Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Þróttur R. 3-1 | Bikarmeistararnir seinasta liðið í undanúrslit Dagur Lárusson skrifar 10. júní 2022 22:47 Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir að liðið hafði betur gegn Þrótti í átta liða úrslitunum 3-1. Það var ljóst strax frá því í byrjun leiks að Breiðablik ætlaði sér ekki að misstíga sig á heima vellinum en liðið pressaði gestina stíft fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Breiðablik náði hins vegar ekki að skapa sér nein alvöru færi fyrr en á sextándu mínútu en þá dró til tíðinda. Andrea Rut braut þá á leikmanna Breiðabliks inná teig og var því dæmd vítaspyrna sem Áslaug Munda tók og skoraði úr af öryggi. Breiðablik hélt áfram að ógna eftir þetta mark og fóru færin að vera betri og betri. Hildur Antonsdóttir fékk síðan frábæra sendingu inn á teig tíu mínútum eftir fyrsta markið frá Ástu Eir og stangaði Hildur boltann fast í netið fram hjá Írisi. Í seinni hálfleiknum mættu gestirnir aðeins ákveðnari til leiks og áttu nokkur færi sérstaklega fyrsta stundarfjórðunginn. Þegar um sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum fengu gestirnir síðan víti eftir að Alexandra Jóhannsdóttir braut á Freyju Karín inná teig. Katla Tryggvadóttir steig á punktinn og skoraði. Eftir þetta mark áttu bæði lið sín færi en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en í blálokin en þá var það Hildur Antonsdóttir sem kláraði leikinn fyrir Blika með frábærum töktum. Lokatölur 3-1 og Breiðablik því komið undanúrslit. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik einfaldlega mætti tilbúið í þennan leik ólíkt Þrótti. Liðsmenn Breiðabliks börðust meira, hlupu meira og tóku fleiri áhættur með boltann. Hverjar stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn hjá Breiðablik sem stóðu sig vel í kvöld og þar á meðal Áslaug Munda en Hildur Antonsdóttir var tvímælalaust best í kvöld. Hún var allt í öllu í sóknarleik Blika og skoraði tvö lagleg mörk. Hvað fór illa? Eins og Nik Anthony, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik þá vantaði svolítið upp á sjálfstraustið hjá leikmönnum Þróttar. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er eftir aðeins fjóra daga en þá mætast liðin í deildinni á heimavelli Þróttar. Nik Anthony: Vorum of varkárar í fyrri hálfleiknum Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Diego „Við vorum of varkárar í fyrri hálfleiknum og það varð okkur að falli myndi ég segja,” byrjaði Nik Anthony, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Við í raun gerðum það auðvelt fyrir þær að pressa okkur og við vorum ekki með nægilega mikið sjálfstraust til þess að spila okkar leik,” hélt Nik áfram. „En við verðum samt sem áður að nefna vítaspyrnuna líka, mér fannst hún heldur ódýr og hún dró mikið sjálfstraust úr okkur.” Nik var hins vegar mjög ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleiknum. „Í seinni hálfleiknum snerist þetta hins vegar algjörlega við. Við spiluðum frábærlega og stjórnuðum leiknum og náðum auðvitað að minnka muninn og á öðrum degi hefðum við jafnað metin. En það gerðist ekki í dag og því verðum við halda áfram og einbeita okkur að næsta leik sem er gegn sama liði,” endaði Nik á að segja. Ásta Eir Árnadóttir: Við héldum alltaf áfram Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Diego „Lykilinn að sigrinum í dag var í rauninni að halda áfram sama hvað gerðist,” byrjaði Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, að segja eftir leik. „Við byrjuðum leikinn frekar illa fannst mér en við unnum okkur inn í leikinn og fundum út úr því hvernig þær voru að spila og náðum að leysa það vel.” „Við töluðum einnig um það í hálfleiknum að við ætluðum ekki að byrja aftur illa, en samt fanns mér við gera það. En þrátt fyrir þessa lélegu kafla þá fannst mér þetta í raun aldrei í hættu,” hélt Ásta áfram. Ásta var ánægð með pressuna sem Breiðablik náði að setja á Þrótt í leiknum. „Já það var uppleggið að pressa þær í þessum leik og í raun í öllum leikjum, við viljum alltaf pressa hátt og það virkaði vel í þessum leik. Við viljum pressa liðin og búa til færi þannig. En það sem ég var líka ánægð með er að við komumst í gegnum þeirra góðu kafla og héldum áfram þrátt fyrir að þær skoruðu úr víti, við héldum alltaf áfram,” sagði Ásta Eir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík
Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir að liðið hafði betur gegn Þrótti í átta liða úrslitunum 3-1. Það var ljóst strax frá því í byrjun leiks að Breiðablik ætlaði sér ekki að misstíga sig á heima vellinum en liðið pressaði gestina stíft fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Breiðablik náði hins vegar ekki að skapa sér nein alvöru færi fyrr en á sextándu mínútu en þá dró til tíðinda. Andrea Rut braut þá á leikmanna Breiðabliks inná teig og var því dæmd vítaspyrna sem Áslaug Munda tók og skoraði úr af öryggi. Breiðablik hélt áfram að ógna eftir þetta mark og fóru færin að vera betri og betri. Hildur Antonsdóttir fékk síðan frábæra sendingu inn á teig tíu mínútum eftir fyrsta markið frá Ástu Eir og stangaði Hildur boltann fast í netið fram hjá Írisi. Í seinni hálfleiknum mættu gestirnir aðeins ákveðnari til leiks og áttu nokkur færi sérstaklega fyrsta stundarfjórðunginn. Þegar um sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum fengu gestirnir síðan víti eftir að Alexandra Jóhannsdóttir braut á Freyju Karín inná teig. Katla Tryggvadóttir steig á punktinn og skoraði. Eftir þetta mark áttu bæði lið sín færi en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en í blálokin en þá var það Hildur Antonsdóttir sem kláraði leikinn fyrir Blika með frábærum töktum. Lokatölur 3-1 og Breiðablik því komið undanúrslit. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik einfaldlega mætti tilbúið í þennan leik ólíkt Þrótti. Liðsmenn Breiðabliks börðust meira, hlupu meira og tóku fleiri áhættur með boltann. Hverjar stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn hjá Breiðablik sem stóðu sig vel í kvöld og þar á meðal Áslaug Munda en Hildur Antonsdóttir var tvímælalaust best í kvöld. Hún var allt í öllu í sóknarleik Blika og skoraði tvö lagleg mörk. Hvað fór illa? Eins og Nik Anthony, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik þá vantaði svolítið upp á sjálfstraustið hjá leikmönnum Þróttar. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er eftir aðeins fjóra daga en þá mætast liðin í deildinni á heimavelli Þróttar. Nik Anthony: Vorum of varkárar í fyrri hálfleiknum Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Diego „Við vorum of varkárar í fyrri hálfleiknum og það varð okkur að falli myndi ég segja,” byrjaði Nik Anthony, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Við í raun gerðum það auðvelt fyrir þær að pressa okkur og við vorum ekki með nægilega mikið sjálfstraust til þess að spila okkar leik,” hélt Nik áfram. „En við verðum samt sem áður að nefna vítaspyrnuna líka, mér fannst hún heldur ódýr og hún dró mikið sjálfstraust úr okkur.” Nik var hins vegar mjög ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleiknum. „Í seinni hálfleiknum snerist þetta hins vegar algjörlega við. Við spiluðum frábærlega og stjórnuðum leiknum og náðum auðvitað að minnka muninn og á öðrum degi hefðum við jafnað metin. En það gerðist ekki í dag og því verðum við halda áfram og einbeita okkur að næsta leik sem er gegn sama liði,” endaði Nik á að segja. Ásta Eir Árnadóttir: Við héldum alltaf áfram Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Diego „Lykilinn að sigrinum í dag var í rauninni að halda áfram sama hvað gerðist,” byrjaði Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, að segja eftir leik. „Við byrjuðum leikinn frekar illa fannst mér en við unnum okkur inn í leikinn og fundum út úr því hvernig þær voru að spila og náðum að leysa það vel.” „Við töluðum einnig um það í hálfleiknum að við ætluðum ekki að byrja aftur illa, en samt fanns mér við gera það. En þrátt fyrir þessa lélegu kafla þá fannst mér þetta í raun aldrei í hættu,” hélt Ásta áfram. Ásta var ánægð með pressuna sem Breiðablik náði að setja á Þrótt í leiknum. „Já það var uppleggið að pressa þær í þessum leik og í raun í öllum leikjum, við viljum alltaf pressa hátt og það virkaði vel í þessum leik. Við viljum pressa liðin og búa til færi þannig. En það sem ég var líka ánægð með er að við komumst í gegnum þeirra góðu kafla og héldum áfram þrátt fyrir að þær skoruðu úr víti, við héldum alltaf áfram,” sagði Ásta Eir að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti