Einn vinsælasti jólamatur landsmanna Ali kynnir 15. desember 2021 08:55 Íslendingum finnst ilmurinn af hamborgarhrygg órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Hamborgarhryggurinn frá Ali tilheyrir íslenskum jólum. „Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C. Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
„Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.
Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira