Gómsæt matreiðslubók frá Helvítis kokkinum Bókabeitan 21. nóvember 2023 08:31 „Markmið okkar var að setja upp skemmtilega og auðlesna matreiðslubók fyrir alla. Hvort sem lesandinn er byrjandi eða reyndur kokkur þá ætti hann að geta fundið eitthvað fyrir sig í Helvítis matreiðslubókinni,“ segir Ívar Örn Hansen, öðru nafni Helvítis kokkurinn, um nýútgefna bók sína Helvítis matreiðslubókin. Myndir/Karl Petersson. Ívar Örn Hansen hefur heldur betur slegið í gegn sem Helvítis kokkurinn í stórskemmtilegum matreiðsluþáttum sem hafa verið sýndir á Stöð 2+ og á Vísi. Í lok síðasta ár setti hann, ásamt eiginkonu sinni Þóreyju Hafliðadóttur, á markað úrval af bragðgóðum eldpiparsultum sem hafa fengið mjög góðar viðtökur og í síðustu viku kom út fyrsta matreiðslubókin frá honum sem ber einfaldlega nafnið Helvítis matreiðslubókin. Helvítis matreiðslubókin er fyrsta bókin sem Helvítis kokkurinn, Ívar Örn Hansen, sendir frá sér. Í þáttunum sínum hefur Ívar lagt áherslu á að elda bragðgóðan mat á mannamáli og það hefur svo sannarlega skilað sér í nýju bókinni hans. „Í bókinni má finna margar gómsætar og einfaldar uppskriftir, einlægar eldhússögur og hagnýt ráð,“ segir Ívar. „Markmið okkar var að setja upp skemmtilega og auðlesna matreiðslubók fyrir alla. Hvort sem lesandinn er byrjandi eða reyndur kokkur þá ætti hann að geta fundið eitthvað fyrir sig í Helvítis matreiðslubókinni. Bókin okkar er öðruvísi en aðrar matreiðslubækur að því leyti að lesandinn getur sjálfur raðað saman máltíðinni sinni. Ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók fyrir þig.“ Bókabeitan gefur bókina út og Karl Petersson tók allar myndir sem eru í bókinni. Helvítis kokkurinn mætti í Brennsluna á FM957 fyrr í þessum mánuði og ræddi við þau Rikka G, Kristínu Ruth og Egil Ploder um nýju matreiðslubókina. Viðtalið byrjar á 1:05:30. Ívar er matreiðslumaður að mennt með aldarfjórðungs reynslu úr veitingageiranum. „Ég hef starfað sem einkakokkur, á veitingahúsum og hótelum víðsvegar um landið. Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur og er óhræddur við að vera mannlegur eins og sést vel í þáttunum mínum. Þórey eiginkona mín er margmiðlunarhönnuður og sá um hönnun og umbrotið á bókinni ásamt því að hanna allar sultu-umbúðirnar. Hún á auðvitað stóran þátt í þessu Helvítis ævintýri mínu.“ Þórey Hafliðadóttir margmiðlunarhönnuður er eiginkona Helvítis kokksins og sá m.a. um hönnun og umbrotið á bókinni ásamt því að hanna allar sultu umbúðirnar. Hún á stóran þátt í Helvítis-ævintýri að sögn Ívars. Hann hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt sem einkakokkur, rekið Helvítis veisluþjónustuna, framleitt Helvítis eldpiparsulturnar ásamt Þóreyju, boðið upp á einka matreiðslu fyrir vandláta ásamt ýmsum öðrum verkefnum. „Nafnið „Helvítis kokkurinn“ kemur frá þeim tíma sem ég var að læra kokkinn. Nokkrir vinir mínir byrjuðu að nota gælunafnið „Kokkurinn“ sem þróaðist svo út í „Helvítis kokkurinn“. Þessir sömu vinir mínir nota nafnið enn í dag og ég er meira að segja búinn að láta skrásetja það sem mitt eigið vörumerki.“ Helvítis eldpiparsulturnar fást núna í 20 verslunum um allt land og eru að fá frábærar viðtökur að sögn Ívars. „Það er gaman að segja frá því að eldpipar undiraldan er alltaf að stækka. Í vor er von á einni viðbót sem inniheldur íslenskt brennivín. Við erum viss um að fólk eigi eftir að flykkjast í verslanirnar til að smakka þessa frábæru nýju lúxusvöru en við gefum ekki meira upp að sinni.“ Í tilefni útgáfu Helvítis matreiðslubókarinnar verður blásið til útgáfuhófs á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 18. Þar verður m.a. hægt að kaupa bókina á sérstöku útgáfutilboði og fá hana áritaða af Helvítis kokkinum. Óvæntir glaðningar verða í boði, ljúffengir drykkir frá Ölgerðinni og léttar veitingar í anda matreiðslubókarinnar. Helvítis kokkurinn gefur hér eina uppskrift úr bókinni. Rauðvíns lambalæri að hætti Helvítis kokksins. Rauðvíns lambalæri Heiðalæri á beini300 ml rauðvínSaltSvartur pipar Aðferð: Stillið ofninn á 180°C.Hellið rauðvíni í steikarpott. Kryddið læri með salt og pipar og leggið í steikarpottinn. Gott er að nota kjarnhitamæli í þessari uppskrift. Setjið lokið á og steikið í ofni í 90 mínútur eða þangað til kjarnhiti hefur náð 63°C. Hvílið lærið í 30 mínútur áður en það er skorið og borið fram. Ef ekki er til kjarnhitamælir þá er til önnur nokkuð skotheld aðferð við þetta. Stillið ofninn á 180°C og steikið lambalærið í klukkutíma með lokið á. Hækkið svo hitann í 220°C, takið lokið af og steikið í 15 mínútur í viðbót. Matur Matarást Bókaútgáfa Bókmenntir Helvítis kokkurinn Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Í lok síðasta ár setti hann, ásamt eiginkonu sinni Þóreyju Hafliðadóttur, á markað úrval af bragðgóðum eldpiparsultum sem hafa fengið mjög góðar viðtökur og í síðustu viku kom út fyrsta matreiðslubókin frá honum sem ber einfaldlega nafnið Helvítis matreiðslubókin. Helvítis matreiðslubókin er fyrsta bókin sem Helvítis kokkurinn, Ívar Örn Hansen, sendir frá sér. Í þáttunum sínum hefur Ívar lagt áherslu á að elda bragðgóðan mat á mannamáli og það hefur svo sannarlega skilað sér í nýju bókinni hans. „Í bókinni má finna margar gómsætar og einfaldar uppskriftir, einlægar eldhússögur og hagnýt ráð,“ segir Ívar. „Markmið okkar var að setja upp skemmtilega og auðlesna matreiðslubók fyrir alla. Hvort sem lesandinn er byrjandi eða reyndur kokkur þá ætti hann að geta fundið eitthvað fyrir sig í Helvítis matreiðslubókinni. Bókin okkar er öðruvísi en aðrar matreiðslubækur að því leyti að lesandinn getur sjálfur raðað saman máltíðinni sinni. Ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók fyrir þig.“ Bókabeitan gefur bókina út og Karl Petersson tók allar myndir sem eru í bókinni. Helvítis kokkurinn mætti í Brennsluna á FM957 fyrr í þessum mánuði og ræddi við þau Rikka G, Kristínu Ruth og Egil Ploder um nýju matreiðslubókina. Viðtalið byrjar á 1:05:30. Ívar er matreiðslumaður að mennt með aldarfjórðungs reynslu úr veitingageiranum. „Ég hef starfað sem einkakokkur, á veitingahúsum og hótelum víðsvegar um landið. Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur og er óhræddur við að vera mannlegur eins og sést vel í þáttunum mínum. Þórey eiginkona mín er margmiðlunarhönnuður og sá um hönnun og umbrotið á bókinni ásamt því að hanna allar sultu-umbúðirnar. Hún á auðvitað stóran þátt í þessu Helvítis ævintýri mínu.“ Þórey Hafliðadóttir margmiðlunarhönnuður er eiginkona Helvítis kokksins og sá m.a. um hönnun og umbrotið á bókinni ásamt því að hanna allar sultu umbúðirnar. Hún á stóran þátt í Helvítis-ævintýri að sögn Ívars. Hann hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt sem einkakokkur, rekið Helvítis veisluþjónustuna, framleitt Helvítis eldpiparsulturnar ásamt Þóreyju, boðið upp á einka matreiðslu fyrir vandláta ásamt ýmsum öðrum verkefnum. „Nafnið „Helvítis kokkurinn“ kemur frá þeim tíma sem ég var að læra kokkinn. Nokkrir vinir mínir byrjuðu að nota gælunafnið „Kokkurinn“ sem þróaðist svo út í „Helvítis kokkurinn“. Þessir sömu vinir mínir nota nafnið enn í dag og ég er meira að segja búinn að láta skrásetja það sem mitt eigið vörumerki.“ Helvítis eldpiparsulturnar fást núna í 20 verslunum um allt land og eru að fá frábærar viðtökur að sögn Ívars. „Það er gaman að segja frá því að eldpipar undiraldan er alltaf að stækka. Í vor er von á einni viðbót sem inniheldur íslenskt brennivín. Við erum viss um að fólk eigi eftir að flykkjast í verslanirnar til að smakka þessa frábæru nýju lúxusvöru en við gefum ekki meira upp að sinni.“ Í tilefni útgáfu Helvítis matreiðslubókarinnar verður blásið til útgáfuhófs á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 18. Þar verður m.a. hægt að kaupa bókina á sérstöku útgáfutilboði og fá hana áritaða af Helvítis kokkinum. Óvæntir glaðningar verða í boði, ljúffengir drykkir frá Ölgerðinni og léttar veitingar í anda matreiðslubókarinnar. Helvítis kokkurinn gefur hér eina uppskrift úr bókinni. Rauðvíns lambalæri að hætti Helvítis kokksins. Rauðvíns lambalæri Heiðalæri á beini300 ml rauðvínSaltSvartur pipar Aðferð: Stillið ofninn á 180°C.Hellið rauðvíni í steikarpott. Kryddið læri með salt og pipar og leggið í steikarpottinn. Gott er að nota kjarnhitamæli í þessari uppskrift. Setjið lokið á og steikið í ofni í 90 mínútur eða þangað til kjarnhiti hefur náð 63°C. Hvílið lærið í 30 mínútur áður en það er skorið og borið fram. Ef ekki er til kjarnhitamælir þá er til önnur nokkuð skotheld aðferð við þetta. Stillið ofninn á 180°C og steikið lambalærið í klukkutíma með lokið á. Hækkið svo hitann í 220°C, takið lokið af og steikið í 15 mínútur í viðbót.
Matur Matarást Bókaútgáfa Bókmenntir Helvítis kokkurinn Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið