Komin sjö mánuði á leið á risamóti í golfi Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 15:31 Amy Olson setti strax stefnuna á að ná US Open eftir að hafa ráðfært sig við kylfinga sem fætt hafa börn. Getty/Raj Mehta Amy Olson hlakkar til að skapa ógleymanlegar minningar á US Open risamótinu í golfi en hún mun spila á mótinu þrátt fyrir að vera ólétt og komin sjö mánuði á leið. Olson, sem er þrítug, vann sig inn á mótið með því að spila 36 holur á sex höggum undir pari og verður því með þegar US Open hefst á fimmtudaginn. Mótið fer í fyrsta sinn fram á Pebble Beach, í Kaliforníu, þar sem US Open karla hefur farið fram. „Þetta verður ein af þessum minningum sem ég mun tala um alla tíð,“ sagði Olson við Golfweek en hún á von á sínu fyrsta barni í september. „Og það að mótið fari fram á Pebble er mjög svalt. Það er frekar magnað að við verðum tvö þarna saman á gangi um golfbrautina.,“ sagði Olson. View this post on Instagram A post shared by Amy Olson (@amyolsongolf) Olson spilaði á Meijer LPGA Classic í síðasta mánuði og náði þar til að mynda holu í höggi auk þess að fá örn tvisvar sinnum. „Það verður gaman að geta sagt litlum dreng eða lítilli stúlku frá einhverju svona, eins og: „Ég náði holu í höggi, ég náði erni í tvígang, þegar þú varst inni í mér“,“ sagði Olson létt. „Þessi augnablik verða eitthvað sem við getum átt saman. Auðvitað mun barnið ekki muna eftir þessu en ég mun segja því frá og eiga þessar minningar um alla ævi,“ sagði Olson. Hún sagðist hafa sent mæðrum á LPGA-mótaröðinni skilaboð og spurt hve lengi fram á meðgönguna þær hefðu getað spilað golf, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri möguleiki á að hún gæti spilað á US Open. „Og þetta er á Pebble af öllum stöðum svo að ég hugsaði bara með mér að ég myndi mæta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Olson. Golf Opna bandaríska Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Olson, sem er þrítug, vann sig inn á mótið með því að spila 36 holur á sex höggum undir pari og verður því með þegar US Open hefst á fimmtudaginn. Mótið fer í fyrsta sinn fram á Pebble Beach, í Kaliforníu, þar sem US Open karla hefur farið fram. „Þetta verður ein af þessum minningum sem ég mun tala um alla tíð,“ sagði Olson við Golfweek en hún á von á sínu fyrsta barni í september. „Og það að mótið fari fram á Pebble er mjög svalt. Það er frekar magnað að við verðum tvö þarna saman á gangi um golfbrautina.,“ sagði Olson. View this post on Instagram A post shared by Amy Olson (@amyolsongolf) Olson spilaði á Meijer LPGA Classic í síðasta mánuði og náði þar til að mynda holu í höggi auk þess að fá örn tvisvar sinnum. „Það verður gaman að geta sagt litlum dreng eða lítilli stúlku frá einhverju svona, eins og: „Ég náði holu í höggi, ég náði erni í tvígang, þegar þú varst inni í mér“,“ sagði Olson létt. „Þessi augnablik verða eitthvað sem við getum átt saman. Auðvitað mun barnið ekki muna eftir þessu en ég mun segja því frá og eiga þessar minningar um alla ævi,“ sagði Olson. Hún sagðist hafa sent mæðrum á LPGA-mótaröðinni skilaboð og spurt hve lengi fram á meðgönguna þær hefðu getað spilað golf, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri möguleiki á að hún gæti spilað á US Open. „Og þetta er á Pebble af öllum stöðum svo að ég hugsaði bara með mér að ég myndi mæta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Olson.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti