Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur - Breiðablik 4-2 | Þróttur aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 16:35 Þróttur-Breiðablik Vísir/Hulda Margrét Þróttur vann Breiðablik 4-2. Þróttur hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og þetta var því kærkominn sigur í síðustu umferð fyrir skiptingu deildar. Leikurinn fór rólega af stað en það var Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem var fyrst til að setja boltann í markið eftir átta mínútna leik. Taylor Ziemer átti skot fyrir utan teig í varnarmann og þaðan fór boltinn til Hafrúnar sem skoraði en flaggið fór á loft. Aðstoðardómari var viss í sinni sök og lyfti strax upp flagginu. Katherine Amanda Cousins reynir skotVísir/Hulda Margrét Um miðjan fyrri hálfleik fékk Tanya Laryssa Boychuk tvö færi til að koma Þrótti yfir en misnotaði þau. Fyrst lokaði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir afar vel á hana þegar hún var við það að skjóta hægra megin í teignum. Nokkrum mínútum seinna átti Tanya þrumuskot rétt fyrir utan teig sem fór beint á markið og Telma Ívarsdóttir varði. Það voru hins vegar gestirnir sem brutu ísinn á 26. mínútu. Agla María átti langa sendingu fram á Birtu Georgsdóttur sem stakk varnarmenn Þróttar af og komst ein í gegn þar sem hún renndi boltanum framhjá Írisi Dögg. Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk BlikaVísir/Hulda Margrét Eftir mark Breiðabliks var Þróttur með öll völd á leiknum og heimakonur sköpuðu sér fullt af færum sem endaði með marki á 41. mínútu. Elín Metta átti sendingu fyrir markið sem Telma varði beint í lappirnar á Sæunni Björnsdóttur sem potaði boltanum inn. Sæunn var aftur á ferðinni tveimur mínútum seinna þegar boltinn fór af Toni Deion Pressley og beint til Sæunnar sem skaut í Toni og þaðan breytti boltinn um stefnu og inn. Sæunn var fljót að fara til aðstoðardómarans og tryggja að markið yrði skráð á hana. Heimakonur fagna markiVísir/Hulda Margrét Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Þróttur var 2-1 yfir. Eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á síðustu fjórum mínútum síðari hálfleiks byrjaði Breiðablik síðari hálfleik með látum. Góð byrjun Breiðabliks skilaði marki. Vigdís Lilja átti langa sendingu á Taylor sem gerði vel á vinstri kantinum að koma boltanum fyrir á Birtu sem skoraði af stuttu færi. Blikar fagna markiVísir/Hulda Margrét Þremur mínútum seinna kom Elín Metta Þrótti aftur yfir. Vigdís Lilja tapaði boltanum afar klaufalega inn í eigin vítateig og Elín Metta náði að leggja boltann fyrir sig og skoraði með vinstri fæti. Þetta var fyrsta mark Elínar eftir að hún kom í Þrótt. Elín Metta skoraðiVísir/Hulda Margrét Katla Tryggvadóttir gerði síðan út um leikinn á 88. mínútu. Ísabella Anna Húbertsdóttir átti sendingu inn fyrir vörn Breiðabliks þar sem varnarlínan var hátt á vellinum. Katla komst ein í gegn og kláraði færið vel. Fleiri urðu mörkin ekki og Þróttur vann 4-2. Þróttur vann 4-2 sigurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Þróttur? Eftir að hafa skorað aðeins tvö mörk í síðustu fjórum leikjum stigu Þróttarar upp og skoruðu fjögur mörk. Þrátt fyrir að það sé hægt að færa rök fyrir því að lukkan hafi verið með Þrótti í öllum fjórum mörkunum þá telja mörkin jafn mikið og Breiðablik getur að mörgu leyti sjálfum sér um kennt Hverjar stóðu upp úr? Birta Georgsdóttir var lífleg í sóknarleik Breiðabliks og skoraði tvö lagleg mörk. Fyrsta markið var afar vel gert þar sem hún stakk varnarmenn Þróttar af og komst ein í gegn sem skilaði marki. Sæunn Björnsdóttir skoraði tvö mörk á tæplega fjórum mínútum. Sæunn var á réttum stað í báðum mörkunum en fyrst skoraði hún eftir að Telma Ívarsdóttir náði ekki að halda boltanum og það seinna fór boltinn af Toni Deion Pressley og til Sæunnar sem átti skot í Toni og inn. Hvað gekk illa? Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hafði leikið frábærlega fram að þriðja marki Þróttar. Vigdís gerði sig seka um klaufaleg mistök þar sem hún tapaði boltanum inn í eigin vítateig sem endaði með marki. Hvað gerist næst? Skipting deildar tekur næst við. Breiðablik og Þróttur er í efri hlutanum þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis. Nik: Höfum verið að komast í færin en heppnin var með okkur í dag Nik á hliðarlínunni í leik dagsinsVísir/Hulda Margrét Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ánægður með sigurinn. „Við höfðum verið að komast í færin en stundum þarf maður heppnina með sér sem við fengum í dag. Það var ákveðin heppni með fyrstu tveimur mörkunum sem við skoruðum en síðan skoruðum við tvö lagleg mörk í seinni hálfleik,“ sagði Nik ánægður með að liðið hafi skorað fjögur mörk. Nik var ánægður með hvernig Þróttur leysti pressuna í seinni hálfleik og kláraði leikinn. „Við leystum pressuna sem við fengum á okkur í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að Blikar hafi fengið færi þá misstum við ekki hausinn og héldum áfram að henda okkur fyrir boltann.“ Þróttur er í efri hlutanum og Nik var spenntur fyrir nýja fyrirkomulaginu í deildinni sem er næst á dagskrá. „Þetta verður skemmtilegt. Ég hef verið hlynntur því að fjölga leikjum og það hafa sennilega engar stelpur spilað fleiri en átján leiki í deild. Þetta verður spennandi,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik
Þróttur vann Breiðablik 4-2. Þróttur hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og þetta var því kærkominn sigur í síðustu umferð fyrir skiptingu deildar. Leikurinn fór rólega af stað en það var Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem var fyrst til að setja boltann í markið eftir átta mínútna leik. Taylor Ziemer átti skot fyrir utan teig í varnarmann og þaðan fór boltinn til Hafrúnar sem skoraði en flaggið fór á loft. Aðstoðardómari var viss í sinni sök og lyfti strax upp flagginu. Katherine Amanda Cousins reynir skotVísir/Hulda Margrét Um miðjan fyrri hálfleik fékk Tanya Laryssa Boychuk tvö færi til að koma Þrótti yfir en misnotaði þau. Fyrst lokaði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir afar vel á hana þegar hún var við það að skjóta hægra megin í teignum. Nokkrum mínútum seinna átti Tanya þrumuskot rétt fyrir utan teig sem fór beint á markið og Telma Ívarsdóttir varði. Það voru hins vegar gestirnir sem brutu ísinn á 26. mínútu. Agla María átti langa sendingu fram á Birtu Georgsdóttur sem stakk varnarmenn Þróttar af og komst ein í gegn þar sem hún renndi boltanum framhjá Írisi Dögg. Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk BlikaVísir/Hulda Margrét Eftir mark Breiðabliks var Þróttur með öll völd á leiknum og heimakonur sköpuðu sér fullt af færum sem endaði með marki á 41. mínútu. Elín Metta átti sendingu fyrir markið sem Telma varði beint í lappirnar á Sæunni Björnsdóttur sem potaði boltanum inn. Sæunn var aftur á ferðinni tveimur mínútum seinna þegar boltinn fór af Toni Deion Pressley og beint til Sæunnar sem skaut í Toni og þaðan breytti boltinn um stefnu og inn. Sæunn var fljót að fara til aðstoðardómarans og tryggja að markið yrði skráð á hana. Heimakonur fagna markiVísir/Hulda Margrét Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Þróttur var 2-1 yfir. Eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á síðustu fjórum mínútum síðari hálfleiks byrjaði Breiðablik síðari hálfleik með látum. Góð byrjun Breiðabliks skilaði marki. Vigdís Lilja átti langa sendingu á Taylor sem gerði vel á vinstri kantinum að koma boltanum fyrir á Birtu sem skoraði af stuttu færi. Blikar fagna markiVísir/Hulda Margrét Þremur mínútum seinna kom Elín Metta Þrótti aftur yfir. Vigdís Lilja tapaði boltanum afar klaufalega inn í eigin vítateig og Elín Metta náði að leggja boltann fyrir sig og skoraði með vinstri fæti. Þetta var fyrsta mark Elínar eftir að hún kom í Þrótt. Elín Metta skoraðiVísir/Hulda Margrét Katla Tryggvadóttir gerði síðan út um leikinn á 88. mínútu. Ísabella Anna Húbertsdóttir átti sendingu inn fyrir vörn Breiðabliks þar sem varnarlínan var hátt á vellinum. Katla komst ein í gegn og kláraði færið vel. Fleiri urðu mörkin ekki og Þróttur vann 4-2. Þróttur vann 4-2 sigurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Þróttur? Eftir að hafa skorað aðeins tvö mörk í síðustu fjórum leikjum stigu Þróttarar upp og skoruðu fjögur mörk. Þrátt fyrir að það sé hægt að færa rök fyrir því að lukkan hafi verið með Þrótti í öllum fjórum mörkunum þá telja mörkin jafn mikið og Breiðablik getur að mörgu leyti sjálfum sér um kennt Hverjar stóðu upp úr? Birta Georgsdóttir var lífleg í sóknarleik Breiðabliks og skoraði tvö lagleg mörk. Fyrsta markið var afar vel gert þar sem hún stakk varnarmenn Þróttar af og komst ein í gegn sem skilaði marki. Sæunn Björnsdóttir skoraði tvö mörk á tæplega fjórum mínútum. Sæunn var á réttum stað í báðum mörkunum en fyrst skoraði hún eftir að Telma Ívarsdóttir náði ekki að halda boltanum og það seinna fór boltinn af Toni Deion Pressley og til Sæunnar sem átti skot í Toni og inn. Hvað gekk illa? Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hafði leikið frábærlega fram að þriðja marki Þróttar. Vigdís gerði sig seka um klaufaleg mistök þar sem hún tapaði boltanum inn í eigin vítateig sem endaði með marki. Hvað gerist næst? Skipting deildar tekur næst við. Breiðablik og Þróttur er í efri hlutanum þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis. Nik: Höfum verið að komast í færin en heppnin var með okkur í dag Nik á hliðarlínunni í leik dagsinsVísir/Hulda Margrét Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ánægður með sigurinn. „Við höfðum verið að komast í færin en stundum þarf maður heppnina með sér sem við fengum í dag. Það var ákveðin heppni með fyrstu tveimur mörkunum sem við skoruðum en síðan skoruðum við tvö lagleg mörk í seinni hálfleik,“ sagði Nik ánægður með að liðið hafi skorað fjögur mörk. Nik var ánægður með hvernig Þróttur leysti pressuna í seinni hálfleik og kláraði leikinn. „Við leystum pressuna sem við fengum á okkur í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að Blikar hafi fengið færi þá misstum við ekki hausinn og héldum áfram að henda okkur fyrir boltann.“ Þróttur er í efri hlutanum og Nik var spenntur fyrir nýja fyrirkomulaginu í deildinni sem er næst á dagskrá. „Þetta verður skemmtilegt. Ég hef verið hlynntur því að fjölga leikjum og það hafa sennilega engar stelpur spilað fleiri en átján leiki í deild. Þetta verður spennandi,“ sagði Nik að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti