Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 14:01 Samúel Samúelsson hefur unnið frábært starf í kringum fótboltann fyrir Vestan Vísir/Skjáskot Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. „Ég á engin viðbrögð, sorrí,“ sagði klökkur Samúel í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sig upp í Bestu deildina. „Þetta er bara geggjað. Það er það eina sem ég get sagt. Þetta lið. Þetta fólk. Þetta er ótrúlegt.“ Samúel hefur staðið í forystu knattspyrnudeildar Vestra, þar áður BÍ/Bolungarvíkur í yfir sextán ár og er metnaður hans í því starfi vel þekktur. Lengi vel hefur stefnan hjá Vestra verið sett á að ná inn liði í efstu deild hér á landi og nú hefur það tekist. Fjörutíu árum eftir að þáverandi lið Ísafjarðar, ÍBÍ, var í efstu deild. Klippa: Samúel klökkur eftir afrek Vesta: Fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið Hvað gerði útslagið í ár? „Davíð, strákarnir, þjálfarateymið og þetta fólk. Það gerði útslagið. Þetta er bara geggjað fólk, það er bara þannig. Ég er kannski í frontinum á þessu en hvað heldurðu að það sé mikið af fólki sem vinnur baki brotnu fyrir þetta félag. Út í gegn dag og nótt. Ég er bara í sviðsljósinu en það er fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið.“ Það var fyrir nýafstaðið tímabil sem Vestri gekk frá ráðningu á Davíð Smára Lamude í þjálfarastöðuna. Davíð Smári hafði unnið virkilega gott starf með Kórdrengjum þar áður. Hvað gerir Davíð sem gerir útslagið í því að þið komist upp? „Þetta er metnaðarfullur, grjótharður þjálfari. Við í Vestra höfðum oft spilað á móti honum og alltaf var það erfitt. Þetta var eitthvað sem við þurftum.“ Hvað ætlið þið að gera í efstu deild? „Við erum ekki komin upp í Bestu deildina bara til þess að vera í Bestu deildinni. Við ætlum okkur að vera með.“ Viðtalið við Samúel í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Ég á engin viðbrögð, sorrí,“ sagði klökkur Samúel í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sig upp í Bestu deildina. „Þetta er bara geggjað. Það er það eina sem ég get sagt. Þetta lið. Þetta fólk. Þetta er ótrúlegt.“ Samúel hefur staðið í forystu knattspyrnudeildar Vestra, þar áður BÍ/Bolungarvíkur í yfir sextán ár og er metnaður hans í því starfi vel þekktur. Lengi vel hefur stefnan hjá Vestra verið sett á að ná inn liði í efstu deild hér á landi og nú hefur það tekist. Fjörutíu árum eftir að þáverandi lið Ísafjarðar, ÍBÍ, var í efstu deild. Klippa: Samúel klökkur eftir afrek Vesta: Fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið Hvað gerði útslagið í ár? „Davíð, strákarnir, þjálfarateymið og þetta fólk. Það gerði útslagið. Þetta er bara geggjað fólk, það er bara þannig. Ég er kannski í frontinum á þessu en hvað heldurðu að það sé mikið af fólki sem vinnur baki brotnu fyrir þetta félag. Út í gegn dag og nótt. Ég er bara í sviðsljósinu en það er fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið.“ Það var fyrir nýafstaðið tímabil sem Vestri gekk frá ráðningu á Davíð Smára Lamude í þjálfarastöðuna. Davíð Smári hafði unnið virkilega gott starf með Kórdrengjum þar áður. Hvað gerir Davíð sem gerir útslagið í því að þið komist upp? „Þetta er metnaðarfullur, grjótharður þjálfari. Við í Vestra höfðum oft spilað á móti honum og alltaf var það erfitt. Þetta var eitthvað sem við þurftum.“ Hvað ætlið þið að gera í efstu deild? „Við erum ekki komin upp í Bestu deildina bara til þess að vera í Bestu deildinni. Við ætlum okkur að vera með.“ Viðtalið við Samúel í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira