Eldri kylfingar sem hunsuðu dómara lausir úr banni Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 15:01 Margeir Vilhjálmsson (t.h.) að leik. Hann hvatti tvo meðspilara sína sem fengu vítahögg til þess að hunsa úrskurð dómara á Íslandsmóti á Akureyri í fyrra. Þeir voru allir þrír dæmdir í ársbann frá keppni en það hefur nú verið stytt verulega. GSÍ Tveir eldri kylfingar sem hunsuðu úrskurð dómara á Íslandsmóti á Akureyri fengu keppnisbann sem þeir voru dæmdir í stytt fyrir áfrýjunardómstóli. Þeim er því frjálst að skrá sig í Íslandsmótið í ár sem fer fram um næstu helgi. Aganefnd Golfsambands Íslands dæmdi þá Margeir Vilhjálmsson, Kristján Ólaf Jóhannesson og Helga Svenberg Ingason í tólf mánaða keppnisbann fyrir óprúðmannlega og ámælisverða hegðun og alvarleg agabrot frá 30. september í fyrra. Þeir tóku höndum saman um að hunsa dómara sem dæmdi þá Kristján og Helga í tveggja högga víti og skrá rangt skor að loknum hringnum á Jaðarsvelli á Akureyri í júlí í fyrra. Dómstóll GSÍ staðfesti niðurstöðu aganefndarinnar þegar þeir Margeir og Kristján áfrýjuðu þangað í mars. Helgi kaus að una banni sínu. Margeir og Kristján fóru enn lengra með málið og skutu því til áfrýjunardómstóls GSÍ. Hann taldi tímalengd refsingarinnar ekki í samræmi við brot tvímenninganna. Mildaði dómstóllinn því refsingu þeirra úr tólf mánuðum í fjóra. Refsing þeirra var talin hæfilega sex mánuðir en var stytt niður í fjóra vegna dráttar á málarekstrinum. Þeir voru því tæknilega í keppnisbanni frá október út janúar, á tímabili þar sem fátt er um golfmót á Íslandi. Áfrýjunardómstóllinn taldi að þeir ættu ekki að líða fyrir að lög og reglur golfhreyfingarinnar um refsinákvarðanir tækju ekki nægilega mið af því að golftímabilið á Íslandi sé að mestu að sumri til. Úrskurðurinn var kveðinn upp þriðjudaginn 4. júlí. Frestur keppenda til þess að skrá sig til leiks á Íslandsmót eldri kylfinga rann út í hádeginu í dag. Niðurstaðan þýddi því að Margeiri og Kristjáni var frjálst að skrá sig til keppni í því. Svo reyndir kylfingar hefðu átt að þekkja reglurnar Áfrýjunardómstóllinn hafnaði rökum tvímenninganna um að staðarregla sem bannaði æfingapútt sem Kristján braut hafi ekki verið nægilega kynnt. Þá væri sannað að dómari hafi upplýst þá um að þeir Kristján og Helgi þyrftu að sæta tveggja högga víti fyrir að brjóta staðarregluna. Einnig taldist sannað að Margeir, sem var ritari, hafi vitað af vítinu. Fram kom við málareksturinn að þremennigarnir hafi brugðist illa við úrskurði dómarans úti á velli. Margeir hafi sagt meðspilurunum sínum að hunsa úrskurðinn og skrá skor sitt án vítahögganna. Margeir úthúðaði síðar dómurum og starfsmönnum mótsins í Facebook-færslu. Kylfingarnir þrír eru ávítaðir í dómi áfrýjunardómstólsins fyrir að hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að skila skortkortunum með þessum hætti í ljósi þess að þeir væru reyndir golfspilarar. Gera yrði þá kröfu til þess að þekkja golfreglurnar, sérstaklega þá að hlýta verði úrskurði dómara. Bent var á að eftir að þremenningunum var vísað af mótinu hafi ritari annars kylfings sem braut sömu staðarreglu gefið sig fram og látið vita af brotinu. Ritarinn, sem sagðist hafa vitað af regluna, fékk brottvísun úr mótinu en kylfingurinn sem braut regluna fékk tveggja högga víti. Þrír dómarar við áfrýjunardómstólinn tóku einnig undir gagnrýni dómara við dómstól GSÍ um að ekki hafi verið nægjanleg formfesta í störfum mótstjórnar þegar ákvarðanir voru teknar um mikilvæga hagsmuni einstaklinga á Íslandsmótinu í fyrra. Þá fundu þeir að því að svo virtist sem að aðeins einn dómari hafi verið að störfum á mótinu. Golf Dómsmál Tengdar fréttir Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Aganefnd Golfsambands Íslands dæmdi þá Margeir Vilhjálmsson, Kristján Ólaf Jóhannesson og Helga Svenberg Ingason í tólf mánaða keppnisbann fyrir óprúðmannlega og ámælisverða hegðun og alvarleg agabrot frá 30. september í fyrra. Þeir tóku höndum saman um að hunsa dómara sem dæmdi þá Kristján og Helga í tveggja högga víti og skrá rangt skor að loknum hringnum á Jaðarsvelli á Akureyri í júlí í fyrra. Dómstóll GSÍ staðfesti niðurstöðu aganefndarinnar þegar þeir Margeir og Kristján áfrýjuðu þangað í mars. Helgi kaus að una banni sínu. Margeir og Kristján fóru enn lengra með málið og skutu því til áfrýjunardómstóls GSÍ. Hann taldi tímalengd refsingarinnar ekki í samræmi við brot tvímenninganna. Mildaði dómstóllinn því refsingu þeirra úr tólf mánuðum í fjóra. Refsing þeirra var talin hæfilega sex mánuðir en var stytt niður í fjóra vegna dráttar á málarekstrinum. Þeir voru því tæknilega í keppnisbanni frá október út janúar, á tímabili þar sem fátt er um golfmót á Íslandi. Áfrýjunardómstóllinn taldi að þeir ættu ekki að líða fyrir að lög og reglur golfhreyfingarinnar um refsinákvarðanir tækju ekki nægilega mið af því að golftímabilið á Íslandi sé að mestu að sumri til. Úrskurðurinn var kveðinn upp þriðjudaginn 4. júlí. Frestur keppenda til þess að skrá sig til leiks á Íslandsmót eldri kylfinga rann út í hádeginu í dag. Niðurstaðan þýddi því að Margeiri og Kristjáni var frjálst að skrá sig til keppni í því. Svo reyndir kylfingar hefðu átt að þekkja reglurnar Áfrýjunardómstóllinn hafnaði rökum tvímenninganna um að staðarregla sem bannaði æfingapútt sem Kristján braut hafi ekki verið nægilega kynnt. Þá væri sannað að dómari hafi upplýst þá um að þeir Kristján og Helgi þyrftu að sæta tveggja högga víti fyrir að brjóta staðarregluna. Einnig taldist sannað að Margeir, sem var ritari, hafi vitað af vítinu. Fram kom við málareksturinn að þremennigarnir hafi brugðist illa við úrskurði dómarans úti á velli. Margeir hafi sagt meðspilurunum sínum að hunsa úrskurðinn og skrá skor sitt án vítahögganna. Margeir úthúðaði síðar dómurum og starfsmönnum mótsins í Facebook-færslu. Kylfingarnir þrír eru ávítaðir í dómi áfrýjunardómstólsins fyrir að hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að skila skortkortunum með þessum hætti í ljósi þess að þeir væru reyndir golfspilarar. Gera yrði þá kröfu til þess að þekkja golfreglurnar, sérstaklega þá að hlýta verði úrskurði dómara. Bent var á að eftir að þremenningunum var vísað af mótinu hafi ritari annars kylfings sem braut sömu staðarreglu gefið sig fram og látið vita af brotinu. Ritarinn, sem sagðist hafa vitað af regluna, fékk brottvísun úr mótinu en kylfingurinn sem braut regluna fékk tveggja högga víti. Þrír dómarar við áfrýjunardómstólinn tóku einnig undir gagnrýni dómara við dómstól GSÍ um að ekki hafi verið nægjanleg formfesta í störfum mótstjórnar þegar ákvarðanir voru teknar um mikilvæga hagsmuni einstaklinga á Íslandsmótinu í fyrra. Þá fundu þeir að því að svo virtist sem að aðeins einn dómari hafi verið að störfum á mótinu.
Golf Dómsmál Tengdar fréttir Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti