Sól og fjör með Bylgjulestinni á Selfossi Bylgjulestin 11. júlí 2023 11:26 Bylgjulestin mætti í sól og blíðu á Selfossi síðasta laugardag. Mikið fjör var í bænum og afar fjölmennt. Hér má sjá nokkra hressa þátttakendur í leiknum Tengiru? Myndir/Helga Dögg Reynisdóttir Frábært sumarveður og sólarstemning var á Selfossi síðasta laugardag þegar Bylgjulestin mætti í bæinn. Bæjarhátíðin Kótelettan fór fram sömu helgi og muna bæjarbúar varla eftir eins miklum fjölda gesta í bænum eins og var síðasta laugardag. Lestarstjórar Bylgjulestarinnar voru þær Vala Eiríks og Erna Hrönn. „Þetta var fyrsti alvöru sumardagurinn í ár og ég get svo svarið að veðrið var best og stemningin sömuleiðis á Selfossi þennan daginn,“ segir Vala. „Að mínu mati er Kótelettan ein skemmtilegasta bæjarhátíðin enda svo margt skemmtilegt í boði. Selfyssingar eru líka æðislegt fólk, gestrisið og lífsglatt, og við Erna kynntumst fullt af stórkostlegu fólki.“ Veðrið lét við bæjarbúa og aðra gesti síðasta laugardag. Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum voru á staðnum og einnig leiktæki og hoppukastalar frá Köstulum ehf. Boðið var upp á sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð og margt fleira. Samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka og Hekla bauð upp á bílasýningu. BMX Brós sýndu ótrúleg tilþrif í sólinni. Einnig var boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Þá mætir fólk fyrir utan Bylgjulestarbílinn, setur á sig bláan hanska og setur eina hönd á bílinn. Sá sem heldur lengst tengingu við bílinn fær svakalegan vinning en þátttakendur þurfa á meðan að leysa allskyns krefjandi verkefni með höndina fasta við bílinn. Boðið var upp á alls kyns kræsingar. „Um 70 börn héngu utan á bílnum okkar og reyndu að vinna 300.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og var því mikið líf í kringum okkur. Það var svolítið erfitt að kíkja út um gluggann og sjá þessu litlu og þrjósku, en buguðu andlit reyna að halda þetta út. En allt í allt einkenndist dagurinn af frábærum félagsskap, frábærum mat og frábæru veðri. Ég gef þessum degi 10 af 10 í einkunn!“ Vala Eiríks var einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar á Selfossi. Hér fylgist hún með stöðunni á leiknum Tengiru? Skoðaðu myndir frá þessum stórskemmtilega degi: Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar eru Orka náttúrunnar, Vodafone, Hekla, Samgöngustofa og Nettó. Næsta laugardag, 15. júlí, mætir Bylgjulestin í Hafnarfjörð og verður í beinni milli kl. 12 og 16. Bylgjulestin, björt og brosandi um allt land í sumar. Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Árborg Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Bæjarhátíðin Kótelettan fór fram sömu helgi og muna bæjarbúar varla eftir eins miklum fjölda gesta í bænum eins og var síðasta laugardag. Lestarstjórar Bylgjulestarinnar voru þær Vala Eiríks og Erna Hrönn. „Þetta var fyrsti alvöru sumardagurinn í ár og ég get svo svarið að veðrið var best og stemningin sömuleiðis á Selfossi þennan daginn,“ segir Vala. „Að mínu mati er Kótelettan ein skemmtilegasta bæjarhátíðin enda svo margt skemmtilegt í boði. Selfyssingar eru líka æðislegt fólk, gestrisið og lífsglatt, og við Erna kynntumst fullt af stórkostlegu fólki.“ Veðrið lét við bæjarbúa og aðra gesti síðasta laugardag. Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum voru á staðnum og einnig leiktæki og hoppukastalar frá Köstulum ehf. Boðið var upp á sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð og margt fleira. Samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka og Hekla bauð upp á bílasýningu. BMX Brós sýndu ótrúleg tilþrif í sólinni. Einnig var boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Þá mætir fólk fyrir utan Bylgjulestarbílinn, setur á sig bláan hanska og setur eina hönd á bílinn. Sá sem heldur lengst tengingu við bílinn fær svakalegan vinning en þátttakendur þurfa á meðan að leysa allskyns krefjandi verkefni með höndina fasta við bílinn. Boðið var upp á alls kyns kræsingar. „Um 70 börn héngu utan á bílnum okkar og reyndu að vinna 300.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og var því mikið líf í kringum okkur. Það var svolítið erfitt að kíkja út um gluggann og sjá þessu litlu og þrjósku, en buguðu andlit reyna að halda þetta út. En allt í allt einkenndist dagurinn af frábærum félagsskap, frábærum mat og frábæru veðri. Ég gef þessum degi 10 af 10 í einkunn!“ Vala Eiríks var einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar á Selfossi. Hér fylgist hún með stöðunni á leiknum Tengiru? Skoðaðu myndir frá þessum stórskemmtilega degi: Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar eru Orka náttúrunnar, Vodafone, Hekla, Samgöngustofa og Nettó. Næsta laugardag, 15. júlí, mætir Bylgjulestin í Hafnarfjörð og verður í beinni milli kl. 12 og 16. Bylgjulestin, björt og brosandi um allt land í sumar.
Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Árborg Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið