Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 07:01 Oleksandr Zinchenko gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum á blaðamannafundi fyrir leik Úkraínu gegn Skotlandi. Mark Runnacles/Getty Images Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Sjá meira
Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Sjá meira