„Þetta er bíómynd með stóru B-i“ Samfélagið 8. febrúar 2023 12:48 „Forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli Óskar Fjalarsson um persónuna sem hann leikur í Napóleonsskjölunum. „Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við frábærri skemmtun. Þetta er bíómynd með stóru B-i sem tikkar í öll boxin. Það eina sem þarf að gera er að halla sér aftur í sætinu með popp og kók og glápa,“ segir Atli Óskar Fjalarsson en hann leikur í kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Napóleonsskjölin var frumsýnd 3. febrúar. Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar og segir frá spennandi og háskalegri atburðarrás sem fer af stað þegar gamalt flugvélaflak úr seinni heimstyrjöldinni finnst óvænt uppi á Vatnajökli. Atli fer með hlutverk Elíasar í myndinni. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar," segir Atli. „Elías er þessi týpíski ADHD-pési, elskar að vera úti í snjónum að leika sér og draga vini sína í ævintýri. En forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli. Hann segir tökur á myndinni hafa verið krefjandi, sérstaklega uppi á jökli og ömmur hans hafi haft áhyggjur af því að hann kvefaðist. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar. Ég hef verið minntur á það af ófáum frænkum og ömmum að ég var þarna sprangandi um uppi á jökli HÚFULAUS. Það var stundum svolítið kalt. Svo voru þarna þó nokkur atriði á snjósleða sem var ógeðslega mikið fjör að skjóta. Ég hafði litla sem enga reynslu áður en tökur hófust en hafði verið aðeins á fjórhjólum og svoleiðis græjum, þannig ég var bara rólegur yfir þessu. Ég komst hins vegar ekki að því fyrr en seinna að það er víst hiti í handföngunum á sleðanum…það hefði verið þægilegt að vita það aðeins fyrr, ojæja, maður lifir og lærir,“ segir hann hlæjandi. Húfuleysi Atla á jöklinum olli fjölskyldunni smá áhyggjum. Atli segir samstarfið við Óskar Þór Axelsson, leikstjóra myndarinnar hafi verið draumi líkast. Óskar hefur leikstýrt myndum eins og Ég man þig, Stella Blómkvist og Svartur á leik en fyrir hana hlaut hann verðlaunin Handrit ársins 2012. „Ég hef lengi viljað vinna með Óskari eða alveg frá því að ég sá Svartur á leik. Þetta var algjört drauma samstarf bara. Óskar hefur svo gaman af því sem hann gerir og það smitar út frá sér. Við skemmtum okkur konunglega við að glæða þennan karakter lífi og vorum oft að senda hugmyndir og pælingar okkar á milli alveg fram á lokadag eftirvinnslu,“ segir Atli. Hafðirðu lesið bókina? „Ég hafði ekki lesið bókina en ég gluggaði í hana samhliða undirbúningi fyrir tökurnar. Ég vildi þó halda því nokkuð aðskildu til að rugla ekki saman sögunni í handritinu. Ætli maður grípi ekki í hana núna þegar maður er búinn að skila karakternum frá sér.“ Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Napóleonsskjölin var frumsýnd 3. febrúar. Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar og segir frá spennandi og háskalegri atburðarrás sem fer af stað þegar gamalt flugvélaflak úr seinni heimstyrjöldinni finnst óvænt uppi á Vatnajökli. Atli fer með hlutverk Elíasar í myndinni. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar," segir Atli. „Elías er þessi týpíski ADHD-pési, elskar að vera úti í snjónum að leika sér og draga vini sína í ævintýri. En forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli. Hann segir tökur á myndinni hafa verið krefjandi, sérstaklega uppi á jökli og ömmur hans hafi haft áhyggjur af því að hann kvefaðist. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar. Ég hef verið minntur á það af ófáum frænkum og ömmum að ég var þarna sprangandi um uppi á jökli HÚFULAUS. Það var stundum svolítið kalt. Svo voru þarna þó nokkur atriði á snjósleða sem var ógeðslega mikið fjör að skjóta. Ég hafði litla sem enga reynslu áður en tökur hófust en hafði verið aðeins á fjórhjólum og svoleiðis græjum, þannig ég var bara rólegur yfir þessu. Ég komst hins vegar ekki að því fyrr en seinna að það er víst hiti í handföngunum á sleðanum…það hefði verið þægilegt að vita það aðeins fyrr, ojæja, maður lifir og lærir,“ segir hann hlæjandi. Húfuleysi Atla á jöklinum olli fjölskyldunni smá áhyggjum. Atli segir samstarfið við Óskar Þór Axelsson, leikstjóra myndarinnar hafi verið draumi líkast. Óskar hefur leikstýrt myndum eins og Ég man þig, Stella Blómkvist og Svartur á leik en fyrir hana hlaut hann verðlaunin Handrit ársins 2012. „Ég hef lengi viljað vinna með Óskari eða alveg frá því að ég sá Svartur á leik. Þetta var algjört drauma samstarf bara. Óskar hefur svo gaman af því sem hann gerir og það smitar út frá sér. Við skemmtum okkur konunglega við að glæða þennan karakter lífi og vorum oft að senda hugmyndir og pælingar okkar á milli alveg fram á lokadag eftirvinnslu,“ segir Atli. Hafðirðu lesið bókina? „Ég hafði ekki lesið bókina en ég gluggaði í hana samhliða undirbúningi fyrir tökurnar. Ég vildi þó halda því nokkuð aðskildu til að rugla ekki saman sögunni í handritinu. Ætli maður grípi ekki í hana núna þegar maður er búinn að skila karakternum frá sér.“
Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira