Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Víkingar hafa aldrei verið í betri stöðu til að vinna loksins í Árbænum en í kvöld enda fjórtán stigum og sjö sætum á undan Fylki í töflunni. Vísir/Hulda Margrét Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. Síðasti sigur Víkinga á Fylki í Árbæ í efstu deild kom í hús 11. september 1993 eða fyrir tæpum 28 árum síðan. Þá átti Vigdís Finnbogadóttir enn eftir þrjú ár sem forseti Íslands. Víkingar unnu þar 2-1 sigur þar sem Tomasz Jaworek og Marteinn Már Guðgeirsson skoruðu mörk Víkinga í seinni hálfleik eftir að Björn Einarsson, þáverandi leikmaður Fylkis og núverandi formaður Víkings, hafði komið Fylki yfir í fyrri hálfleiknum. Víkingar höfðu einnig unnið fyrsta leik liðanna í Árbænum fjórum árum fyrr en hafa ekki unnið á Fylkisvellinum frá því haustið 1993. Frá þessum leik hafa liðin spilað níu sinnum í Árbænum í úrvalsdeild karla og Fylkir hefur unnið átta af þessum leikjum þar af síðustu fjóra. Eina stig Víkinga kom í jafnteflisleik sumarið 2014. Víkingar hafa reyndar unnið útileik á móti Fylki á þessum tíma en sá leikur var ekki spilaður í Árbænum heldur í Egilshöllinni. Víkingar fögnuðu þá 3-2 sigri 9. júlí 2018. Leikur Fylkis og Víkings hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun á Stöð 2 Sport fyrir leiki kvöldsins byrjar klukkan 18.30 og Pepsi Max Stúkan er síðan strax á eftir þar sem allir leikir kvöldsins verða gerðir upp en leikur HK og KR sem og leikur Breiðabliks og ÍA eru sýndir beint á stod2.is. Leikir Fylkis og Víkinga í efstu deild karla í Árbænum: 24. september 2020: Fylkir vann 2-1 18. september 2019: Fylkir vann 3-1 28. júní 2016: Fylkir vann 1-0 26. júní 2015: Fylkir vann 1-0 10. ágúst 2014: 1-1 jafntefli 11. september 2011: Fylkir vann 2-1 9. ágúst 2007: Fylkir vann 1-0 10. júlí 2006: Fylkir vann 1-0 15. júní 2004: Fylkir vann 2-1 11. september 1993: Víkingur vann 2-1 16. ágúst 1989: Víkingur vann 2-1 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Síðasti sigur Víkinga á Fylki í Árbæ í efstu deild kom í hús 11. september 1993 eða fyrir tæpum 28 árum síðan. Þá átti Vigdís Finnbogadóttir enn eftir þrjú ár sem forseti Íslands. Víkingar unnu þar 2-1 sigur þar sem Tomasz Jaworek og Marteinn Már Guðgeirsson skoruðu mörk Víkinga í seinni hálfleik eftir að Björn Einarsson, þáverandi leikmaður Fylkis og núverandi formaður Víkings, hafði komið Fylki yfir í fyrri hálfleiknum. Víkingar höfðu einnig unnið fyrsta leik liðanna í Árbænum fjórum árum fyrr en hafa ekki unnið á Fylkisvellinum frá því haustið 1993. Frá þessum leik hafa liðin spilað níu sinnum í Árbænum í úrvalsdeild karla og Fylkir hefur unnið átta af þessum leikjum þar af síðustu fjóra. Eina stig Víkinga kom í jafnteflisleik sumarið 2014. Víkingar hafa reyndar unnið útileik á móti Fylki á þessum tíma en sá leikur var ekki spilaður í Árbænum heldur í Egilshöllinni. Víkingar fögnuðu þá 3-2 sigri 9. júlí 2018. Leikur Fylkis og Víkings hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun á Stöð 2 Sport fyrir leiki kvöldsins byrjar klukkan 18.30 og Pepsi Max Stúkan er síðan strax á eftir þar sem allir leikir kvöldsins verða gerðir upp en leikur HK og KR sem og leikur Breiðabliks og ÍA eru sýndir beint á stod2.is. Leikir Fylkis og Víkinga í efstu deild karla í Árbænum: 24. september 2020: Fylkir vann 2-1 18. september 2019: Fylkir vann 3-1 28. júní 2016: Fylkir vann 1-0 26. júní 2015: Fylkir vann 1-0 10. ágúst 2014: 1-1 jafntefli 11. september 2011: Fylkir vann 2-1 9. ágúst 2007: Fylkir vann 1-0 10. júlí 2006: Fylkir vann 1-0 15. júní 2004: Fylkir vann 2-1 11. september 1993: Víkingur vann 2-1 16. ágúst 1989: Víkingur vann 2-1 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikir Fylkis og Víkinga í efstu deild karla í Árbænum: 24. september 2020: Fylkir vann 2-1 18. september 2019: Fylkir vann 3-1 28. júní 2016: Fylkir vann 1-0 26. júní 2015: Fylkir vann 1-0 10. ágúst 2014: 1-1 jafntefli 11. september 2011: Fylkir vann 2-1 9. ágúst 2007: Fylkir vann 1-0 10. júlí 2006: Fylkir vann 1-0 15. júní 2004: Fylkir vann 2-1 11. september 1993: Víkingur vann 2-1 16. ágúst 1989: Víkingur vann 2-1
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira