Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. 0-1 Stjarnan | Þrótturum misstókst að sækja toppsætið Sindri Már Fannarsson skrifar 1. júní 2022 21:00 Gyða Kristín skoraði mark Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann í kvöld 0-1 útisigur á Þrótti á Eimskipavellinum í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en liðin skiptust á hálffærum. Liðin tvö voru mikið að taka sinn tíma í að byggja upp sóknir og gefa boltann á milli varnarmanna. Eftir um tuttugu mínútna leik fór Stjarnan að pressa ofar á vellinum og náði með því stjórn á leiknum. Það var þó enn lítið um dauðafæri, allt þar til rétt áður en flautað var til hálfleiks. Katrín Ásbjörnsdóttir var við það að tapa boltanum innan teigs Þróttara en náði einhvern veginn að koma boltanum á Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur sem slúttaði af mikilli yfirvegun, upp í fjærhornið. Þróttarar fóru því ósáttir inn í klefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta hálfgerð einstefna. Þróttur átti í stökustu vandræðum með að byggja upp sóknir en Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir settu talsverða pressu á varnarmenn Þróttar sem reyndu að spila sig upp frá marki. Þróttur missti boltann oft á miðjum vellinum eða út í innkast og skapaði nánast ekki neitt í seinni hálfleik. Stjarnan skapaði sér nokkur góð færi en Íris Dögg Gunnarsdóttir í marki Þróttar stóð sig gríðarlega vel í markinu. Besta færi seinni hálfleiks var ekki fyrr en á 89. mínútu og fékk Þróttur það færi. Þróttur hafði sótt upp hægri kantinn en gefið boltann yfir á þann vinstri. Við vítateigslínuna var María Eva Eyjólfsdóttir ekki dekkuð, henni barst erfiður skoppandi bolti og hún lét vaða en skotið fór rétt framhjá markinu. Það mátti engu muna að María Eva hefði jafnað á lokamínútunum. Í aðdraganda marksins fékk Heiða Ragney Viðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, högg í einhverju klafsi um boltann og þurfti að fara út af. Lítið annað gerðist eftir það svo lokatölur urðu 0-1, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan tók yfir leikinn um miðjan fyrri hálfleik. Þær gerðu Þrótti erfitt fyrir með hápressu og Þróttur átti mjög erfitt með að tengja saman sendingar og færa sig ofar á völlinn. Þetta var verðskuldaður Stjörnusigur, Stjörnukonur hefðu átt að skora fleiri mörk ef eitthvað. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Stjörnunnar voru það Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir sem áttu besta leikinn. Þær gerðu Þrótturum erfitt fyrir í vörninni og komu í veg fyrir að Þróttarar mynduðu sér færi eins og á fyrstu mínútum leiksins. Í liði Þróttar átti Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður, frábæran leik en hún átti 2-3 vörslur í seinni hálfleik sem voru alveg frábærar og hún hélt Þrótti inni í leiknum. Hvað gekk illa? Þrótti gekk mjög illa að spila sig upp völlinn og tengja saman sendingar. Það gekk hægt að byggja upp sóknir og Þróttarar misstu boltann trekk í trekk á miðjum velli. Sömuleiðis væri kannski hægt að setja spurningarmerki við færanýtingu Stjörnunnar en þó var lítið um að Stjarnan klúðraði dauðafærum, flest góðu færin voru bara góð skot fyrir utan teig sem hefðu farið inn gegn markmanni sem ætti ekki jafn góðan dag og Íris Dögg í marki Þróttar. Hvað gerist næst? Liðin eru nú jöfn að stigum og mörkum í þriðja til fjórða sæti Bestu deildar kvenna. Næsti leikur Þróttar er gegn botnliði KR á Meistaravöllum á þriðjudaginn í næstu viku. Stjarnan fær hins vegar Þór/KA í heimsókn á Samsungvöllinn degi fyrr. „Þetta var slöpp, óinnblásin frammistaða.“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ekki ánægður með frammistöðuna. „Við vorum slöpp með boltann, aftur. Við byrjuðum vel, sköpuðum og komumst inn í færi, við settum góða bolta inn á teiginn eins og við höfðum æft að nýta, sem við gerðum ekki. Eftir það var Stjarnan öguð í varnaruppsetningu og biðu eftir því að við gæfum boltann frá okkur, sem við vorum ánægð með að gera mörgum sinnum. Svo þetta var slöpp, óinnblásin frammistaða,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir þetta þó enga dómsdagspá. „Þetta ræður ekkert úrslitum fyrir tímabilið, alls ekki, það er ekki eins og þær hafi skorið okkur opin og skapað þannig. Þetta voru bara mistök af okkar hálfu. Þetta kom út frá okkur, við gáfum boltann að óþörfu í innkast með lélegri sendingu og hálfri mínútu síðar erum við marki undir. En eins og ég segi, þetta ræður ekki úrslitum fyrir tímabilið,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í viðtali við Vísi. „Við erum sterkari aðilinn ef þú lítur yfir allan leikinn“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu síns liðs. „Mér fannst frammistaðan bara mjög góð. Við fáum engin opin færi á okkur ef ég man rétt en einhver hálffæri í byrjun leiks. Sem betur fer náðu Þróttarar ekki að nýta sér það og ég er nokkuð sáttur með heildina. Við erum sterkari aðilinn ef þú lítur yfir allan leikinn," sagði Kristján í viðtali við Vísi eftir leik. „Við byrjum að spila lágpressuna í byrjun leiks og það voru tvær ástæður fyrir því, annars vegar að Þróttur eru góðar að spila út frá markinu og hins vegar vorum við aðeins að stýra álaginu því að það eru tveir leikir í viku, nokkrar vikur í röð og það er álag sem er ekki vaninn í kvennadeildinni. En fundum við að, þegar það voru 20 mínútur af fyrri hálfleik búnar, þá fundum við að við áttum að fara framar og pressa og við héldum því áfram í seinni hálfleik og það gekk upp,“ bætti Kristján við. Þó að hann hafi verið ánægður með frammistöðuna hefði hann viljað skora fleiri mörk. „Við erum svolítið í því að skjóta á markmanninn. Ég hefði viljað sjá mark í seinni hálfleik og núlla þetta aðeins út, fá stöðuna 2-0 og geta skipt meira inn á til dæmis. Á meðan leikurinn var svona jafn og í svona miklu jafnvægi, þetta var taktísk barátta alveg frá upphafi og við þurftum að vera að leysa mál inn á vellinum í sókn og vörn. Það var mjög gaman að stjórna þessum leik. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna hjá leikmönnunum heilt yfir,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn
Stjarnan vann í kvöld 0-1 útisigur á Þrótti á Eimskipavellinum í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en liðin skiptust á hálffærum. Liðin tvö voru mikið að taka sinn tíma í að byggja upp sóknir og gefa boltann á milli varnarmanna. Eftir um tuttugu mínútna leik fór Stjarnan að pressa ofar á vellinum og náði með því stjórn á leiknum. Það var þó enn lítið um dauðafæri, allt þar til rétt áður en flautað var til hálfleiks. Katrín Ásbjörnsdóttir var við það að tapa boltanum innan teigs Þróttara en náði einhvern veginn að koma boltanum á Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur sem slúttaði af mikilli yfirvegun, upp í fjærhornið. Þróttarar fóru því ósáttir inn í klefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta hálfgerð einstefna. Þróttur átti í stökustu vandræðum með að byggja upp sóknir en Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir settu talsverða pressu á varnarmenn Þróttar sem reyndu að spila sig upp frá marki. Þróttur missti boltann oft á miðjum vellinum eða út í innkast og skapaði nánast ekki neitt í seinni hálfleik. Stjarnan skapaði sér nokkur góð færi en Íris Dögg Gunnarsdóttir í marki Þróttar stóð sig gríðarlega vel í markinu. Besta færi seinni hálfleiks var ekki fyrr en á 89. mínútu og fékk Þróttur það færi. Þróttur hafði sótt upp hægri kantinn en gefið boltann yfir á þann vinstri. Við vítateigslínuna var María Eva Eyjólfsdóttir ekki dekkuð, henni barst erfiður skoppandi bolti og hún lét vaða en skotið fór rétt framhjá markinu. Það mátti engu muna að María Eva hefði jafnað á lokamínútunum. Í aðdraganda marksins fékk Heiða Ragney Viðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, högg í einhverju klafsi um boltann og þurfti að fara út af. Lítið annað gerðist eftir það svo lokatölur urðu 0-1, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan tók yfir leikinn um miðjan fyrri hálfleik. Þær gerðu Þrótti erfitt fyrir með hápressu og Þróttur átti mjög erfitt með að tengja saman sendingar og færa sig ofar á völlinn. Þetta var verðskuldaður Stjörnusigur, Stjörnukonur hefðu átt að skora fleiri mörk ef eitthvað. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Stjörnunnar voru það Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir sem áttu besta leikinn. Þær gerðu Þrótturum erfitt fyrir í vörninni og komu í veg fyrir að Þróttarar mynduðu sér færi eins og á fyrstu mínútum leiksins. Í liði Þróttar átti Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður, frábæran leik en hún átti 2-3 vörslur í seinni hálfleik sem voru alveg frábærar og hún hélt Þrótti inni í leiknum. Hvað gekk illa? Þrótti gekk mjög illa að spila sig upp völlinn og tengja saman sendingar. Það gekk hægt að byggja upp sóknir og Þróttarar misstu boltann trekk í trekk á miðjum velli. Sömuleiðis væri kannski hægt að setja spurningarmerki við færanýtingu Stjörnunnar en þó var lítið um að Stjarnan klúðraði dauðafærum, flest góðu færin voru bara góð skot fyrir utan teig sem hefðu farið inn gegn markmanni sem ætti ekki jafn góðan dag og Íris Dögg í marki Þróttar. Hvað gerist næst? Liðin eru nú jöfn að stigum og mörkum í þriðja til fjórða sæti Bestu deildar kvenna. Næsti leikur Þróttar er gegn botnliði KR á Meistaravöllum á þriðjudaginn í næstu viku. Stjarnan fær hins vegar Þór/KA í heimsókn á Samsungvöllinn degi fyrr. „Þetta var slöpp, óinnblásin frammistaða.“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ekki ánægður með frammistöðuna. „Við vorum slöpp með boltann, aftur. Við byrjuðum vel, sköpuðum og komumst inn í færi, við settum góða bolta inn á teiginn eins og við höfðum æft að nýta, sem við gerðum ekki. Eftir það var Stjarnan öguð í varnaruppsetningu og biðu eftir því að við gæfum boltann frá okkur, sem við vorum ánægð með að gera mörgum sinnum. Svo þetta var slöpp, óinnblásin frammistaða,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir þetta þó enga dómsdagspá. „Þetta ræður ekkert úrslitum fyrir tímabilið, alls ekki, það er ekki eins og þær hafi skorið okkur opin og skapað þannig. Þetta voru bara mistök af okkar hálfu. Þetta kom út frá okkur, við gáfum boltann að óþörfu í innkast með lélegri sendingu og hálfri mínútu síðar erum við marki undir. En eins og ég segi, þetta ræður ekki úrslitum fyrir tímabilið,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í viðtali við Vísi. „Við erum sterkari aðilinn ef þú lítur yfir allan leikinn“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu síns liðs. „Mér fannst frammistaðan bara mjög góð. Við fáum engin opin færi á okkur ef ég man rétt en einhver hálffæri í byrjun leiks. Sem betur fer náðu Þróttarar ekki að nýta sér það og ég er nokkuð sáttur með heildina. Við erum sterkari aðilinn ef þú lítur yfir allan leikinn," sagði Kristján í viðtali við Vísi eftir leik. „Við byrjum að spila lágpressuna í byrjun leiks og það voru tvær ástæður fyrir því, annars vegar að Þróttur eru góðar að spila út frá markinu og hins vegar vorum við aðeins að stýra álaginu því að það eru tveir leikir í viku, nokkrar vikur í röð og það er álag sem er ekki vaninn í kvennadeildinni. En fundum við að, þegar það voru 20 mínútur af fyrri hálfleik búnar, þá fundum við að við áttum að fara framar og pressa og við héldum því áfram í seinni hálfleik og það gekk upp,“ bætti Kristján við. Þó að hann hafi verið ánægður með frammistöðuna hefði hann viljað skora fleiri mörk. „Við erum svolítið í því að skjóta á markmanninn. Ég hefði viljað sjá mark í seinni hálfleik og núlla þetta aðeins út, fá stöðuna 2-0 og geta skipt meira inn á til dæmis. Á meðan leikurinn var svona jafn og í svona miklu jafnvægi, þetta var taktísk barátta alveg frá upphafi og við þurftum að vera að leysa mál inn á vellinum í sókn og vörn. Það var mjög gaman að stjórna þessum leik. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna hjá leikmönnunum heilt yfir,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti