk Reynir boltann á vinstri kantinum og tók hann á rás. Hann, að eigin sögn, sá að markvörðurinn stæði nokkuð utarlega í teignum og ákvað að taka skotið og vona það besta. Það var góð ákvörðun því markvörðurinn náði ekki að komast betur í boltann en svo að hann sló hann í netið. Líklega var boltinn þó kominn yfir línuna. Þar með var staðan jöfn en fjörið var ekki búið því tveimur mínútum seinna, á þeirri 61., fengu ÍR-ingar vítaspyrnu. Það var pínu darraðadans inn í teig Fjölnis og féll ÍR-ingur við og dæmd var vítaspyrna. Reynir fór á vítapunktinn og átti ekki í miklum vandræðum með að skora, koma gestunum yfir og fullkomna þrennuna sína. Fjölnismenn voru skiljanlega slegnir út af laginu við þennan atgang en þeir mættu ekki nógu ákafir út í seinni hálfleikinn og því miður þá supu þeir seyðið af því á þessum fimm mínútna kafla. Þeir rönkuðu þó við sér skömmu síðar og fóru að herja á vörn ÍR. Gestirnir voru þó tilbúnir í þá baráttu sem þurfti til að klára leikinn en varnarleikur þeirra var með miklum ágætum þar sem menn renndu sér í allar tæklingar og markvörður þeirra sá um að halda sínu búri hreinu í seinni hálfleik. Þeir uppskáru því sigurinn og voru fagnaðarlæti þeirra mikil og ósvikin. Lokatölur 2-3 og ÍR verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Afhverju vann ÍR? Þjálfari þeirra notaði orðið stálvilji þegar hann lýsti því hvernig hans menn unnu leikinn. Þeir létu það lítið á sig fá að vera tveimur mörkum undir og mættu út í seinni hálfleikinn ákveðnir og tilbúnir að gera það sem þurfti til að vinna leikinn. Fjölnismenn aftur á móti mættu ekki til leiks í seinni hálfleik fyrr en skaðinn var skeður og súpa seyðið af því. Bestur á vellinum? Það er enginn spurningu um það. Reynir Haraldsson er sá sem hlýtur nafnbótina maður leiksins. Hann átti nokkrar góðar hornspyrnur og fyrirgjafir í fyrri hálfleik sem næstum því sköpuðu usla í vörn heimamanna en fann svo heldur betur fjöl sína í þeim seinni. Mörkin voru góð og vel tekin og hann sýndi að það eru gæði í fótunum hans. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk illa að skapa færi en Fjölnir nýtti tvö af sínum færum. Í seinni hálfleik gekk Fjölni síðan illa að verjast þegar ÍR fór að skapa sér færi. Hvað næst? ÍR verður með í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en Fjölnir þarf að sleikja sárin og undirbúa sig undir að klára Lengjudeildina. Þeir ná líklegast ekki að gera atlögu að því að komast upp úr þessu en það þarf að klára þetta með sóma. ÍR-ingum getur farið að hlakka til til áframhaldandi þátttöku í bikarnum og því að reyna að færa stemmninguna sem myndast í bikarleikjum þeirra inn í deildarleikina. Ásmundur Arnarsson: Gjörsamlega óásættanlegt og óskiljanlegt Þjálfari Fjölnis var skiljanlega hissa og svo ósáttur við sína menn eftir leik kvöldsins en þeir virtust hafa fín tök á leiknum í hálfleik en svo glötuðu þeir honum úr höndunum. Hann var spurður að því hvað hefði gerst. „Frábær spurning. Þetta er eiginlega ótrúlegt afrek að glopra þessu niður á þetta stuttum tíma. Svona leikur þróast eins og þú vilt að leikurinn þróist, við náum marki snemma og förum í stöðunni 2-0 inn í hálfleik og eigum að geta siglt þessu tiltölulega þægilega heim. Byrjum svo bara mjúkir í seinni hálfleiknum og það eru, hvað, fimm mínútur liðnar af seinni þegar þessi herlegheit byrja og ég veit ekki hvað þetta tekur stuttan tíma. Það er bara eins og það sé slökkt á mannskapnum í þessar mínútur og þeir ná þremur mörkum á okkur. Ég er eiginlega bara orðlaus yfir þessari frammistöðu. Ég sá ekki vítið almennilega, kannski var það ekki rétt en það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að það slökknaði á okkur þarnar í 5-10 mínútur og það dugði þeim til að komast yfir. Það er gjörsamlega óásættanlegt og óskiljanlegt.“ Ási var spurður þá að því hvort honum finndist að þetta væri meira hans mönnum að kenna frekar en eitthvað sem ÍR gerði í leiknum. „Beggja blands. Allt hrós á ÍR-ingana. Þeir voru allan tímann grimmir og duglegir og höfðu allan tímann trú á verkefninu og virtust jafnvel eins og að þeir vildu þetta aðeins meira. Við vissum það samt alveg að þeir yrðu baráttuglaðir og duglegir. Fullt hrós á ÍR liðið, þeir stóðu sig vel og eiga sigurinn skilið.“ Að lokum var Ási spurður hvernig hann gæti nýtt sér það sem gerðist í kvöld til að bæta sína menn. „Við þurfum bara að brýna menn fyrir framhaldið. Það er erfiður leikur gegn Aftureldingu um helgina og við þurfum að rífa okkur í gang fyrir það. Svona frammistaða dugir ekki í Lengjudeildinni.“ Reynir Haraldsson: Þetta var ekki fyrirgjöf. Ég myndi viðurkenna það Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. „Bara góðar tilfinngar eftir leik“, sagði hetjar ÍR-inga eftir leik þegar hann var spurður að því hvernig honum liði eftir þetta afrek. „Í hálfleik vorum við svolítið vera orðnir svolítið pirraðir og farnir að haga okkur barnalega út af einhverjum dómum sem voru ekki að falla fyrir okkur. Töldum aldrei að þessi leikur væri búinn. Þetta er bara geggjað sérstaklega út af stöðunni í deildinni því okkur hefur ekki gengið eins vel og okkur finnst að okkur ætti að ganga. Við lítum á þetta sem okkar gulrót fyrir tímabilið.“ Reynir var spurður að því hvort ÍR hefði breytt einhverju í hálfleik en það er hægt að færa rök fyrir því að þeir hafi ekki endilega átt skilið að vera tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleik. „Í rauninni ekki. Okkur fannst við hafa yfirhöndina á mörgum svæðum og ákváðum bara að þurrka neikvæðnina út og þá small þetta hjá okkur.“ Eins og hefur komið fram áður þá skoraði Reynir þrennu í leiknum en hann var spurður sérstaklega út í annað markið og svo vítið en í öðru markinu leit það fyrst út eins og að hann hafi ekki endilega ætlað að skjóta heldur að gefa boltann fyrir. „Þetta var ekki fyrirgjöf. Ég myndi viðurkenna það“, sagði Reynir hlægjandi og hélt áfram: „Ég fæ boltann frá Rees [Greenwood], lít upp og sé að strákurinn í markinu þeirra stendur dálítið utarlega og ég bara ákvað að skjóta og hann lak inn. Ég sá svo ekki hvort þetta var réttilega dæmt víti en það var bara gargað á mig að ég ætti að taka vítið og ég gerði það að sjálfsögðu og við fögnum því bara“ Reyni var svo ekki sleppt fyrr en búið væri að spyrja hann að þeirri klassísku spurningu um óskamótherja. „Mig langar að fá KR. Fá minn mann Emil Ásmundss. og jafnvel bjóða þeim heim og fá heimaleik. Það er óskamótherjinn.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti