Chad Ramey leiðir eftir fyrsta dag á Players en McIlroy byrjaði hræðilega Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 23:35 Chad Ramey lék fyrsta hringinn frábærlega. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey er í forystu eftir fyrsta hring á Players mótinu í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum í Flórída. Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti