Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þróttur 1-3 | Gestirnir upp í 2. sæti Arnar Skúli Atlason skrifar 6. júní 2023 21:30 Ólöf Sigríður skoraði tvö í kvöld. Vísir/Vilhelm Þróttur vann góðan sigur á nýliðum Tindastóls í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Sigurinn lyftir Þrótti upp í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan og Breiðablik eiga leik til góða þar sem þau mætast annað kvöld. Það var fallegt veður á Sauðárkróki í dag þegar lið Tindastól og Þróttar mættust í Bestu deild kvenna. Tindastóll hafði unnið tvo leiki í röð í deildinni en Þróttur hafði tapað seinast leik við Val. Leikurinn hófst með látum og strax á fjórðu mínútu var komið mark í leikinn, Sæunn átti þá fyrirgjöf sem datt fyrir fætur Ólafar Sigríðar sem var ein á móti markmanni og gat bara ekki annað en skorað og staðan því orðinn 1-0 Þrótti í vil. Það leið á löngu þangað til Þróttur bætti við marki og þar var að verki Tanya Larissa eftir sendingu frá Mikenna úr bakverðinum, Tanya skallar boltann yfir Monicu í markinu og staðan 2-0 fyrir gestina úr Laugardalnum Eftir þetta datt aðeins botninn úr þessu, Þróttur meira með boltann en ákvörðunartaka á loka þriðjung vallarins var ekki góð. En Tindastóll fékk dauðafæri rétt áður en flautað var til hálfleik en Íris í marki Þróttar varði vel í markinu og Þróttur leiddi þar af leiðandi 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri byrjaði, Þróttur öflugri á öllum sviðum og Tindastóll átti í erfileikum með að stoppa sóknarmenn þróttar. Katherine stjórnaði leiknum og það var hún sem bjó til þriðja mark Þróttar þegar hún þræddi Ólöf í gegn sem kláraði færið vel og staðan 3-0 fyrir Þrótt og Tindastóll komnar í djúpa holu. Tindastóll klóraði í bakkann þegar tíu mínútur lifðu leiks en þá var togað í treyjuna hjá Murielle og vítaspyrna réttilega dæmd, Hannah fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fátt markvert gerðist eftir markið hjá Tindastól og leikurinn fjaraði út. Flottur sigur hjá Þrótti í kvöld sem sýndu mátt sinn og voru betra liðið í dag. Af hverju vann Þróttur? Gæðin í liði þróttar í dag voru mikil, þær stjórnuðu leiknum nánast allan tímann, átti auðvelt með að finna sína bestu menn og boltinn rúllaði vel á milli leikmanna. Flottir spil kaflar og lykilinn í kvöld var að skora snemma og þær gerðu það Hverjir stóðu upp úr? Allt lið Þróttar stóð sig vel í kvöld . Það var unun að fylgjast með framlínu Þróttar í kvöld, Sierra, Tanya, Ólöf og Katherine voru mjög öflugar og bjuggu til mikið af færum. Ótrúlega vel skipurlagt lið Hvað gekk illa? Leikplanið hjá Tindastól var farið eftir 10 mínútur. Reyndu að halda núllinu en það gekk ekki. Þróttur bara betra lið í dag. Miðjan hjá Tindastól var spiluð út trekk og trekk og það var munurinn á liðinum. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn á Hlíðarenda og mætir Valsmönnum, Þróttur fær Keflavík í heimsókn. Báðir leikirnir 12. Maí klukkan 19:15. Þetta eru mestu gæði sem hafa komið á þennan völl í sumar Halldór Jón, Donni, var nokkuð sáttur þrátt fyrir tap.Vísir/Bára Dröfn Tap í dag hvað taki þið út úr þessu? „Við skoruðum gott mark, við héldum áfram og reyndum okkar allra besta allan leikinn. Við vorum bara að mæta betra liði í dag það er enginn spurning. Ekki það að við vissum það ekki, okkaur tókst ekki að stoppa það sem við ætluðum að stoppa en það gekk bara svona af og til. Ég verð bara að segja að þetta eru mestu gæði sem hafa komið á þennan völl í sumar og mér fannst Þróttaraliðið lýta stórkostlega út og spennandi sumar hjá þeim líklega.“ Leikplanið farið eftir tíu mínútur? „Stærsta höggið var að fá mark svona snemma og leikplanið fer út úr þúfur, við fáum mjög gott færi til að minnka þetta í 2-1 það hefði munað miklu ef það hefði gengið eftir, í seinni hálfleik ætluðum við að bara að reyna að vera hugrakkari með boltann mér fannst við ekki vera það í fyrrihálfleik. Við vorum ekki að spila okkur út úr stöðunum. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur, við erum nýliðar í þessari deild,“ sagði Donni að lokum. Sköpuðum mikið af færum Nik, þjálfari Þróttar.Vísir/Vilhelm Þrjú stig í kvöld, hvað taki þið úr þessum leik? „Við vorum í góðu jafnvægi, við vorum með fólk sem var að koma í svæðin og náðum að koma Sierra í maður á móti manni. Við þvinguðum Tindastól að gera hluti varnarlega sem þær vildu ekki, við sköpuðum mikið af færum og gátu hæglega skorað fleiri mörk en þessi þrjú.“ Tvö mörk frá Ólöfu í dag og liðið leit vel út „Ég var ánægður þrátt fyrir að leikurinn fór í 3-1 og við misstum taktinn í í fimm mínútur eftir vítið, en svo náðum við aftur tökum á leiknum. Bæði mörkin hennar Ólafar voru góð sértaklega vel klárað seinna markið, sjálfstraustið er þarna, Hún leggur mikið á sig og loksins búinn að skora og við getum þá bara haldið áfram að byggja ofaná það,“ sagði Nik Chamberlain að endingu. Besta deild kvenna Tindastóll Þróttur Reykjavík
Þróttur vann góðan sigur á nýliðum Tindastóls í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Sigurinn lyftir Þrótti upp í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan og Breiðablik eiga leik til góða þar sem þau mætast annað kvöld. Það var fallegt veður á Sauðárkróki í dag þegar lið Tindastól og Þróttar mættust í Bestu deild kvenna. Tindastóll hafði unnið tvo leiki í röð í deildinni en Þróttur hafði tapað seinast leik við Val. Leikurinn hófst með látum og strax á fjórðu mínútu var komið mark í leikinn, Sæunn átti þá fyrirgjöf sem datt fyrir fætur Ólafar Sigríðar sem var ein á móti markmanni og gat bara ekki annað en skorað og staðan því orðinn 1-0 Þrótti í vil. Það leið á löngu þangað til Þróttur bætti við marki og þar var að verki Tanya Larissa eftir sendingu frá Mikenna úr bakverðinum, Tanya skallar boltann yfir Monicu í markinu og staðan 2-0 fyrir gestina úr Laugardalnum Eftir þetta datt aðeins botninn úr þessu, Þróttur meira með boltann en ákvörðunartaka á loka þriðjung vallarins var ekki góð. En Tindastóll fékk dauðafæri rétt áður en flautað var til hálfleik en Íris í marki Þróttar varði vel í markinu og Þróttur leiddi þar af leiðandi 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri byrjaði, Þróttur öflugri á öllum sviðum og Tindastóll átti í erfileikum með að stoppa sóknarmenn þróttar. Katherine stjórnaði leiknum og það var hún sem bjó til þriðja mark Þróttar þegar hún þræddi Ólöf í gegn sem kláraði færið vel og staðan 3-0 fyrir Þrótt og Tindastóll komnar í djúpa holu. Tindastóll klóraði í bakkann þegar tíu mínútur lifðu leiks en þá var togað í treyjuna hjá Murielle og vítaspyrna réttilega dæmd, Hannah fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fátt markvert gerðist eftir markið hjá Tindastól og leikurinn fjaraði út. Flottur sigur hjá Þrótti í kvöld sem sýndu mátt sinn og voru betra liðið í dag. Af hverju vann Þróttur? Gæðin í liði þróttar í dag voru mikil, þær stjórnuðu leiknum nánast allan tímann, átti auðvelt með að finna sína bestu menn og boltinn rúllaði vel á milli leikmanna. Flottir spil kaflar og lykilinn í kvöld var að skora snemma og þær gerðu það Hverjir stóðu upp úr? Allt lið Þróttar stóð sig vel í kvöld . Það var unun að fylgjast með framlínu Þróttar í kvöld, Sierra, Tanya, Ólöf og Katherine voru mjög öflugar og bjuggu til mikið af færum. Ótrúlega vel skipurlagt lið Hvað gekk illa? Leikplanið hjá Tindastól var farið eftir 10 mínútur. Reyndu að halda núllinu en það gekk ekki. Þróttur bara betra lið í dag. Miðjan hjá Tindastól var spiluð út trekk og trekk og það var munurinn á liðinum. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn á Hlíðarenda og mætir Valsmönnum, Þróttur fær Keflavík í heimsókn. Báðir leikirnir 12. Maí klukkan 19:15. Þetta eru mestu gæði sem hafa komið á þennan völl í sumar Halldór Jón, Donni, var nokkuð sáttur þrátt fyrir tap.Vísir/Bára Dröfn Tap í dag hvað taki þið út úr þessu? „Við skoruðum gott mark, við héldum áfram og reyndum okkar allra besta allan leikinn. Við vorum bara að mæta betra liði í dag það er enginn spurning. Ekki það að við vissum það ekki, okkaur tókst ekki að stoppa það sem við ætluðum að stoppa en það gekk bara svona af og til. Ég verð bara að segja að þetta eru mestu gæði sem hafa komið á þennan völl í sumar og mér fannst Þróttaraliðið lýta stórkostlega út og spennandi sumar hjá þeim líklega.“ Leikplanið farið eftir tíu mínútur? „Stærsta höggið var að fá mark svona snemma og leikplanið fer út úr þúfur, við fáum mjög gott færi til að minnka þetta í 2-1 það hefði munað miklu ef það hefði gengið eftir, í seinni hálfleik ætluðum við að bara að reyna að vera hugrakkari með boltann mér fannst við ekki vera það í fyrrihálfleik. Við vorum ekki að spila okkur út úr stöðunum. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur, við erum nýliðar í þessari deild,“ sagði Donni að lokum. Sköpuðum mikið af færum Nik, þjálfari Þróttar.Vísir/Vilhelm Þrjú stig í kvöld, hvað taki þið úr þessum leik? „Við vorum í góðu jafnvægi, við vorum með fólk sem var að koma í svæðin og náðum að koma Sierra í maður á móti manni. Við þvinguðum Tindastól að gera hluti varnarlega sem þær vildu ekki, við sköpuðum mikið af færum og gátu hæglega skorað fleiri mörk en þessi þrjú.“ Tvö mörk frá Ólöfu í dag og liðið leit vel út „Ég var ánægður þrátt fyrir að leikurinn fór í 3-1 og við misstum taktinn í í fimm mínútur eftir vítið, en svo náðum við aftur tökum á leiknum. Bæði mörkin hennar Ólafar voru góð sértaklega vel klárað seinna markið, sjálfstraustið er þarna, Hún leggur mikið á sig og loksins búinn að skora og við getum þá bara haldið áfram að byggja ofaná það,“ sagði Nik Chamberlain að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti