Færri salernisferðir og betri svefn Saga Natura 5. apríl 2022 12:55 SagaPro er frábært fæðubótarefni fyrir íþróttafólk Gígja Dögg Einarsdóttir Bætiefnið SagaPro er unnið úr íslenskri ætihvönn. Það slakar á vöðvum blöðrunnar og kemur að miklu gagni gegn ofvirkri blöðru. Nú er hægt að gerast áskrifandi að SagaPro og fá áfyllingu inn um lúguna í hverjum mánuði. Það er bæði ódýrara, vistvænna og þægilegra. SagaPro er alíslensk og rótgróin vara, en hún var upprunalega þróuð í Háskóla Íslands af Sigmundi Guðbjarnarsyni, fyrrverandi rektor, og kom fyrst á markað árið 2005. „Síðan þá hefur verið gerð ein klínísk rannsókn á SagaPro og þar kom í ljós að sá hópur innan rannsóknarinnar sem var með ofvirka blöðru hafði mikil not fyrir SagaPro og næturþvaglátum fækkaði,“ segir Sólveig Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri SagaNatura, framleiðanda SagaPro. „Áður var talið að varan virkaði aðallega fyrir karla og blöðruhálskirtil, en þessar niðurstöður kollvörpuðu hugmyndum okkar. Þar sem við töldum vöruna bara virka fyrir karla voru allir þátttakendur í rannsókninni karlmenn en það hefur komið í ljós að þetta hefur sömu áhrif á ofvirka blöðru hjá konum og í dag eru um helmingur notenda SagaPro konur,“ segir Sólveig. Sólveig Stefánsdóttir framkvæmdastjóri SagaNaturaGígja Dögg Einarsdóttir SagaPro hefur verið afar vinsæl hjá Íslendingum í yfir 17 ár og nú er svo komið að um 1% af þjóðinni notast við SagaPro að staðaldri enda bætir varan svefn einstaklinga með færri salernisferðum. Jafnframt hafa lífsstílshópar í auknum mæli verið að taka SagaPro til að fækka salernisferðum á meðan áhugamálin eru stunduð að kappi. Þetta á við t.d. hlaupara, golfara, hjólreiða – og göngufólk. „Það er frábært að geta boðið upp á þessa vöru af því að það er svo margt fólk sem glímir við það vandamál að þurfa að vakna oft á nóttunni til að pissa. Það er ekki mikið rætt um þetta vandamál sem ofvirk þvagblaðra er, en talið er að yfir tíu prósent af mannkyni þjáist af tíðum þvaglátum í einhverju formi og þetta vandamál birtist meðal allra aldurshópa, en vitað er að tíðnin aukist með aldrinum. Þetta getur haft mikil áhrif á svefn og lífsgæði og til dæmis hindrað fólk í útivist og öðru, þar sem er ekki greiður aðgangur að klósetti. Á næstu vikum munum við birta niðurstöður úr nýrri klínískri rannsókn sem unnin var af óháðu fyrirtæki í Madrid, þar sem við einblínum á ofvirka blöðru hjá körlum og konum,“ segir Sólveig. Vistvæn og þægileg áskrift „SagaPro er er stærsta varan í vörulínunni okkar og fæst í öllum apótekum og mörgum matvælaverslunum, en undanfarið höfum við einnig byggt upp öfluga áskriftarleið,“ segir Sólveig. „Fólk getur einfaldlega fengið áfyllingarpoka inn um lúguna sína til að fylla á dósirnar sínar. Þá þarf fólk ekki muna eftir að kaupa vöruna og þar sem um áfyllingarpoka er að ræða er þetta er vistvænna en að kaupa alltaf nýjar dósir. Auðvelt er að gerast áskrifandi að SagaPro áwww.keynatura.isGígja Dögg Einarsdóttir Áskriftin hefur gengið gífurlega vel og viðskiptavinir virðast mjög ánægðir með þessa þjónustu. Áskriftin er í boði fyrir alla sem eru með kreditkort og áskrifendur fá ekki bara fría heimsendingu inn um lúguna, heldur líka 15% afslátt af vörunum,“ segir Sólveig. „SagaPro hefur sérstætt útlit, en það er í áldósum. Við höfum lagt mikið upp úr hönnun á dósunum okkar, bæði út frá endingu þeirra en einnig útliti. Við viljum helst að fólk sé ekki að fela dósirnar inni í fæðubótarefnaskápnum með hinum plastdósunum, því þá vill oft gleymast að taka bætiefnin reglulega. Ég er með mínar dósir við kaffivélina, sem hjálpar mér að muna eftir að taka þær alltaf á morgnana. Með því að fá áfyllinguna senda heim er hægt að vera vistvænni og það verður auðveldara að muna að taka alltaf skammtinn sinn.“ Slakar á blöðruvöðvunum „Lykilhráefnið í SagaPro er íslensk ætihvönn sem er handtínd beint í náttúrunni á vistvænan hátt. Við höfum meðal annars tínt hvönn í Hrísey, þar sem hún hefur verið þurrkuð og send svo til okkar hingað í Hafnarfjörð. Hér búum við til extrakt úr hvannarlaufunum sem er svo þurrkað og úr verður SagaPro innihaldsefnið,“ segir Sólveig. „Sem markaðsdrifið rannsóknar- og þróunarfyrirtæki erum við stöðugt að rannsaka betur þau hráefni sem við byggjum sérstöðu okkar á. Í aðdraganda nýju, klínísku rannsóknarinnar gerðum við enn frekari rannsóknir á hvannarlaufaextraktinu og greindum öll lífvirku efnin og prófuðum þau á þvagblöðrumódeli. Þannig fundum við efni sem sýna áhrif á að slaka á blöðruvöðvunum, en við það verður meira rúm fyrir þvag í blöðrunni. Fólk sem er með ofvirka blöðru er ekki með minni þvagblöðru en aðrir, hún er bara viðkvæmari og fólki líður eins og því sé mál þó að blaðran sé ekki full. SagaPro minnkar því ekki magnið sem fólk pissar, heldur hjálpar fólki að pissa sjaldnar og þá meira í einu. Fólk spyr okkur oft „hvert fer pissið eiginlega?“,“ segir Sólveig kímin. „Eitt af þeim efnum sem við fundum er mjög sjaldgæft og finnst bara í fáeinum plöntum og því hafði okkur yfirsést það í mörg ár,“ útskýrir Sólveig. „Þetta efni hefur slakandi áhrif á blöðruvöðvana og nú erum við búin að sækja um einkaleyfi á að nota það fyrir ofvirka blöðru. Það styrkir okkar stöðu og sérstöðu fyrir útrás á SagaPro, en við stefnum á stórfelldan útflutning á ætihvönn í formi fæðubótarefnis fyrir ofvirka blöðru.“ Auðvelt er að skrá sig í SagaPro áskrift hér eða með því að hringja í síma 562 8872. Heilsa Hlaup Hjólreiðar Golf Svefn Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
SagaPro er alíslensk og rótgróin vara, en hún var upprunalega þróuð í Háskóla Íslands af Sigmundi Guðbjarnarsyni, fyrrverandi rektor, og kom fyrst á markað árið 2005. „Síðan þá hefur verið gerð ein klínísk rannsókn á SagaPro og þar kom í ljós að sá hópur innan rannsóknarinnar sem var með ofvirka blöðru hafði mikil not fyrir SagaPro og næturþvaglátum fækkaði,“ segir Sólveig Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri SagaNatura, framleiðanda SagaPro. „Áður var talið að varan virkaði aðallega fyrir karla og blöðruhálskirtil, en þessar niðurstöður kollvörpuðu hugmyndum okkar. Þar sem við töldum vöruna bara virka fyrir karla voru allir þátttakendur í rannsókninni karlmenn en það hefur komið í ljós að þetta hefur sömu áhrif á ofvirka blöðru hjá konum og í dag eru um helmingur notenda SagaPro konur,“ segir Sólveig. Sólveig Stefánsdóttir framkvæmdastjóri SagaNaturaGígja Dögg Einarsdóttir SagaPro hefur verið afar vinsæl hjá Íslendingum í yfir 17 ár og nú er svo komið að um 1% af þjóðinni notast við SagaPro að staðaldri enda bætir varan svefn einstaklinga með færri salernisferðum. Jafnframt hafa lífsstílshópar í auknum mæli verið að taka SagaPro til að fækka salernisferðum á meðan áhugamálin eru stunduð að kappi. Þetta á við t.d. hlaupara, golfara, hjólreiða – og göngufólk. „Það er frábært að geta boðið upp á þessa vöru af því að það er svo margt fólk sem glímir við það vandamál að þurfa að vakna oft á nóttunni til að pissa. Það er ekki mikið rætt um þetta vandamál sem ofvirk þvagblaðra er, en talið er að yfir tíu prósent af mannkyni þjáist af tíðum þvaglátum í einhverju formi og þetta vandamál birtist meðal allra aldurshópa, en vitað er að tíðnin aukist með aldrinum. Þetta getur haft mikil áhrif á svefn og lífsgæði og til dæmis hindrað fólk í útivist og öðru, þar sem er ekki greiður aðgangur að klósetti. Á næstu vikum munum við birta niðurstöður úr nýrri klínískri rannsókn sem unnin var af óháðu fyrirtæki í Madrid, þar sem við einblínum á ofvirka blöðru hjá körlum og konum,“ segir Sólveig. Vistvæn og þægileg áskrift „SagaPro er er stærsta varan í vörulínunni okkar og fæst í öllum apótekum og mörgum matvælaverslunum, en undanfarið höfum við einnig byggt upp öfluga áskriftarleið,“ segir Sólveig. „Fólk getur einfaldlega fengið áfyllingarpoka inn um lúguna sína til að fylla á dósirnar sínar. Þá þarf fólk ekki muna eftir að kaupa vöruna og þar sem um áfyllingarpoka er að ræða er þetta er vistvænna en að kaupa alltaf nýjar dósir. Auðvelt er að gerast áskrifandi að SagaPro áwww.keynatura.isGígja Dögg Einarsdóttir Áskriftin hefur gengið gífurlega vel og viðskiptavinir virðast mjög ánægðir með þessa þjónustu. Áskriftin er í boði fyrir alla sem eru með kreditkort og áskrifendur fá ekki bara fría heimsendingu inn um lúguna, heldur líka 15% afslátt af vörunum,“ segir Sólveig. „SagaPro hefur sérstætt útlit, en það er í áldósum. Við höfum lagt mikið upp úr hönnun á dósunum okkar, bæði út frá endingu þeirra en einnig útliti. Við viljum helst að fólk sé ekki að fela dósirnar inni í fæðubótarefnaskápnum með hinum plastdósunum, því þá vill oft gleymast að taka bætiefnin reglulega. Ég er með mínar dósir við kaffivélina, sem hjálpar mér að muna eftir að taka þær alltaf á morgnana. Með því að fá áfyllinguna senda heim er hægt að vera vistvænni og það verður auðveldara að muna að taka alltaf skammtinn sinn.“ Slakar á blöðruvöðvunum „Lykilhráefnið í SagaPro er íslensk ætihvönn sem er handtínd beint í náttúrunni á vistvænan hátt. Við höfum meðal annars tínt hvönn í Hrísey, þar sem hún hefur verið þurrkuð og send svo til okkar hingað í Hafnarfjörð. Hér búum við til extrakt úr hvannarlaufunum sem er svo þurrkað og úr verður SagaPro innihaldsefnið,“ segir Sólveig. „Sem markaðsdrifið rannsóknar- og þróunarfyrirtæki erum við stöðugt að rannsaka betur þau hráefni sem við byggjum sérstöðu okkar á. Í aðdraganda nýju, klínísku rannsóknarinnar gerðum við enn frekari rannsóknir á hvannarlaufaextraktinu og greindum öll lífvirku efnin og prófuðum þau á þvagblöðrumódeli. Þannig fundum við efni sem sýna áhrif á að slaka á blöðruvöðvunum, en við það verður meira rúm fyrir þvag í blöðrunni. Fólk sem er með ofvirka blöðru er ekki með minni þvagblöðru en aðrir, hún er bara viðkvæmari og fólki líður eins og því sé mál þó að blaðran sé ekki full. SagaPro minnkar því ekki magnið sem fólk pissar, heldur hjálpar fólki að pissa sjaldnar og þá meira í einu. Fólk spyr okkur oft „hvert fer pissið eiginlega?“,“ segir Sólveig kímin. „Eitt af þeim efnum sem við fundum er mjög sjaldgæft og finnst bara í fáeinum plöntum og því hafði okkur yfirsést það í mörg ár,“ útskýrir Sólveig. „Þetta efni hefur slakandi áhrif á blöðruvöðvana og nú erum við búin að sækja um einkaleyfi á að nota það fyrir ofvirka blöðru. Það styrkir okkar stöðu og sérstöðu fyrir útrás á SagaPro, en við stefnum á stórfelldan útflutning á ætihvönn í formi fæðubótarefnis fyrir ofvirka blöðru.“ Auðvelt er að skrá sig í SagaPro áskrift hér eða með því að hringja í síma 562 8872.
Heilsa Hlaup Hjólreiðar Golf Svefn Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið