Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur 2-0 | Meistararnir hefja titilvörnina á sigri Dagur Lárusson skrifar 26. apríl 2022 22:34 Íslandsmeistarar Vals hófu Bestu-deildina á sigri. Vísir/Vilhelm Valur hafði betur gegn Þrótti á heimavelli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld en lokatölur urðu 2-0. Fyrstu mínútur leiksins voru það stelpurnar í Þrótti sem voru betri en þær spiluðu vel á milli sín og átti strax ágætis færi á fjórðu mínútu leiksins þegar boltinn barst til Kötlu Tryggvadóttur inn á teig Vals en hún átti skot sem fór í hliðarnetið. Eftir góðar upphafsmínútur hjá Þrótti voru það hins vegar Íslandsmeistararnir sem náðu forystunni á sjöunda mínútu. Þá tók Ásdís Karen hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Örnu Sif sem skallaði boltann í netið framhjá Írisi. Í seinni hálfleiknum mættu Valsstelpur mjög ákveðnar til leiks og pressuðu varnarmenn Þróttar mikið. Valur náði að skapa sér mikið fleiri færi í seinni hálfleiknum og eitt mark kom útfrá þeim færum en það mark kom á 62.mínútu leiksins. Þá var það aftur Ásdís Karen sem tók hornspyrnu sem rataði aftur beint á kollinn á Örnu Sif en í þetta skiptið skallaði Arna boltann í varnarmann Þróttar og þaðan barst boltinn á Mist sem stýrði boltanum í netið. Framherjar Vals og þá aðalega Elín Metta áttu síðan nokkur góð færi þar sem eftir lifði leiks en þær náðu ekki að nýta sér þau færi og því voru lokatölur 2-0. Af hverju vann Valur? Það að hafa náð marki snemma leiks gegn Þrótti sem byrjaði leikinn vel var mjög mikilvægt og dró í raun þrótt úr leikmönnum gesta liðsins. En svo var vörn Vals virkilega góð og Þróttur átti engin alvöru marktækifæri. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif og Mist voru frábærar í vörn Vals og gáfu gestunum engin færi ásamt því að þær skoruðu báðar sitthvort markið. Hvað fór illa? Það var lítið að frétta í sóknarleik Þróttar, eins og það vantaði aðeins upp á trúna hjá sóknarmönnum liðsins. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fer Valur norður og spilar við Þór/KA á meðan Þróttur tekur á móti Aftureldingu en báðir leikirnir fara fram eftir viku. Pétur Pétursson: Vorum þéttar og héldum boltanum vel Pétur Pétursson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þj´l„Mér fannst við ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum tóku við algjörlega yfir,” byrjaði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Eins og ég segi þá tókum við leikinn yfir, löguðum pressuna hjá okkur en við hefðum kannski mátt klára eitthvað af þessum færum sem við sköpuðum okkur,” hélt Pétur áfram. Pétur viðurkenndi að hann hafi gert mistök í undirbúningi fyrir leikinn hvað varðar uppsetningu liðsins og pressu. „Já við breyttum aðeins í hálfleiknum, ég gerði mistök fyrir leikinn með það hvernig ég vildi gera þetta og breyttum því í seinni hálfleik og stelpurnar gerðu það bara mjög vel.” Elín Metta fékk nokkuð af færum í leiknum sem hún náði ekki að nýta en Pétur hefur ekki áhyggjur af því. „Stundum er þetta bara svona hjá leikmönnum, einn daginn þá fer allt einn en næsta dag fer ekkert inn. Svo lengi sem þú ert að skapa þér færi, þá er þetta ekkert áhyggjuefni. En það sem ég var ánægðastur með í dag var þéttleikinn í vörninni og hvernig við héldum boltanum á milli okkar,” endaði Pétur á að segja. Nik Chamberlain: Þær lögðu sig allar fram Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Vilhelm „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur af stelpunum, þær lögðu sig allar fram og börðust fyrir hverjum einasta bolta,” byrjaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Við komum hérna og reyndum að spila okkar leik og náðum að halda boltanum nokkuð vel stóran hluta af leiknum. Það sem vantaði í dag var í rauninni eitthvað aðeins meira fremst á vellinum,” hélt Nik áfram að segja. „Það mun eflaust taka okkur smá tíma að finna góða lausn fremst þar sem við erum með nýja leikmenn sem þurfa að venjast liðinu og venjast nýrri deild, en við verðum að vera þolinmóð hvað það varðar.” ,„En eins og ég segi þá get ég ekkert sett út á spilamennsku míns liðs, fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en síðan fáum við mark á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerist síðan í seinni hálfleiknum, en við höldum bara áfram,” endaði Nik Chamberlain að segja eftir leik. Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík
Valur hafði betur gegn Þrótti á heimavelli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld en lokatölur urðu 2-0. Fyrstu mínútur leiksins voru það stelpurnar í Þrótti sem voru betri en þær spiluðu vel á milli sín og átti strax ágætis færi á fjórðu mínútu leiksins þegar boltinn barst til Kötlu Tryggvadóttur inn á teig Vals en hún átti skot sem fór í hliðarnetið. Eftir góðar upphafsmínútur hjá Þrótti voru það hins vegar Íslandsmeistararnir sem náðu forystunni á sjöunda mínútu. Þá tók Ásdís Karen hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Örnu Sif sem skallaði boltann í netið framhjá Írisi. Í seinni hálfleiknum mættu Valsstelpur mjög ákveðnar til leiks og pressuðu varnarmenn Þróttar mikið. Valur náði að skapa sér mikið fleiri færi í seinni hálfleiknum og eitt mark kom útfrá þeim færum en það mark kom á 62.mínútu leiksins. Þá var það aftur Ásdís Karen sem tók hornspyrnu sem rataði aftur beint á kollinn á Örnu Sif en í þetta skiptið skallaði Arna boltann í varnarmann Þróttar og þaðan barst boltinn á Mist sem stýrði boltanum í netið. Framherjar Vals og þá aðalega Elín Metta áttu síðan nokkur góð færi þar sem eftir lifði leiks en þær náðu ekki að nýta sér þau færi og því voru lokatölur 2-0. Af hverju vann Valur? Það að hafa náð marki snemma leiks gegn Þrótti sem byrjaði leikinn vel var mjög mikilvægt og dró í raun þrótt úr leikmönnum gesta liðsins. En svo var vörn Vals virkilega góð og Þróttur átti engin alvöru marktækifæri. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif og Mist voru frábærar í vörn Vals og gáfu gestunum engin færi ásamt því að þær skoruðu báðar sitthvort markið. Hvað fór illa? Það var lítið að frétta í sóknarleik Þróttar, eins og það vantaði aðeins upp á trúna hjá sóknarmönnum liðsins. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fer Valur norður og spilar við Þór/KA á meðan Þróttur tekur á móti Aftureldingu en báðir leikirnir fara fram eftir viku. Pétur Pétursson: Vorum þéttar og héldum boltanum vel Pétur Pétursson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þj´l„Mér fannst við ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum tóku við algjörlega yfir,” byrjaði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Eins og ég segi þá tókum við leikinn yfir, löguðum pressuna hjá okkur en við hefðum kannski mátt klára eitthvað af þessum færum sem við sköpuðum okkur,” hélt Pétur áfram. Pétur viðurkenndi að hann hafi gert mistök í undirbúningi fyrir leikinn hvað varðar uppsetningu liðsins og pressu. „Já við breyttum aðeins í hálfleiknum, ég gerði mistök fyrir leikinn með það hvernig ég vildi gera þetta og breyttum því í seinni hálfleik og stelpurnar gerðu það bara mjög vel.” Elín Metta fékk nokkuð af færum í leiknum sem hún náði ekki að nýta en Pétur hefur ekki áhyggjur af því. „Stundum er þetta bara svona hjá leikmönnum, einn daginn þá fer allt einn en næsta dag fer ekkert inn. Svo lengi sem þú ert að skapa þér færi, þá er þetta ekkert áhyggjuefni. En það sem ég var ánægðastur með í dag var þéttleikinn í vörninni og hvernig við héldum boltanum á milli okkar,” endaði Pétur á að segja. Nik Chamberlain: Þær lögðu sig allar fram Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Vilhelm „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur af stelpunum, þær lögðu sig allar fram og börðust fyrir hverjum einasta bolta,” byrjaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Við komum hérna og reyndum að spila okkar leik og náðum að halda boltanum nokkuð vel stóran hluta af leiknum. Það sem vantaði í dag var í rauninni eitthvað aðeins meira fremst á vellinum,” hélt Nik áfram að segja. „Það mun eflaust taka okkur smá tíma að finna góða lausn fremst þar sem við erum með nýja leikmenn sem þurfa að venjast liðinu og venjast nýrri deild, en við verðum að vera þolinmóð hvað það varðar.” ,„En eins og ég segi þá get ég ekkert sett út á spilamennsku míns liðs, fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en síðan fáum við mark á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerist síðan í seinni hálfleiknum, en við höldum bara áfram,” endaði Nik Chamberlain að segja eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti