Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. maí 2024 15:57 Frá leik ÍA gegn Stjörnunni í síðustu umferð Vísir/Pawel ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. Leikurinn byrjaði rólega og greinilegt að ekki ætti að blása til sóknar. Bæði lið voru þétt varnarlega og tóku litlar áhættu í sínu uppspili. Var því fátt um fína drætti sóknarlega og fátt markvert sem átti sér stað. Á 35. mínútu kom besta tækifæri Vestra í leiknum þegar Vladimir Tufegdzic kom sér í fína skotstöðu í teig Skagamanna, en boltinn hárfínt fram hjá stönginni. Strax í sókninni eftir það komust heimamenn upp hægri vænginn þar sem Jón Gísli Eyland kom að lokum með frábæra fyrirgjöf inn á teig Vestra. Þar kom Viktor Jónsson á fullri ferð og stýrði boltanum í átt að marki. Karl William Eskelinen, markvörður Vestra, varði boltann en Viktor fylgdi á eftir og kom boltanum yfir línuna af stuttu færi. Staðan 1-0 í hálfleik. Vestri hóf síðari hálfleikinn ágætlega en náðu ekki að koma sér í afgerandi færi. Eftir um klukkutíma leik fékk ÍA aukaspyrnu, u.þ.b. 35 metra frá marki. Johannes Vall tók spyrnuna og lét vaða á markið. Skot hans flaug niður í markmannshornið á marki Vestra, þar sem Karl William Eskelinen náði ekki til hans. Staðan orðin 2-0 og Davíð Smári, þjálfari Vestra, brjálaður út í markvörð sinn að hafa fengið þetta mark á sig. Eftir markið gerðu Skagamenn orrahríð að marki gestanna. Endaði það með því að Guðfinnur Þór Leósson skoraði eftir darraðardans í teig Vestra eftir hornspyrnu á 69. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-0 og Vestramenn heillum horfnir. Eftir þriðja markið lognaðist leikurinn hægt og rólega út og fátt markvert sem gerðist. Atvik leiksins Aukaspyrnumark Johannes Vall var vendipunktur leiksins. Gestirnir höfðu byrjað síðari hálfleikinn þokkalega og markið því líkt og köld vatnsgusa framan í þá. Ekki var um neitt töfraskot að ræða og því nokkuð klaufalegt mark að fá á sig af svo löngu færi. Stjörnur og skúrkar Johannes Vall var flottur í dag. Stóð sína plikt í þriggja manna hafsentalínu heimamanna, en Johannes hefur mest megni verið að leika sem vængbakvörður á tímabilinu. Markið hans var einnig mikilvægt fyrir gang leiksins, en eftir það tóku heimamenn öll völd á vellinum. Viktor Jónsson skoraði sitt sjötta mark í dag í deildinni eftir aðeins sex leiki og augljóst hversu mikilvægur hann er bæði fyrir uppspil og allan sóknarleik ÍA. Karl William Eskelinen er skúrkurinn. Að fá á sig mark úr aukaspyrnu af 35 metrum er ekkert spes og hvað þá þegar skotið er ekki afburðar. Framlína Vestra má líka hugsa sinn gang eftir þennan leik, en þeir virtust aldrei vera líklegir til þess að skora í leiknum. Dómarar Pétur Guðmundsson hafði fína stjórn á leiknum og gætti vel að því að leikurinn færi ekki í vitleysu á blautum og þungum vellinum. Stemning og umgjörð Öllu var til tjaldað á Akranesi í dag. Hoppukastalar, hamborgarar, öl og partýtjald í mildu og góðu veðri. Skagamenn fjölmenntu á völlinn og einnig mátti sjá þónokkra stuðningsmenn Vestra á vellinum. Öll umgjörð til fyrirmyndar. Jón Þór: Svekkjandi að klára leikinn ekki fyrr Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Hulda Margrét „Við vissum það að Vestra liðið er vel mannað og hörku lið og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að vera með á hreinu. En á sama tíma ákveðnir staðir þar sem við vildum særa þá. Ég var mjög ánægður með framlag minna manna og hvernig þeir spiluðu leikinn, algjörlega til fyrirmyndar. Frábær sigur,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir leik. Skaginn kom af krafti inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skorað seint í þeim fyrri og því var Jón Þór spurður hvað hafi verið rætt inn í klefa í hálfleik. „Við bara fórum yfir fyrri hálfleikinn og yfir þau svæði sem við töldum okkur geta nýtt betur og gerðum það bara frábærlega í þessum leik. Virkilega vel spilaður leikur. Auðvitað svekkjandi að klára hann ekki fyrr, að nýta ekki færin betur.“ ÍA tapaði gegn Stjörnunni, 4-1, í síðustu umferð og Jón Þór því sáttur með svar sinna manna í þessum leik eftir það tap. „Heldur betur, líka bara að halda hreinu. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur bara upp á framhaldið. Við vorum mjög óhressir með okkar varnarleik í Garðarbænum og mörkin sem við fengum á okkur þar. Þar komu upp stöður sem eiga ekki að koma upp hjá okkur. Við vorum virkilega vonsviknir með það. Við notuðum vikuna vel og mér fannst við gera þetta frábærlega.“ ÍA hafði unnið tvo leiki í deildinni fyrir leikinn í dag og í báðum þeim leikjum spilaði liðið lengst af einum fleiri. Aðspurður hvort að sú staðreynd hafi verið einhver grýla hjá Skagamönnum, þá svaraði Jón Þór því á þennan veg. „Allir sigrar eru mikilvægir og við gerðum það frábærlega. Það er ekki alltaf hægðarleikur að spila góðan leik þegar þú ert manni fleiri, það getur oft verið erfitt. En við gerðum það frábærlega og eigum hrós skilið fyrir það og gerðum það líka í dag 11 á móti 11, við fögnum öllum sigrum.“ Stutt er í næsta leik ÍA, sem er í Mjólkurbikarnum gegn Keflavík. Jón Þór segir sína menn þurfa að hlúa vel að sér á milli leikja. „Nú þarf bara að klappa aðeins mannskapnum. Gríðarlega erfiður leikur á mjög þungum og erfiðum velli. Nú þurfum við að ná vopnum okkar hratt og vel og hugsa vel um mannskapinn. Það er stutt á milli leikja og svona leikir taka í.“ Besta deild karla ÍA Vestri Íslenski boltinn
ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. Leikurinn byrjaði rólega og greinilegt að ekki ætti að blása til sóknar. Bæði lið voru þétt varnarlega og tóku litlar áhættu í sínu uppspili. Var því fátt um fína drætti sóknarlega og fátt markvert sem átti sér stað. Á 35. mínútu kom besta tækifæri Vestra í leiknum þegar Vladimir Tufegdzic kom sér í fína skotstöðu í teig Skagamanna, en boltinn hárfínt fram hjá stönginni. Strax í sókninni eftir það komust heimamenn upp hægri vænginn þar sem Jón Gísli Eyland kom að lokum með frábæra fyrirgjöf inn á teig Vestra. Þar kom Viktor Jónsson á fullri ferð og stýrði boltanum í átt að marki. Karl William Eskelinen, markvörður Vestra, varði boltann en Viktor fylgdi á eftir og kom boltanum yfir línuna af stuttu færi. Staðan 1-0 í hálfleik. Vestri hóf síðari hálfleikinn ágætlega en náðu ekki að koma sér í afgerandi færi. Eftir um klukkutíma leik fékk ÍA aukaspyrnu, u.þ.b. 35 metra frá marki. Johannes Vall tók spyrnuna og lét vaða á markið. Skot hans flaug niður í markmannshornið á marki Vestra, þar sem Karl William Eskelinen náði ekki til hans. Staðan orðin 2-0 og Davíð Smári, þjálfari Vestra, brjálaður út í markvörð sinn að hafa fengið þetta mark á sig. Eftir markið gerðu Skagamenn orrahríð að marki gestanna. Endaði það með því að Guðfinnur Þór Leósson skoraði eftir darraðardans í teig Vestra eftir hornspyrnu á 69. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-0 og Vestramenn heillum horfnir. Eftir þriðja markið lognaðist leikurinn hægt og rólega út og fátt markvert sem gerðist. Atvik leiksins Aukaspyrnumark Johannes Vall var vendipunktur leiksins. Gestirnir höfðu byrjað síðari hálfleikinn þokkalega og markið því líkt og köld vatnsgusa framan í þá. Ekki var um neitt töfraskot að ræða og því nokkuð klaufalegt mark að fá á sig af svo löngu færi. Stjörnur og skúrkar Johannes Vall var flottur í dag. Stóð sína plikt í þriggja manna hafsentalínu heimamanna, en Johannes hefur mest megni verið að leika sem vængbakvörður á tímabilinu. Markið hans var einnig mikilvægt fyrir gang leiksins, en eftir það tóku heimamenn öll völd á vellinum. Viktor Jónsson skoraði sitt sjötta mark í dag í deildinni eftir aðeins sex leiki og augljóst hversu mikilvægur hann er bæði fyrir uppspil og allan sóknarleik ÍA. Karl William Eskelinen er skúrkurinn. Að fá á sig mark úr aukaspyrnu af 35 metrum er ekkert spes og hvað þá þegar skotið er ekki afburðar. Framlína Vestra má líka hugsa sinn gang eftir þennan leik, en þeir virtust aldrei vera líklegir til þess að skora í leiknum. Dómarar Pétur Guðmundsson hafði fína stjórn á leiknum og gætti vel að því að leikurinn færi ekki í vitleysu á blautum og þungum vellinum. Stemning og umgjörð Öllu var til tjaldað á Akranesi í dag. Hoppukastalar, hamborgarar, öl og partýtjald í mildu og góðu veðri. Skagamenn fjölmenntu á völlinn og einnig mátti sjá þónokkra stuðningsmenn Vestra á vellinum. Öll umgjörð til fyrirmyndar. Jón Þór: Svekkjandi að klára leikinn ekki fyrr Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Hulda Margrét „Við vissum það að Vestra liðið er vel mannað og hörku lið og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að vera með á hreinu. En á sama tíma ákveðnir staðir þar sem við vildum særa þá. Ég var mjög ánægður með framlag minna manna og hvernig þeir spiluðu leikinn, algjörlega til fyrirmyndar. Frábær sigur,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir leik. Skaginn kom af krafti inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skorað seint í þeim fyrri og því var Jón Þór spurður hvað hafi verið rætt inn í klefa í hálfleik. „Við bara fórum yfir fyrri hálfleikinn og yfir þau svæði sem við töldum okkur geta nýtt betur og gerðum það bara frábærlega í þessum leik. Virkilega vel spilaður leikur. Auðvitað svekkjandi að klára hann ekki fyrr, að nýta ekki færin betur.“ ÍA tapaði gegn Stjörnunni, 4-1, í síðustu umferð og Jón Þór því sáttur með svar sinna manna í þessum leik eftir það tap. „Heldur betur, líka bara að halda hreinu. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur bara upp á framhaldið. Við vorum mjög óhressir með okkar varnarleik í Garðarbænum og mörkin sem við fengum á okkur þar. Þar komu upp stöður sem eiga ekki að koma upp hjá okkur. Við vorum virkilega vonsviknir með það. Við notuðum vikuna vel og mér fannst við gera þetta frábærlega.“ ÍA hafði unnið tvo leiki í deildinni fyrir leikinn í dag og í báðum þeim leikjum spilaði liðið lengst af einum fleiri. Aðspurður hvort að sú staðreynd hafi verið einhver grýla hjá Skagamönnum, þá svaraði Jón Þór því á þennan veg. „Allir sigrar eru mikilvægir og við gerðum það frábærlega. Það er ekki alltaf hægðarleikur að spila góðan leik þegar þú ert manni fleiri, það getur oft verið erfitt. En við gerðum það frábærlega og eigum hrós skilið fyrir það og gerðum það líka í dag 11 á móti 11, við fögnum öllum sigrum.“ Stutt er í næsta leik ÍA, sem er í Mjólkurbikarnum gegn Keflavík. Jón Þór segir sína menn þurfa að hlúa vel að sér á milli leikja. „Nú þarf bara að klappa aðeins mannskapnum. Gríðarlega erfiður leikur á mjög þungum og erfiðum velli. Nú þurfum við að ná vopnum okkar hratt og vel og hugsa vel um mannskapinn. Það er stutt á milli leikja og svona leikir taka í.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti