Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 09:15 Stefán Alexander Ljubicic skaut HK upp úr fallsæti. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira