Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2021 07:37 Rafvirkinn Serge Svetnoyvar vinur kvikmyndatökumannsins Halyna Hutchins sem lést. EPA Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. Baldwin varð Hutchins að bana og særði leikstjóra myndarinnar fyrir slysni eftir að hann skaut úr skammbyssu við tökur. Rafvirkinn Serge Svetnoy, sem var vinur Hutchins, sakar Baldwin og fleiri um stórfellda vanrækslu sem hafi valdið honum „mikilli tilfinningalegri þjáningu“. Litlu hafi munað að byssukúlan, sem varð Hutchins að bana, hafi einnig hæft hann og þurfti hann svo að hlúa að Hutchins. Í frétt BBC segir að lögregla í Nýju Mexíkó sé enn með málið, sem átti sér stað þann 21. október síðastliðinn, til rannsóknar. Enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefur greint rannsakendum frá því að hann hafi ekki kannað stöðuna á skothylkjunum í byssunni áður en hann hafi afhent Baldwin hana. Hann hafi hrópað að skammbyssan væri örugg sem hafi svo ekki verið raunin. Stefna hins 63 ára Svetnoy beinist að um tuttugu einstaklingum í tökuliði myndarinnar. Á fréttamannafundi í gær sagði að hann hafi séð eftirlitslausar byssur á jörðinni á tökustaðnum nokkrum dögum fyrir atvikið. Hann hafi sömuleiðis bent þeim sem voru ábyrgir fyrir byssunum á þá staðreynd. Hvorki Baldwin, né nokkur annar sem Svetnoy hefur nú stefnt, hafa tjáð sig um stefnuna. Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44 Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Baldwin varð Hutchins að bana og særði leikstjóra myndarinnar fyrir slysni eftir að hann skaut úr skammbyssu við tökur. Rafvirkinn Serge Svetnoy, sem var vinur Hutchins, sakar Baldwin og fleiri um stórfellda vanrækslu sem hafi valdið honum „mikilli tilfinningalegri þjáningu“. Litlu hafi munað að byssukúlan, sem varð Hutchins að bana, hafi einnig hæft hann og þurfti hann svo að hlúa að Hutchins. Í frétt BBC segir að lögregla í Nýju Mexíkó sé enn með málið, sem átti sér stað þann 21. október síðastliðinn, til rannsóknar. Enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefur greint rannsakendum frá því að hann hafi ekki kannað stöðuna á skothylkjunum í byssunni áður en hann hafi afhent Baldwin hana. Hann hafi hrópað að skammbyssan væri örugg sem hafi svo ekki verið raunin. Stefna hins 63 ára Svetnoy beinist að um tuttugu einstaklingum í tökuliði myndarinnar. Á fréttamannafundi í gær sagði að hann hafi séð eftirlitslausar byssur á jörðinni á tökustaðnum nokkrum dögum fyrir atvikið. Hann hafi sömuleiðis bent þeim sem voru ábyrgir fyrir byssunum á þá staðreynd. Hvorki Baldwin, né nokkur annar sem Svetnoy hefur nú stefnt, hafa tjáð sig um stefnuna.
Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44 Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44
Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48