Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? Undanfarin fimmtíu ár hefur ÍA haft nítján þjálfara. Aðeins tveir þeirra voru íslenskir aðkomumenn: Logi Ólafsson og Þorvaldur Örlygsson sem stýrði ÍA aðeins í nokkra mánuði. Sex voru erlendir: George Kirby, Mike Ferguson, Klaus Hilpert, Steve Fleet, Jim Barron og Ivan Golac. Hinir ellefu eru heimamenn. Þjálfarar ÍA síðan 1972.grafík/sara Þetta er auðvitað stjörnugalin tölfræði fyrir ekki stærra bæjarfélag en Akranes og ekkert íþróttafélag á Íslandi á viðlíka þjálfarasögu. Og það er ekki hægt að segja annað en að þessi stefna hafi skilað árangri. ÍA hefur eftir allt saman unnið 27 stóra titla í sögu félagsins. Það eru samt nítján ár síðan ÍA vann titil og besti árangur liðsins í efstu deild undanfarin tuttugu ár er 3. sæti. ÍA hefur ekki endað ofar en í 6. sæti efstu deildar síðan liðið féll 2008. Síðan Ólafur Þórðarson var ráðinn þjálfari ÍA í stað Loga undir lok tímabilsins 1999 hafa níu manns þjálfað liðið. Fyrir utan Þorvald eru þetta allt heimamenn og flestir þeirra spiluðu þeir með ÍA í kringum aldamótin. Logi Ólafsson gerði ÍA að Íslandsmeisturum 1995 þar sem liðið vann sextán af átján deildarleikjum sínum.vísir/hulda margrét Ef frá er talin stutt þjálfaratíð Þorvaldar eru 23 ár síðan aðkomumaður var við stjórnvölinn hjá ÍA. Logi þjálfaði Skagamenn á árunum 1997-99 en áður hafði hann stýrt liðinu 1995. Þegar hann var ráðinn þá var hann fyrsti aðkomumaðurinn, fyrir utan útlendinga, sem þjálfaði ÍA síðan Karl Guðmundsson gerði það 1949. Logi hugsar til áranna á Akranesi með hlýju. Frábærar minningar „Þetta var frábært starf, frábært lið og virkilega mikil stemmning í kringum fótboltann þá. Mér fannst þetta virkilega gaman en þegar ég hef komið þarna á undanförnum árum finnst mér stemmningin í kringum þetta aðeins hafa dvínað. En ég á margar góðar minningar frá Akranesi og góða félaga þar,“ sagði Logi. Ólafur Þórðarson tók við þjálfun ÍA af Loga fyrir bikarúrslitaleikinn 1999. Hann stýrði ÍA til Íslandsmeistaratitils 2001 og bikarmeistaratitla 2000 og 2003. Á myndinni sjást leikmenn ÍA tollera Ólaf eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar í Vestmannaeyjum fyrir 21 ári síðan.ljósmyndasafn akraness Það er alveg spurning hvort það sé ekki kominn tími á að forráðamenn ÍA víkki sjóndeildarhringinn aðeins þegar kemur að þjálfararáðningum. Þótt allir þeir sem hafa þjálfað ÍA undanfarin ár séu ólíkir en jafnframt mjög svo frambærilegir þjálfarar koma þeir úr sama umhverfi. Gunnlaugur Jónsson er einn þeirra en hann stýrði ÍA á árunum 2014-17. Aðspurður hvort það væri kominn tími á aðkomumann í þjálfarastólinn steig hann nokkuð varlega til jarðar. Gunnlaugur Jónsson stýrði ÍA í næstum fjögur tímabil.vísir/vilhelm „Það eru meira og minna Skagamenn sem hafa þjálfað þarna og ég held klárlega að þetta sé punktur sem þyrfti að skoða. Að því sögðu er ég á því að Jón Þór Hauksson sé rétti maðurinn til að stýra liðinu,“ sagði Gunnlaugur og á þar við núverandi þjálfara ÍA. Það þarf að velta öllum steinum og meðal annars hvernig þjálfun liðsins eigi að fara fram. Logi kann ekki skýringu á því af hverju svona fáir aðkomumenn hafa þjálfað ÍA. „Ég veit það ekki. Miðað við söguna og árangurinn hefur kannski ekki verið mikil ástæða til að sækja vatnið yfir lækinn. Það hafa miklir fótboltajöfrar komið frá Akranesi og margir getað þjálfað,“ sagði Logi. Kirby breytti öllu Flestir eru sammála um hversu mikil áhrif George Kirby hafði þegar hann tók við ÍA 1974. Hann var þá fyrsti aðkomumaðurinn til að þjálfa ÍA í 25 ár og kom með nýja hugsun og viðhorfsbreytingu inn í félagið. Skagamenn fagna sínum fyrsta bikarmeistaratitli 1978. George Kirby er annar frá hægri.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Þetta var alveg nýtt fyrir okkur og þjálfunin fór á allt annað stig,“ sagði Þröstur Stefánsson, fyrrverandi leikmaður ÍA, í þætti um Kirby í hlaðvarpinu Skagahraðlestinni 2020. „Æfingarnar voru öðruvísi, menn urðu að taka á því og þetta var allt annað. Við vorum mjög heppnir með hann,“ bætti Þröstur við. Kirby markaði djúp spor í fótboltann á Akranesi og hafði mikil áhrif á menn á borð við Hörð Helgason og Guðjón Þórðarson sem áttu seinna eftir að þjálfa ÍA Að fá aðkomumann sem þjálfara er engin töfralausn en kannski veitir ÍA ekki af því að fá einhvern til að horfa á hlutina með augum gestsins eins og Kirby gerði. Stefnuleysi Sá gæti jafnvel verið yfirmaður knattspyrnumála eins og Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, bendir á. Að hans mati er helsti veikleiki ÍA skortur á stefnu. Síðustu ár hefur stefnuleysi verið ráðandi og ansi erfitt átta sig á hvaða vegferð þeir eru, bæði hvað varðar leikmannakaup og hvers konar fótbolta liðið á að spila. „Það þýðir ekki alltaf að skella skuldinni á þjálfarana. Þú getur gagnrýnt þá en það sem ég vil gagnrýna eru þeir sem stjórna og eiga að sjá til þess að það sé stefna hjá félaginu og þjálfararnir vinni eftir henni,“ sagði Lárus Orri. Lárus Orri Sigurðsson var í yngri flokkum ÍA og spilaði svo tvo leiki með meistaraflokki sumarið 2010.hafliði breiðfjörð Hann bendir á að leikstíll ÍA síðustu ár hafi verið álíka breytilegur og íslenska veðrið. Tímabilið 2019 spiluðu Skagamenn mjög einfaldan fótbolta sem gaf frábæra raun framan af. En eins og Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, sagði í samtali við greinarhöfund fyrir tveimur árum fóru lið að lesa leikstíl Skagamanna eftir því sem leið á tímabilið. Hann lofaði sóknarbolta fyrir tímabilið 2020 og stóð svo sannarlega við stóru orðin. ÍA skoraði og skoraði og aðeins Íslandsmeistarar Vals sem gerðu fleiri mörk. En Skagavörnin var hriplek og árangurinn var svipaður og árið á undan. „Eina skiptið sem eitthvað hefur gengið eru fyrstu mánuðurnir 2019 þegar þeir komu inn í deildina af miklum krafti. Fyrstu mistökin þá voru að um leið og það hallaði aðeins undan fæti var öllu snúið á hvolf. Allt í einu var farið að spila einhvern „tiki-taka“ fótbolta og svo eitthvað annað,“ sagði Lárus Orri. Jóhannes Karl stýrði ÍA í fjögur tímabil.vísir/hulda margrét Þetta gæti þó verið þrautinni þyngri í framkvæmd enda eru þjálfarar almennt mjög valdamiklir á Íslandi og hafa mest um það að segja hvernig fótbolta liðin spila, ekki ósvipað og hefur tíðkast á Englandi. Stefna félagsins sveiflast með því oft með því hver þjálfarinn er og hvaða áherslur hann er með. Vegamótin 2006 Þeirri kenningu hefur áður verið varpað fram að sumarið 2006 hafi verið skurðpunktur í sögu ÍA. Þá lauk langri stjórnartíð Ólafs með liðið og við tóku tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Tvíburasysturnar ef og hefði koma oft við sögu í umræðu um fótbolta. Og hvað hefði gerst ef forráðamenn ÍA hefðu verið svolítið djarfir og tvíburabræðurnir fengið að halda áfram með liðið? Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir í leik með ÍA sumarið 2006.hafliði breiðfjörð Næsta ár var vissulega gott (3. sæti undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar) en síðan fór allt í steik. Hvort tvíburarnir voru tilbúnir í það stóra verkefni að halda ÍA á stalli sínum fáum við aldrei að vita. En Arnar var ekki sami þjálfari og núna og þeir Bjarki tóku aftur við ÍA 2008 og þá gekk ekki neitt. Enn ófyllt skarð Annað sem gerðist 2006 var að ÍA missti styrkustu stoðir sínar úr liðinu og það skarð er enn ófyllt. Gunnlaugur og Reynir Leósson hurfu á braut fyrir tímabilið 2006 og þar með fór kjölfestan úr liði ÍA. Fastinn sem Skagamenn gátu alltaf treyst á. Gunnlaugur og Reynir spiluðu saman í vörn ÍA í sjö tímabil (1999-2005) og með þeim allan þennan tíma var Pálmi Haraldsson, leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild ásamt Guðjóni. Framan af ferli sínum í meistaraflokki spilaði hann sem bakvörður en var settur í stöðu varnarmiðjumanns um mitt tímabil 2001 og var þar þangað til hann lagði skóna á hilluna. Reynir Leósson var lykilmaður hjá ÍA á árunum 1998-2005. Hann hjálpaði liðinu svo að komast upp úr næstefstu deild 2011.hafliði breiðfjörð Á þessum tíma, þegar Gunnlaugur, Reynir og Pálmi mynduðu hryggjarstykkið í liði ÍA, fengu Skagamenn aldrei meira en á sig 26 mörk og jafnan rétt um eitt mark að meðaltali í leik. Sóknarleikurinn var ekkert spes á þessum árum, ÍA skoraði aldrei meira en 29 mörk og aðeins einu sinni skoraði leikmaður liðsins tíu mörk eða meira (Hjörtur Hjartarson varð markakóngur með fimmtán mörk 2001). En vörnin hélt lífi í liði sem var á hægri niðurleið. Frá 2005 hefur ÍA aldrei fengið á sig minna en 1,41 mörk að meðaltali í leik og varnarleikur liðsins hefur aldrei verið góður í gegnum heilt tímabil. ÍA hefur vissulega haft mjög frambærilega varnarmenn á þessum tíma, Dario Cingel (allt þar til hann skrifaði undir nýjan samning) og Ármann Smára Björnsson til að nefna einhverja, en heildarvarnarleikur Skagamenn hefur ekki verið nógu góður. Skagalætin Í gegnum tíðina hefur alltaf verið hægt að treysta á að Skagamenn leggi sig alla fram og rúmlega það, brýni takkana, hlaupi úr sér lifur og lungu og berjist af öllum lífs og sálar kröftum. En áður voru meiri hæfileikar til staðar og ÍA tókst að blanda saman iðnaði og list. Ef þú vildir spila fótbolta við gullaldarlið ÍA á 10. áratug síðustu aldar fannst þeim það fínt. Ef þú vildir slást við þá, ekkert mál. En þeir unnu nánast alltaf, sama á hvaða forsendum leikurinn var spilaður. Skagamenn fagna eftir að hafa unnið Keflvíkinga, 2-1, í bikarúrslitaleiknum 1993.ljósmyndasafn akraness/árni s. árnason Lið vita alltaf að þau þurfa að hafa fyrir hlutunum gegn ÍA og mæta þeim í baráttunni. Eitt lið hafði það til að mynda til siðs að taka alltaf svokallaða „Skagaæfingu“ fyrir leiki gegn ÍA þar sem spilað var á litlum velli með endalaust mörgum fyrirgjöfum og látum. Þessi læti og baráttuandi eru eitthvað sem ÍA má aldrei tapa en það vantar eitthvað meira í blönduna. Skýrari sýn og stefnu. Það er ekkert öruggt að hún fáist með aðkomumanni en það er kannski kominn tími til að horfa út fyrir póstnúmerið þrjú hundruð. ÍA: Hnignun stórveldis Besta deild karla ÍA Akranes Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn
Undanfarin fimmtíu ár hefur ÍA haft nítján þjálfara. Aðeins tveir þeirra voru íslenskir aðkomumenn: Logi Ólafsson og Þorvaldur Örlygsson sem stýrði ÍA aðeins í nokkra mánuði. Sex voru erlendir: George Kirby, Mike Ferguson, Klaus Hilpert, Steve Fleet, Jim Barron og Ivan Golac. Hinir ellefu eru heimamenn. Þjálfarar ÍA síðan 1972.grafík/sara Þetta er auðvitað stjörnugalin tölfræði fyrir ekki stærra bæjarfélag en Akranes og ekkert íþróttafélag á Íslandi á viðlíka þjálfarasögu. Og það er ekki hægt að segja annað en að þessi stefna hafi skilað árangri. ÍA hefur eftir allt saman unnið 27 stóra titla í sögu félagsins. Það eru samt nítján ár síðan ÍA vann titil og besti árangur liðsins í efstu deild undanfarin tuttugu ár er 3. sæti. ÍA hefur ekki endað ofar en í 6. sæti efstu deildar síðan liðið féll 2008. Síðan Ólafur Þórðarson var ráðinn þjálfari ÍA í stað Loga undir lok tímabilsins 1999 hafa níu manns þjálfað liðið. Fyrir utan Þorvald eru þetta allt heimamenn og flestir þeirra spiluðu þeir með ÍA í kringum aldamótin. Logi Ólafsson gerði ÍA að Íslandsmeisturum 1995 þar sem liðið vann sextán af átján deildarleikjum sínum.vísir/hulda margrét Ef frá er talin stutt þjálfaratíð Þorvaldar eru 23 ár síðan aðkomumaður var við stjórnvölinn hjá ÍA. Logi þjálfaði Skagamenn á árunum 1997-99 en áður hafði hann stýrt liðinu 1995. Þegar hann var ráðinn þá var hann fyrsti aðkomumaðurinn, fyrir utan útlendinga, sem þjálfaði ÍA síðan Karl Guðmundsson gerði það 1949. Logi hugsar til áranna á Akranesi með hlýju. Frábærar minningar „Þetta var frábært starf, frábært lið og virkilega mikil stemmning í kringum fótboltann þá. Mér fannst þetta virkilega gaman en þegar ég hef komið þarna á undanförnum árum finnst mér stemmningin í kringum þetta aðeins hafa dvínað. En ég á margar góðar minningar frá Akranesi og góða félaga þar,“ sagði Logi. Ólafur Þórðarson tók við þjálfun ÍA af Loga fyrir bikarúrslitaleikinn 1999. Hann stýrði ÍA til Íslandsmeistaratitils 2001 og bikarmeistaratitla 2000 og 2003. Á myndinni sjást leikmenn ÍA tollera Ólaf eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar í Vestmannaeyjum fyrir 21 ári síðan.ljósmyndasafn akraness Það er alveg spurning hvort það sé ekki kominn tími á að forráðamenn ÍA víkki sjóndeildarhringinn aðeins þegar kemur að þjálfararáðningum. Þótt allir þeir sem hafa þjálfað ÍA undanfarin ár séu ólíkir en jafnframt mjög svo frambærilegir þjálfarar koma þeir úr sama umhverfi. Gunnlaugur Jónsson er einn þeirra en hann stýrði ÍA á árunum 2014-17. Aðspurður hvort það væri kominn tími á aðkomumann í þjálfarastólinn steig hann nokkuð varlega til jarðar. Gunnlaugur Jónsson stýrði ÍA í næstum fjögur tímabil.vísir/vilhelm „Það eru meira og minna Skagamenn sem hafa þjálfað þarna og ég held klárlega að þetta sé punktur sem þyrfti að skoða. Að því sögðu er ég á því að Jón Þór Hauksson sé rétti maðurinn til að stýra liðinu,“ sagði Gunnlaugur og á þar við núverandi þjálfara ÍA. Það þarf að velta öllum steinum og meðal annars hvernig þjálfun liðsins eigi að fara fram. Logi kann ekki skýringu á því af hverju svona fáir aðkomumenn hafa þjálfað ÍA. „Ég veit það ekki. Miðað við söguna og árangurinn hefur kannski ekki verið mikil ástæða til að sækja vatnið yfir lækinn. Það hafa miklir fótboltajöfrar komið frá Akranesi og margir getað þjálfað,“ sagði Logi. Kirby breytti öllu Flestir eru sammála um hversu mikil áhrif George Kirby hafði þegar hann tók við ÍA 1974. Hann var þá fyrsti aðkomumaðurinn til að þjálfa ÍA í 25 ár og kom með nýja hugsun og viðhorfsbreytingu inn í félagið. Skagamenn fagna sínum fyrsta bikarmeistaratitli 1978. George Kirby er annar frá hægri.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Þetta var alveg nýtt fyrir okkur og þjálfunin fór á allt annað stig,“ sagði Þröstur Stefánsson, fyrrverandi leikmaður ÍA, í þætti um Kirby í hlaðvarpinu Skagahraðlestinni 2020. „Æfingarnar voru öðruvísi, menn urðu að taka á því og þetta var allt annað. Við vorum mjög heppnir með hann,“ bætti Þröstur við. Kirby markaði djúp spor í fótboltann á Akranesi og hafði mikil áhrif á menn á borð við Hörð Helgason og Guðjón Þórðarson sem áttu seinna eftir að þjálfa ÍA Að fá aðkomumann sem þjálfara er engin töfralausn en kannski veitir ÍA ekki af því að fá einhvern til að horfa á hlutina með augum gestsins eins og Kirby gerði. Stefnuleysi Sá gæti jafnvel verið yfirmaður knattspyrnumála eins og Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, bendir á. Að hans mati er helsti veikleiki ÍA skortur á stefnu. Síðustu ár hefur stefnuleysi verið ráðandi og ansi erfitt átta sig á hvaða vegferð þeir eru, bæði hvað varðar leikmannakaup og hvers konar fótbolta liðið á að spila. „Það þýðir ekki alltaf að skella skuldinni á þjálfarana. Þú getur gagnrýnt þá en það sem ég vil gagnrýna eru þeir sem stjórna og eiga að sjá til þess að það sé stefna hjá félaginu og þjálfararnir vinni eftir henni,“ sagði Lárus Orri. Lárus Orri Sigurðsson var í yngri flokkum ÍA og spilaði svo tvo leiki með meistaraflokki sumarið 2010.hafliði breiðfjörð Hann bendir á að leikstíll ÍA síðustu ár hafi verið álíka breytilegur og íslenska veðrið. Tímabilið 2019 spiluðu Skagamenn mjög einfaldan fótbolta sem gaf frábæra raun framan af. En eins og Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, sagði í samtali við greinarhöfund fyrir tveimur árum fóru lið að lesa leikstíl Skagamanna eftir því sem leið á tímabilið. Hann lofaði sóknarbolta fyrir tímabilið 2020 og stóð svo sannarlega við stóru orðin. ÍA skoraði og skoraði og aðeins Íslandsmeistarar Vals sem gerðu fleiri mörk. En Skagavörnin var hriplek og árangurinn var svipaður og árið á undan. „Eina skiptið sem eitthvað hefur gengið eru fyrstu mánuðurnir 2019 þegar þeir komu inn í deildina af miklum krafti. Fyrstu mistökin þá voru að um leið og það hallaði aðeins undan fæti var öllu snúið á hvolf. Allt í einu var farið að spila einhvern „tiki-taka“ fótbolta og svo eitthvað annað,“ sagði Lárus Orri. Jóhannes Karl stýrði ÍA í fjögur tímabil.vísir/hulda margrét Þetta gæti þó verið þrautinni þyngri í framkvæmd enda eru þjálfarar almennt mjög valdamiklir á Íslandi og hafa mest um það að segja hvernig fótbolta liðin spila, ekki ósvipað og hefur tíðkast á Englandi. Stefna félagsins sveiflast með því oft með því hver þjálfarinn er og hvaða áherslur hann er með. Vegamótin 2006 Þeirri kenningu hefur áður verið varpað fram að sumarið 2006 hafi verið skurðpunktur í sögu ÍA. Þá lauk langri stjórnartíð Ólafs með liðið og við tóku tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Tvíburasysturnar ef og hefði koma oft við sögu í umræðu um fótbolta. Og hvað hefði gerst ef forráðamenn ÍA hefðu verið svolítið djarfir og tvíburabræðurnir fengið að halda áfram með liðið? Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir í leik með ÍA sumarið 2006.hafliði breiðfjörð Næsta ár var vissulega gott (3. sæti undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar) en síðan fór allt í steik. Hvort tvíburarnir voru tilbúnir í það stóra verkefni að halda ÍA á stalli sínum fáum við aldrei að vita. En Arnar var ekki sami þjálfari og núna og þeir Bjarki tóku aftur við ÍA 2008 og þá gekk ekki neitt. Enn ófyllt skarð Annað sem gerðist 2006 var að ÍA missti styrkustu stoðir sínar úr liðinu og það skarð er enn ófyllt. Gunnlaugur og Reynir Leósson hurfu á braut fyrir tímabilið 2006 og þar með fór kjölfestan úr liði ÍA. Fastinn sem Skagamenn gátu alltaf treyst á. Gunnlaugur og Reynir spiluðu saman í vörn ÍA í sjö tímabil (1999-2005) og með þeim allan þennan tíma var Pálmi Haraldsson, leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild ásamt Guðjóni. Framan af ferli sínum í meistaraflokki spilaði hann sem bakvörður en var settur í stöðu varnarmiðjumanns um mitt tímabil 2001 og var þar þangað til hann lagði skóna á hilluna. Reynir Leósson var lykilmaður hjá ÍA á árunum 1998-2005. Hann hjálpaði liðinu svo að komast upp úr næstefstu deild 2011.hafliði breiðfjörð Á þessum tíma, þegar Gunnlaugur, Reynir og Pálmi mynduðu hryggjarstykkið í liði ÍA, fengu Skagamenn aldrei meira en á sig 26 mörk og jafnan rétt um eitt mark að meðaltali í leik. Sóknarleikurinn var ekkert spes á þessum árum, ÍA skoraði aldrei meira en 29 mörk og aðeins einu sinni skoraði leikmaður liðsins tíu mörk eða meira (Hjörtur Hjartarson varð markakóngur með fimmtán mörk 2001). En vörnin hélt lífi í liði sem var á hægri niðurleið. Frá 2005 hefur ÍA aldrei fengið á sig minna en 1,41 mörk að meðaltali í leik og varnarleikur liðsins hefur aldrei verið góður í gegnum heilt tímabil. ÍA hefur vissulega haft mjög frambærilega varnarmenn á þessum tíma, Dario Cingel (allt þar til hann skrifaði undir nýjan samning) og Ármann Smára Björnsson til að nefna einhverja, en heildarvarnarleikur Skagamenn hefur ekki verið nógu góður. Skagalætin Í gegnum tíðina hefur alltaf verið hægt að treysta á að Skagamenn leggi sig alla fram og rúmlega það, brýni takkana, hlaupi úr sér lifur og lungu og berjist af öllum lífs og sálar kröftum. En áður voru meiri hæfileikar til staðar og ÍA tókst að blanda saman iðnaði og list. Ef þú vildir spila fótbolta við gullaldarlið ÍA á 10. áratug síðustu aldar fannst þeim það fínt. Ef þú vildir slást við þá, ekkert mál. En þeir unnu nánast alltaf, sama á hvaða forsendum leikurinn var spilaður. Skagamenn fagna eftir að hafa unnið Keflvíkinga, 2-1, í bikarúrslitaleiknum 1993.ljósmyndasafn akraness/árni s. árnason Lið vita alltaf að þau þurfa að hafa fyrir hlutunum gegn ÍA og mæta þeim í baráttunni. Eitt lið hafði það til að mynda til siðs að taka alltaf svokallaða „Skagaæfingu“ fyrir leiki gegn ÍA þar sem spilað var á litlum velli með endalaust mörgum fyrirgjöfum og látum. Þessi læti og baráttuandi eru eitthvað sem ÍA má aldrei tapa en það vantar eitthvað meira í blönduna. Skýrari sýn og stefnu. Það er ekkert öruggt að hún fáist með aðkomumanni en það er kannski kominn tími til að horfa út fyrir póstnúmerið þrjú hundruð.
Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti